Skessuhorn - 17.07.2013, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Foreldrar eru bestir í
for
vö
rn
um
.
Forvarnarhópur
Borgarbyggðar
Sumarið
er tíminn
Saman í sundi, saman í tjaldi, saman að ganga,
saman að grilla, saman að veiða, saman að spila,
saman að syngja, saman í sportinu, saman á hestbaki.
Samver
a foreldra og
ung
linga er
besta forvörnin
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Nýlega var niðurstaða rannsókn-
ar Rannsóknaseturs Háskóla Ís-
lands á Snæfellsnesi birt á vefsmiðl-
inum Plos one. Rannsóknin sneri
að tengslum milli fjölda hreiðra í
æðarvarpi og veðurfars á Íslandi
með tilliti til yfirstandandi lofts-
lagsbreytinga. Verkefnið hófst árið
2007 og á sterkar rætur á Vestur-
landi, en flest gögn koma þaðan og
af Vestfjörðum. Hægt er að rekja
þróun stofnstærðar síðastliðinna
30 ára eða lengur í 18 æðavörp-
um. Æðarbændur hafa talið hreiðr-
in, sumir kynslóð fram af kynslóð
og alls fengust tölur frá 40 aðil-
um. Mikill breytileiki var milli ára,
æðarvarpa og stofnstærðir og þær
veðurbreytur sem hafa áhrif á hana
voru nokkuð mismunandi. Eru þær
sennilega tengdar samspili veðurs
og landfræðilegum aðstæðum varps
á hverjum stað.
Marktækt samband fannst í
þremur vörpum milli sumarveðurs
og fjölda hreiðra tveimur til þrem-
ur árum seinna og bendir það til
áhrifa veðurs á afkomu unga og þar
með nýliðun. Sum vörp eru byggð
upp af eldri og reyndari kollum
með háar lífslíkur og þar skiptir ný-
liðun ekki jafn miklu máli og þar
sem yngri kollur eru. Í vörpum sem
tiltölulega eru háð nýliðun getur
sumarveður skipt talsverðu máli.
Veðuráhrif á æðarfugl á Íslandi
virðist vera bundin við ýkt ár eins
og frostaveturinn 1918, hafísárið
1969 eða kuldavorið 1979. Lofts-
lagsbreytingar geta því haft áhrif
á æðarstofninn en þau áhrif verða
háð því hvernig veðrið á Íslandi
bregst við áframhaldandi breyt-
ingum. Verði loftslagsbreytingar á
þann veg að vetur á Íslandi verði
umhleypingarsamari en nú, er nei-
kvæðra áhrifa að vænta miðað við
niðurstöður rannsóknarinnar.
Áframhald leiðir til
aukinnar þekkingar
Frá 1977 til 2007 hefur hreiðrum
æðarfugls fjölgað um rúm 44%
eftir upp- og niðursveiflur í þeim
40 vörpum sem tölur er til úr.
„Segja má að verkefnið hafi talið
æðarfugl aftur í tímann. Hins veg-
ar er það markmið okkar að mega
halda áfram þessari gagnasöfnun
og uppfæra stöðuna eftir því sem
árin líða til að gæta að þessari mik-
ilvægu tegund. Atburðir á næstu
árum munu aðeins leiða til þekk-
ingar, sé haldið áfram að fylgjast
með þróun æðarvarps og tengja
svo þær upplýsingar við breyting-
ar á veðurfari og talningar á ung-
um, sem hófust 2007 og talningum
á kynja- og aldurshlutföllum, sem
hófust 2010. Auk þess væri æski-
legt að mæla fæðu æðarfugls sam-
fara þessari talningu á hreiðrum,
sem er okkar besta tæki til að fylgj-
ast með stofnstærð æðarfugls. Í vet-
ur verður kláruð skýrsla á íslensku,
sem verður miðlað til þeirra æðar-
bænda er þátt tóku í verkefninu,“
segir Jón Einar Jónsson forstöðu-
maður Rannsóknaseturs Háskóla
Íslands á Snæfellsnesi.
sko
Aðfararnótt 8. júlí sl. var jeppa stol-
ið fyrir utan heimili Jóseps Magnús-
sonar þar sem hann býr í Kópavogi,
en Jósep er ættaður úr Dölunum.
Jeppinn hans er af gerðinni Nissan
Patrol árgerð 1990 og hafði verið
breytt og hann settur á 38 tommu
dekk. Bíllinn fannst strax kvöldið
eftir mjög illa farinn í Hafnarfirði
en hlutir úr bílnum fundust utan
við Þorlákshöfn. Hafði honum ver-
ið ekið gamla Suðurstrandarveginn
að Þorlákshöfn. Hjólför fundust í
námu á leiðinni og einnig utan veg-
ar og virðist sem eina markmið bíl-
þjófsins eða þjófanna hafi verið að
vinna sem mestar skemmdir. „Bíll-
inn var aðallega skemmdur, en þjóf-
arnir hafa líklega ekki hirt neitt úr
honum. Auk skemmdanna á bílnum
tapaði ég ýmsum hlutum sem voru
í honum en ég tel líklegt að þeim
hafi verið kastað út,“ segir Jósep í
samtali við Skessuhorn. Mikið hef-
ur gengið á því undirstöður undir
bílnum voru skakkar og hásingin
bogin. Þá benda verksummerki til
að þarna hafi aðilar verið á ferð sem
kunna á breyttar jeppabifreiðar.
Jósep var síðast á bílnum á mið-
nætti nóttina áður en bílnum var
stolið. „Það hefur verið stokkið inn
í bílinn nánast strax eftir að ég gekk
inn um dyrnar heima hjá mér. Mér
finnst líklegt að einhver hafi verið
búinn að vera að fylgjast með ferð-
um mínum, sem er mjög undar-
legt því þjófarnir voru ekki á hött-
unum eftir verðmætum, einung-
is að eyðileggja sem mest. Ég er
aftur á móti með felgulás á bíln-
um og því er mögulegt að þjófarn-
ir hafi ekki getað tekið dekkin eins
og þeir ætluðu sér og því skemmt
bílinn bara meira í staðinn,“ segir
Jósep. Hann segir ástæðu til að vara
eigendur svona gamalla bíla við, því
það geti verið auðvelt að stela þeim.
„Engu að síður gekk ég vel frá bíln-
um og athugaði að allar dyr væru
læstar. Mér finnst líklegt að þjóf-
arnir hafi notað einhvern lykil eða
vír til að opna og ræsa bílinn,“ bæt-
ir hann við.
sko/ Ljósm. re.
Lesendur Skessuhornsvefjarins
tóku eftir því í vikunni sem leið að
nýtt útlit tók við þeim þegar vefsíð-
an var opnuð. Undanfarna mánuði
hefur Nepal ehf. í Borgarnesi hann-
að nýtt útlit, en vefurinn er hýstur
þar ásamt fjölda annarra vestlenskra
vefja og annarra. Meðal nýjunga á
vefnum má nefna bætt myndgæði,
boðið er upp á fríar smáauglýsing-
ar, sem birtast einnig í prentútgáfu
Skessuhorns, mest lesnu fréttir vik-
unnar eru listaðar upp ásamt ýmsu
fleiru. mm
„Glænýr broddur og fleira spenn-
andi verður í boði í Miðdal. Á
Reynivöllum verður erindið „Ég er
úr Kjósinni“, þar sem farið verður
yfir vísanir til sveitarinnar í verkum
Halldórs Laxness. Kjósarrétt mun
iða af dýralífi sveitarinnar, Litli-
boli og yrðlingurinn Lúsifer, verða
í félagsskap heimalninga, hesta og
geita (ef þær nást), trjásala verð-
ur að Kiðafelli 3. Hraustar kon-
ur og menn munu keppa í þríþraut
um morguninn sem m.a. felur í sér
að synda í Meðalfellsvatni. Heims-
meistaramótið í heyrúlluskreyting-
um verður á sínum stað, menning-
ar- og fræðsluferðir af ýmsum toga
og margt fleira verður í boði,“ segir
í tilkynningu frá skipuleggjendum
sveitahátíðarinnar Kátt í Kjós sem
verður á laugardaginn. „Að sjálf-
sögðu verður hinn sívinsæli sveita-
markaður í Félagsgarði frá kl. 12-
17, með áherslu á íslenskt hand-
verk, þjóðlega hönnun og krásir úr
Kjósinni. Gott verður að ylja sér við
rjúkandi kaffi og nýbakaðar vöfflur
að hætti kvenfélagskvenna Kjósar-
hrepps. Nánar um dagskrána má
finna á www.kjos.is,“ segir loks í til-
kynningu frá Kjósverjum. mm
Skessuhornsvefurinn
uppfærður
Sveitahátíðin Kátt í Kjós
verður á laugardaginn
Bifreiðin er árgerð 1990 og hafði verið mikið breytt. Hér er hún fyrir þjófnaðinn.
Skemmdaverk unnin á jeppabifreið
Framhásing bílsins er mikið skemmd og líklega hefur bílnum verið ekið í gegnum
eitthvert hlið.
Hlutum úr bílnum hafði verið kastað úr honum á leiðinni að Þorlákshöfn.
Rannsaka áhrif veðurfars á æðarvarp
Æðarfugl hefur verið Íslendingum mjög mikilvæg í gegnum aldirnar og mikilvægt
er að fylgjast vel með stofnstærð hans við Ísland.