Skessuhorn - 17.07.2013, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Hjónin Smári J. Lúðvíksson og
Auður Alexandersdóttir búa í Rifi
og hafa gert síðan 1970. Smári
er fæddur og uppalinn á Hellis-
sandi en Auður er fædd á Hjarð-
arfelli í Miklaholtshreppi og ólst
upp á Stakkhamri frá fjögurra ára
aldri. Árið 1959 giftu þau sig og
upp úr því byggðu þau sér íbúðar-
hús á Hellissandi, en sama ár lauk
Smári trésmíðinámi. Námið stund-
aði hann í Ólafsvík hjá Vigfúsi Vig-
fússyni trésmíðameistara og frá
Iðnskólanum í Reykjavík. Þetta
sama vor lauk Auður námi við Hús-
mæðraskólann á Varmalandi. „Það
ár byrjaði uppbygging Lóranstöðv-
arinnar á Gufuskálum og Smári fór
að vinna þar. Sú uppbygging gaf
sprautu í byggðarlagið,“ segir Auð-
ur en hún vann einnig á Gufuskál-
um. Einnig var mikil uppbygging í
Rifi og á Hellissandi. „Það var að
lifna yfir hérna og útgerðin að hefj-
ast af krafti frá Rifi,“ segir Smári og
við það bætir Auður: „Þegar Gufu-
skálavinnan var búin var nóg að
gera í byggingavinnu hjá Smára.“
Blaðamaður Skessuhorns ræddi
við þau hjón um æðarvarpið í Rifi,
félagsstörf, húsasmíðar og sitthvað
fleira.
Tók þátt í byggingu
margra húsa
Þau hjónin bjuggu á Hellissandi
í rúm tíu ár og eignuðust þar sín
fjögur börn, þau Alexander, Lúðvík,
Örn og Hildigunni. Þau byggðu sér
hús í Rifi og fluttu þangað 1970.
„Hér höfum við búið síðan,“ seg-
ir Auður. Smári vann mikið í bát-
unum í Rifi á þeim tíma. „Þeg-
ar verið var að skipta yfir á netin
þurfti til dæmis að smíða netapall-
ana og margt, margt fleira,“ segir
Smári. Mest voru þetta trébátar á
þeim tíma og sá Smári um viðhald
margra þeirra og vann oft á næt-
urnar eftir að bátarnir komu í land
svo allt gæti verið klárt þegar þeir
færu út á morgnana.
Nokkrum árum eftir að Smári
hóf búskap á Hellissandi fór hann
suður í Meistaraskólann sem tók
einn vetur og áfram hélt uppbygg-
ingin. Um og eftir 1960 fóru fisk-
verkunarhúsin að byggjast upp og
Smári kom að þeim flestum og fólk
var einnig að byggja sér íbúðarhús.
„Aðal byggingatíminn var á þessum
tíma, upp úr því að útgerðin hófst
hér í Rifi,“ segja þau. Smári tók
þátt í byggingu fjölda húsa á Hell-
issandi og í Rifi á árunum 1960-
80. Meðal þeirra eru félagsheim-
ilið Röst, íþróttahúsið og grunn-
skólinn. Smári tók einnig þátt í
byggingu Sjóminjasafnsins á Hell-
issandi. „Ég sá um tréverkið þeg-
ar Þorvaldarbúðin var endurbyggð
hér í Sjómannagarðinum, en áður
stóð hún á bakkanum fyrir ofan
Brekknalendinguna á Hellissandi.
Hún er dæmi um húsakost þann
sem fólk bjó í hér áður fyrr. Einnig
aðstoðaði ég við hleðslu veggja sem
voru gerðir úr torfi og grjóti. Síð-
ar kom ég að byggingu skemmanna
þar sem nú er safn gamalla muna
tengdum sjávarútvegi auk áraskip-
anna Blika og Ólafs sem eru miklir
dýrgripir,“ segir Smári.
Virk í félagslífinu
Árið 1974 var félag stofnað sem
hafði það verkefni að stofna tón-
listarskóla og tók Auður virkan þátt
í því. „Ég var valin fyrsti formað-
ur þessa félags svo það kom í minn
hlut ásamt öðrum að koma þessu
áfram. Það tókst að ráða kennara
og fyrsta veturinn var kennt í hús-
næði grunnskólans eftir að kennslu
lauk á daginn, sem var ómögulegt.
Þá var ráðist í að byggja stofu fyrir
tónlistaskólann áfasta við skólahús-
ið. Það var mjög gaman að standa í
þessu en þetta var heilmikið verk.
Lionsklúbbur Nesþinga vann öt-
ullega að þessu með okkur,“ segir
Auður. 1984 var Smári ráðinn um-
sjónarmaður skólamannvirkja sem
voru grunnskólinn og íþróttahús-
ið. „Þá kom ég á fót Náttúrufræði-
stofu Neshrepps sem staðsett er í
húsi grunnskólans þar sem búið er
að safna uppstoppuðum fuglum af
svæðinu og fleiru. Það eru komnir á
milli 60 og 70 fuglar í safnið,“ segir
Smári. Hann er einn af stofnfélög-
um í Lionsklúbbi Nesþinga árið
1970 og Auður í Lionsklúbbnum
Þernunni sem stofnaður var 1990.
Auður er einnig stofnfélagi í Slysa-
varnarfélaginu Helgu Bárðardóttur
og hefur verið virk í félaginu síðast-
liðin 47 ár. Hún var ásamt nokkr-
um öðrum stofnendum gerð að
heiðursfélaga á aðalfundi félagsins
nýverið. Á síðasta sjómannadag var
Smári loks heiðraður af sjómanna-
dagsráði Hellissands og Rifs.
Störf við
Ingjaldshólskirkju
Þau Smári og Auður hafa lengi
sinnt félagsstörfum við Ingjalds-
hólskirkju en þau hafa bæði sungið
í kirkjukórnum og er þetta fimm-
tugasta ár Auðar sem kórfélaga.
„Ég byrjaði fljótlega eftir að ég kom
hingað og Smári byrjaði svo í kórn-
um um 1980. Þetta er búið að vera
mjög gefandi og ég hefði ekki vilj-
að verða af því,“ segir Auður. Smári
var í sóknarnefnd kirkjunnar í 26 ár
og þar af formaður í 18 ár. Nokkuð
lengi hafði verið rætt um að byggja
safnaðarheimili við kirkjuna og var
hafist handa árið 1993 og heim-
ilið vígt 1997. Magnús H Ólafs-
son var arkitekt og Smári bygg-
ingarmeistari. Ingjaldshólskirkja er
elsta steinsteypta kirkja í heimin-
um, samkvæmt heimildum, en hún
var byggð árið 1903. „Þarna var al-
gert aðstöðuleysi, það var ekki einu
sinni vatn á svæðinu. Við fórum því
út í það að bæta aðstöðuna mið-
að við nútímaþarfir. Það var mjög
mikil stemning við byggingu safn-
aðarheimilisins. Bæði heimafólk og
brottfluttir lögðu verkefninu mikið
lið,“ segir Smári. Meðan hann var
formaður sóknarnefndar aðstoð-
aði Auður við bókhald og hirðingu
kirkjunnar.
Drógu grjót út á ísinn
„Í Rifi er mikið fuglalíf og kríu-
varpið þar löngum talið eitt stærsta
varp á landinu. Fjöldi annarra fugla
hefur þrifist í skjóli hennar, en því
miður hefur hún átt erfitt uppdrátt-
ar að undanförnu vegna fæðuskorts.
Meðal annarra fugla var mikið af
æðarfugli hér um kring og vegna
alls þessa fuglalífs fá menn ýms-
ar hugmyndir,“ segja þau. Haust-
ið 1971 hóf Smári ásamt Sævari
Friðþjófssyni tilraun við að koma
upp æðarvarpi í tjörninni fyrir neð-
an húsin þeirra í Rifi. Hefur sú til-
raun sannarlega tekist vel, er nú eitt
af fáum nýjum vörpum á Íslandi.
„Þegar ís lagði yfir byrjuðum við að
draga grjót út í tjörnina. Þá var ný-
búið að grafa fyrir holræsi hér und-
ir brekkunni og við fengum að nýta
grjótið sem upp kom. Á hverjum
vetri var bætt við grjóti og möl þar
til hólminn var orðinn 120 fermetr-
ar árið 1987. Strákarnir mínir voru
mjög duglegir að aðstoða mig þegar
þeir komu heim í skólafríum á vet-
urna við að draga grjótið með Land
Rover jeppa sem ég átti. Einnig
fluttum við mikið þang út í hólm-
ann til að búa til hreiðurstæði fyrir
æðarkollurnar,“ segir Smári. Strax
árið 1972 kom fyrsta kollan með
sitt fyrsta hreiður en þá var hólm-
inn aðeins 15 fermetrar að lengd.
Næsta ár voru þau þrjú, svo sjö og
fimmtán árið 1975. Árið 1990 var
tangi sem skagaði út í tjörnina graf-
in frá landi og gerður að hólma. Þar
sköpuðust um 600 fermetrar fyr-
ir varpið. Árið 2007 voru hreiðr-
in 620 talsins og er það mesti fjöldi
sem verið hefur til þessa, en þá ár-
aði mjög vel í varpinu sem þá var
orðið mjög þétt setið. „Aðstæð-
ur eru ekki alltaf jafn góðar og nú
í vor voru aðstæður ekki góðar en
það var mjög rigningarsamt og
svo heimsótti minkur varpið oft-
ar en einu sinni. Í svona þéttu varpi
gerir hann venjulega mjög mikinn
skaða,“ segir Smári.
Hann hefur alla tíð haldið tölu
yfir fjölda hreiðra og frá 1993 hef-
ur hann snarað kollur á hreiðrum,
merkt þær og skráð endurheimtur.
Nú er hann búinn að merkja um 850
kollur og sendir árlega skýrslur um
merkingar til Náttúrufræðistofnun-
ar Íslands. Í vor snaraði Smári æð-
arkollu sem hann hafði merkt fyrst
árið 1993 þegar hann hóf merking-
arnar. Æðarkollur verða kynþroska
tveggja til þriggja ára og því er sú
kolla 22 ára gömul hið minnsta.
Undanfarin fjögur ár hefur Há-
Dagurinn dugar ekki fyrir allt sem við viljum koma í verk
Rætt við Smára J. Lúðvíksson og Auði Alexandersdóttur í Rifi
Auður Alexandersdóttir og Smári Lúðvíksson.
Hér eru Auður og Smári með börnum sínum, Hildigunni, Alexander, Lúðvík og Erni.
Smári og Auður eiga stóra fjölskyldu.