Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 19
19MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Í júní hófu ábúendur á bænum
Ytri-Fagradal á Skarðsströnd í
Dölum býflugnarækt. Þetta mun
vera í fyrsta skipti sem ræktun bý-
flugna fer fram á Skarðsströndinni
en fjögur ný býbú er einnig að finna
í Dölum, nánar tiltekið á Skóg-
arströnd á bæjunum Breiðabóls-
stað, Vörðufelli og Innra-Leiti. Að
sögn Höllu Sigríðar Steinólfsdótt-
ur bónda í Ytri Fagradal hófst rækt-
unin 28. júní sl. og er stærð búsins
ein kúpa. „Ég er að byrja ræktunina
frá grunni og er markmið þessa árs
að ná henni upp svo að segja. Búið
geymi ég í garðinum og síðan fylg-
ist ég grannt með ástandi þess, ann-
að þarf ekki að gera, flugurnar sjá
um að sækja hunang í blómin allt í
kring og þá fylgir með frjókorn af
blómunum sem er nýtt sem fóð-
ur fyrir ungviðið. Ég kíki í búið
sirka einu sinni í viku, kanna hvort
þar sé nægjanlegt fóður (frjókorn),
hvort drottningin, sem við höfum
nefnt Mímlu, sé að verpa og hvað
mikið er af ungviði. Þá athuga ég
hvort það þurfi að bæta við kassa
með römmum sem flugurnar síðan
byggja upp af hólfum fyrir drottn-
inguna til að verpa í. Síðan þarf að
passa hreinleika í umhverfi búsins.
Flugurnar eru nefnilega viðkvæmar
fyrir umhverfi sínu – eitur er því al-
gjört eitur í mínum beinum.“
Búið er innflutt segir Halla og
þurfa allir þeir sem vilja hefja rækt-
un að ljúka námskeiði í býflugna-
ræktun hjá Býflugnaræktenda-
félagi Íslands. „Það eru mörg at-
riði sem þarf að hafa í huga þeg-
ar farið er út í ræktun sem þessa og
leggur félagið áherslu á þau séu á
hreinu hjá væntanlegum ræktend-
um áður en þeir hefjast handa. Það
er Egill Rafn Sigurgeirsson, for-
maður félagsins, sem hefur haft
umsjón með námskeiðinu en hann
er brautryðjandi á sviði býflugna-
ræktar á Íslandi og flutti fyrsta búið
hingað til lands árið 1998. Ég tók
einmitt námskeiðið í vetur hjá fé-
laginu.“
Kúnst að umgangast
flugurnar
Halla stefnir á að stækka búið með
tíð og tíma en að meðalbú ætti að
geta gefa af sér 15 – 20 kg af hun-
angi á ári. Hún býst við að fram-
leiðsla ársins verði 5 – 10 kg. „Þetta
er spennandi verkefni að takast á
við og er í anda þeirrar stefnu sem
er við lýði hér í Fagradal sem er líf-
ræn ræktun,“ en á bænum er einn-
ig lífræn sauðfjárrækt. „Það er auð-
vitað viss kúnst að umgangast flug-
urnar. Þær geta sem dæmi orðið
nokkuð æstar við inngrip í búið sitt,
t.d. þegar kíkt er í það. Þá klæðist
ég sérstökum hvítum býflugnagalla
og úða reyk sem róar flugurnar. Það
er gaman að segja frá því að ástæð-
an fyrir því að búningurinn er hvít-
ur er sá að flugurnar eru hræddar
við dökkan lit þar sem hann minnir
um of á skógarbjörn. Þetta er með-
al þeirra atriða sem þarf að hafa í
huga en það eina sem flugurnar ótt-
ast eru skógarbirnir og skógareldur,
því er flugnabúningurinn hvítur og
notaður er reykur til að stilla þær.“
Mikill áhugi
Vegur býflugnaræktar hefur aukist
á Íslandi síðan fyrsta búið var sett
á legg fyrir fimmtán árum og fer
ræktun nú fram á 86 stöðum á land-
inu, þar á meðal á nokkrum stöðum
á Vesturlandi. Árið 2010 var ræktað
á tuttugu stöðum þannig að fjölg-
unin er töluverð. Nokkur áhugi
hefur verið sýndur þessari nýj-
ung í Dölunum og fékk Halla sem
dæmi óvænta heimsókn frá einum
ferðalangi fyrir skemmstu. „Mað-
ur einn frá Berlín í Þýskalandi sem
var á ferðlagi hér um Dalina fékk
veður af því í Upplýsingamiðstöð-
inni í Búðardal að hér væri byrjuð
ræktun. Hann vildi endilega koma
hingað og sjá með eigin augum að
það væri ræktun á Íslandi. Kom á
daginn að hann var þaulvanur bý-
flugnaræktandi að áhugamáli og
stæði að ræktun sem gæfi um 160
kg. af hunangi á ári. Hann gaf mér
mörg góð ráð sem eiga klárlega eft-
ir að nýtast.“
Hægt er að fræðast meira um bý-
flugnarækt á Íslandi á vefnum by-
flugur.is hlh
Raftónlistarhátíðin Extreme chill
festival - Undir jökli var haldin á
Hellissandi um síðastliðna helgi.
Þetta er í fjórða árið í röð sem há-
tíðin er haldin en upphafsmenn
hennar eru þeir Pan Thorarensen,
Óskar Thorarensen og Andri Már
Arnlaugsson. Þetta sumarið komu
22 hljómsveitir og tónlistarmenn
fram auk tveggja myndbandalista-
manna sem vörpuðu myndbönd-
um á sviðið alla hátíðina til að
skapa sérstakt andrúmsloft. Stofn-
að var til hátíðarinnar með það í
huga að skapa vettvang fyrir ís-
lenska raftónlistarmenn til flytja
tónlist sína í fallegu umhverfi.
Á laugardeginum var dagskráin
úti við og skapaði það skemmti-
lega stemningu fyrir áhorfend-
ur. „Hátíðin gekk vonum framar.
Ég er sérstaklega ánægður með að
hangið hafi að mestu þurrt,“ seg-
ir Andri Már Arnlaugsson í sam-
tali við Skessuhorn. Mikilli rign-
ingu hafði verið spáð um helgina
en í kringum 300 manns mættu á
hátíðina en hún fór fram í og við
félagsheimilið Röst.
sko
Tónlistarhátíð haldin á Hellissandi
Hér er hljómsveitin Samaris á sviði í Röst.
Ljósm. Ernir Eyjólfsson.
Vel var mætt á hátíðina þrátt fyrir að spáð hefði verið
rigningu og gamla tjaldstæðið á Hellissandi var þéttsetið.
Ljósm. þa.
Rammi sem býflugurnar byggja upp
hólf í fyrir drottninguna Mímlu til að
verpa í.
Ljósm. Guðmundur R. Guðmunds.
Býflugnarækt hafin í Ytri-Fagradal
Halla Sigríður Steinólfsdóttir og Guðmundur Kristján Gíslason, ábúendur á Ytri-
Fagradal, eftir fyrstu skoðun í búið.
Býflugurnar í Ytri-Fagradal.
skólasetur Snæfellsness í Stykkis-
hólmi undir forustu Jóns Einars
Jónsonar forstöðumanns þess stað-
ið að rannsóknum á varpinu og nýtt
sér þær upplýsingar sem Smári hef-
ur skráð. Meðal annars hefur Þórð-
ur Kristjánsson doktorsnemi, sem
er undir handleiðslu Jóns Einars,
komið á vorin í fjögur ár og gert
sínar rannsóknir. Smári segist mjög
glaður með að þessar merkingar og
skráningar hans skuli geta komið að
notum í rannsóknarskyni.
Heimildamyndir
af byggð
Smári hefur lengi haft áhuga á að
teikna og hefur teiknað upp mynd-
ir af Ólafsvík annars vegar þar sem
hann studdist við heimildir frá 1953
og Hellissandi hins vegar eftir heim-
ildum frá fyrri hluta síðustu aldar.
Á teikningunum eru nöfn húsa og
fleiri upplýsingar. „Ég vann þess-
ar myndir eftir ljósmyndum, minni
og kortum og fór í mikla heim-
ildavinnu í að finna nöfnin á hús-
unum í Ólafsvík en ég mundi eftir
flestum húsanöfnum á Hellissandi.
Þessu hefur verið mjög vel tekið
og eru góðar heimildir um byggð
á þessum tíma. Þær verða því enn
dýrmætari þegar fram líða stund-
ir,“ segir Smári. Ein fyrirmyndin
af Ólafsvík er frá árinu 1953 þeg-
ar Smári var 15 ára. „Þá var ég að
vinna hjá Hróa í Ólafsvík við síld-
arsöltun. Ég átti myndavél og tók
myndir af höfninni og upp á pláss-
ið.“ Einnig hefur Smári gert teikn-
ingar af Krossavíkurhöfn, Brekkna-
og Sandalendingu sem komnar eru
á skilti á þessum tilteknu stöðum.
Smári hefur einnig hannað minn-
ingareit sem Lionsklúbbur Nes-
þinga var frumkvöðull að um týnda
og drukknaða sjómenn sem stað-
sett er í kirkjugarðinum á Ingjalds-
hóli. Hann útbjó einnig minnis-
varða um níu manna áhöfn bátsins
Frosta sem fórst í Keflavíkurlend-
ingu 1909. Frumkvöðull að þessu
framtaki var Guðlaug Karvelsdóttir
ættuð frá Hellissandi. „Þá náði ég í
stóran stein úr Keflavíkurlendingu
þar sem báturinn fórst. Hann var
fluttur í kirkjugarðinn og skjöld-
ur settur á steininn með nöfnum
þeirra sem fórust,“ segir Smári.
Eftir að hann hætti í safnaðarstjór-
ninni teiknaði hann upp kirkju-
garðinn og er hann nú kominn á
vefinn kirkjugardur.is. Þau hjón-
in eru mikið fyrir að gróðursetja
og sést það vel í garðinum við hús-
ið þeirra. „Við erum svo með sum-
arbústað á milli Hellissands og Rifs
og þar höfum við ræktað mjög mik-
ið. Þar voru bara ber holt áður,“
segir Auður. Sumarbústaðurinn
hafði ekki verið nýttur í áratug þeg-
ar Smári og Auður keyptu hann og
lagfærðu. Nú leigja þau bústaðinn
fast yfir sumartímann til félagasam-
taka.
Rær á hverju sumri
Þegar Smári var unglingur var
hann að vinna við beitningar og
fór vertíðar á síld. Hafði hann allt-
af dreymt um að eignast bát. Árið
1971 keyptu þau hjónin litla trillu
sem var 1,5 tonn. „Elstu strákarnir
okkar byrjuðu fljótlega að skreppa
með pabba sínum á sjó og síð-
ar einir,“ segir Auður. Árið 1979
keyptu þau stærri bát en sá var einn
af happdrættisbátum DAS og hét
upphaflega Súlutindur. „Synir okk-
ar réru á bátunum og dóttir okkar
var liðtæk líka ef á þurfti að halda.
Þegar þau byrjuðu í menntaskóla
var þetta þeirra sumarvinna,“ seg-
ir Auður og við það bætir Smári:
„Þeir vildu frekar róa á sumrin en
að vera með pabba í smíðunum.“
Árið 1994 keyptu þau nýjan Sóma
800 og eiga hann enn í dag. Lúð-
vík sonur þeirra er skipstjóri á bátn-
um. Árið 2010 stofnuðu þau hluta-
félagið Rifshólma ehf. utan um út-
gerðina og eru börn þeirra meðeig-
endur. „Það er í mörg horn að líta
að reka útgerð ég hef séð um bók-
haldið og Smári um ýmsa snún-
ingana í landi í kringum útgerð-
ina,“ segir Auður. Smári hefur
einnig farið einn og einn róður á
hverju sumri. „Það tala margir um
að lítið sé um að vera hjá fólki sem
hættir föstu starfi. Áður vann ég í
tíu ár hjá Landsbankanum en síðan
í 15 ár við skrifstofustörf hjá Vél-
smiðju Árna Jóns en hjá okkur end-
ist dagurinn ekki fyrir allt sem við
viljum koma í verk,“ segir Auður að
endingu.
sko
Æðavarpið fyrir neðan hús þeirra Smára og Auðar.
Smári og Lúðvík við Kára II.