Skessuhorn - 17.07.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
www.skessuhorn.is
Á þriðja þúsund síður af efni á ári – um 160.000 fréttir, tilkynningar, greinar og annað efni af Vesturlandi
Þetta allt færðu í Skessuhorni – hvergi annars staðar
Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi?
Áskriftarsíminn er 433-5500 og á heimasiðunni: www.skessuhorn.is
„Hmstc Endeavour,“ sem er segl-
skúta í eigu breska hersins, hafði
viðkomu á Akranesi á nýverið.
Þetta er stór skúta, 67 fet að lengd
eða rúmir 20 metrar, og á heima-
höfn í Gosport á Suður-Englandi.
Um borð var fjórtán manna áhöfn
skipuð ungu fólki úr breska hern-
um. Til Akraness kom skútan frá
Reykjavík þar sem öll áhöfnin kom
um borð en frá Akranesi hélt skút-
an til Grindavíkur en áhöfnin ætl-
aði að bregða sér í Bláa lónið. Tvær
konur voru í áhöfn skútunnar en öll
áhöfnin er á þrítugsaldri utan tveir
yfirmenn, skipstjórinn rúmlega
fimmtugur og stýrimaður rúm-
lega fertugur. Báðir eru þeir líka
í breska hernum. Frá Grindavík á
svo að halda hring um Ísland með
viðkomu í Grímsey en hringferðin
endar svo í Reykjavík.
Þjálfunar- og
skemmtiferð
Andy Fernie, skipstjóri í þessari
ferð, er reyndur sjómaður, 56 ára
gamall. Hann segir skútuna áður
hafa verið í hringferðum rangsæl-
is um hnöttinn með ferðamenn.
„Það voru nokkrar svona skútur
smíðaðar og voru sérstaklega hann-
aðar í þessar hringferðir. Árlega
var svo keppni milli þeirra í þess-
um siglingum.“ Andy Fernie seg-
ir svo breska herinn hafa eignast
þrjár af þessum bátum fyrir tveim-
ur árum og síðan hafi þeir siglt
með ungt fólk úr hernum. „Eft-
ir hálfan mánuð kemur svo önnur
áhöfn um borð í Reykjavík og fer
í sams konar ferð umhverfis landið
en þrjár þannig ferðir verða í sum-
ar en í síðustu ferðinni í júlí verð-
ur siglt til Grænlands og farið upp
með austurströndinni. Síðan sigl-
ir skútan heim til Bretlands með
viðkomu í Færeyjum.“ Andy Fer-
nie segir að þessar ferðir séu hluti
af skylduþjálfun hermannanna en
einnig skemmtun. „Þetta er nokk-
uð hörð þjálfun og með ferðunum
er verið að venja unga hermenn við
að búa við gjörólíkar aðstæður við
þær sem þeir þekkja. Í leiðinni fái
fólkið tækifæri til að kynnast fjar-
lægri þjóð og skoða landið, sem all-
ir væru mjög spenntir fyrir. „Við
byrjuðum á að skoða okkur um hér
á Akranesi og hér er margt athygl-
isvert að sjá og þetta er snyrtileg-
ur bær. Ferðin hefur gengið vel
og fólkið er vinalegt.“ Einn ungu
mannanna um borð tók svo sérstak-
lega fram að mikið væri af fallegum
stelpum á Akranesi.
Vel búið skip
Skipstjórinn bauð í skoðunarferð
um bátinn. Fremst eru seglin og
áhöld geymd. Allt er í röð og reglu
eins og venja er í hernum. Tvö
baðhergi með handsturtu og fjór-
ir svefnklefar eru með þremur koj-
um hver. Þetta eru nokkurs kon-
ar hengirúm en slár eru þó beggja
vegna. „Þetta er mjög góð hönn-
un ef veðrið er slæmt og maður
verður sjóveikur“, segir Andy. Þar
næst er stjórnpallurinn með öllum
siglingatækjum með fullkomnum
tölvubúnaði og plotter. Neðst og
aftast er eldhús og borðkrókur og
var áhöfnin í þann mund að borða
hádegismatinn þegar blaðamaður
kom um borð. Í vélarrúminu er svo
500 hestafla díselvél sem fyrst og
fremst er notuð í höfnum og ef byr
er ekki nægur.
hb
Skúta frá breska hernum hafði viðkomu á Akranesi
Andy Fernie skipstjóri á bresku skútunni við plotterinn og tölvuna í stjórnklefanum.
Við hádegisverðarborðið. F.v: James Lambden, Guy Baker og Mark Lorriman-
Hughes.
Emma Jones er önnur tveggja kvenna um borð.
Hin konan um borð; Georgina Nightingall teygir sig eftir mat. Við borðið sitja f.v:
Guy Baker sem einnig er skipstjóri og Mark Lorriman-Hughes.
Ian (Jim) Hawkins og Andy Fernie skipstjóri
Endeavour við flotbryggju í Akraneshöfn
Robert Gait. Skipverjar reyndu að veiða sér í soðið og sögðust hafa fengið einn
smá ufsa og herfilega ljótan fisk sem samkvæmt lýsingu var marhnútur. Þeir
sögðust hins vegar hafa séð krakka vera að veiða makríl við Sementsbryggjuna
kvöldið áður og voru spenntir fyrir að ná honum.