Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Side 2

Skessuhorn - 02.10.2013, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Minna má á hinn árlega viðburð Sauða- messu sem verður í Skallagrímsgarði í Borgarnesi nk. laugardag. Messan hefst kl. 13:30 með rekstri á lausafé frá lóð Brákarhlíðar. Hátíðardagskrá hafst síðan klukkan 14 í Skallagrímsgarði. Þar verður meðal skemmtiatriða, Mögu- leikhúsið, lærakappát, ræður, keppa- kapp, sparðatíningur og frumlegar fjár- húfur. Hvanndalsbræður ramma svo inn daginn á reiðhallarballi. Næstu dagana er spáð frekar svölu veðri, einkum á norðurhluta lands- ins. Norðan strekkingur verður fram á laugardag, með slyddu og síðan snjó- komu fyrir norðan á föstudag, en yfir- leitt þurru syðra. Á sunnudag er spáð austlægri átt og rigningu eða slyddu. Hiti 1 til 6 stig, en kringum frostmark í innsveitum fyrir norðan. Á mánudag er útlit fyrir austan- og norðaustanátt með rigningu, stöku éljum fyrir norðan en þurru sunnan til á landinu. Hiti 0 til 8 stig, kaldast fyrir norðan. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hvaða ráðherra finnst þér lofa bestu?“ Í svörunum má lesa að fram- sóknarráðherrarnir þykja heldur efni- legri en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins. Þannig fékk Sigmundur Davíð 24,29%, Eygló Harðardóttir 14%, Sigurður Ingi Jóhannsson 10,72%, en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra skar sig reyndar úr í þessari könnun með ein- ungis 2,63%. Hjá Sjálfstæðisflokknum voru Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir hnífjöfn með sín hvor 12,91 prósentin. Kristján Þór Júlí- usson kom næstur með 9,63%, Illugi Gunnarsson 7,44% og Ragnheiður Elín Árnadóttir 5,47%. Í þessari viku er spurt: Hvernig líst þér á fjárlögin? Geiri bakari í Borgarnesi er sauðfjár- bóndi vikunnar að mati Skessuhorns og Vestlendingur vikunnar einnig. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Leiðrétting Í frétt um fyrirhugað metan- gasver í Hvalfjarðarsveit í síð- asta Skessuhorni var ranglega sagt að tekið yrði á móti óflokk- uðu sorpi frá nágrannasveitar- félögum til versins. Þar átti að standa, að gert væri ráð fyr- ir móttöku á flokkuðu lífrænu sorpi frá heimilum og fyrirtækj- um í nágrannabyggðarlögum. Leiðréttist þetta hér með. –þá Innbrotsþjófar náðust á flótta LBD: Þrír íslenskir karlmenn, á fertugs- og fimmtugsaldri, voru handteknir í Norðurárdal að- fararnótt sunnudags grunaðir um innbrot í heilsugæsluna og apótekið í Búðardal. Lögregl- an var ræst út eftir að öryggis- kerfi fór í gang í apótekinu. Við yfirheyrslur játuðu mennirn- ir að hafa brotist inn í Búðardal til að reyna að ná í lyf. Töldu þeir víst að ekki væri innbrots- kerfi í apóteki svona langt út í sveit, en þar misreiknuðu þeir sig hraplega. Á flóttanum hentu þeir út úr bílnum þeim lyfjum sem þeir töldu að þeim yrði ekki gott af. Rekja mátti því leiðina yfir Bröttubrekku og þegar nið- ur í Norðurárdalinn kom töldu þeir best að fara af þjóðveginum og fela sig á næsta afleggjara. En langur armur laganna hafði samt uppi á þeim og voru þeir færðir á lögreglustöðina í Borg- arnesi til yfirheyrslu. Við leit í bifreið þeirra fannst töluvert magn margskonar lyfja sem og öðrum varningi sem þeir höfðu stolið fyrir vestan. Mennirnir eiga allir töluverðan brotaferil að baki, aðallega á höfuðborg- arsvæðinu. –þá Hvalfjarðarsveit úr leik í Útsvari RUV: Lið Hvalfjarðarsveitar tapaði fyrir liði Seltjarnarness í spennandi viðureign í Útsvari síðastliðinn föstudag. Lokatöl- ur voru 52 – 48. Viðureignin var skemmtileg og keppnin nokkuð jöfn frá upphafi til enda. Sel- tjarnarnes hafði þó betur í stóru spurningunum í lokin og er lið Hvalfjarðarsveitar því úr leik að sinni. Lið Hvalfjarðarsveitar var í fyrsta sinn með í Útsvari í ár og var skipað þeim Sævari Ara Finnbogasyni, Ástu Marý Stef- ánsdóttur og Sævari Inga Jóns- syni. –grþ Landnámssetrið í Borgarnesi • Brákarbraut 13 – 15 • 310 Borgarnes • www.landnam.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Verð kr. 2.500,00 Hópar 10+ & eldri borgarar kr. 2.000,00 Hægt að panta sýningartíma fyrir hópa eftir hentugleikum. Miðapantanir í síma 437 1600 eða á landnam@landnam.is Ómar æskunnar - Ómar öðruvísi Sögur af sérstæðu fólki Næstu sýningar: Laugardagur 5. október kl. 18:00 Ath. breyttan sýningartíma - örfá sæti laus Laugardagur 12. október kl. 20:00 Sunnudagur 13. október kl. 16:00 Laugardagur 2. nóvember kl. 20:00 Föstudagur 8. nóvember kl. 20:00 Farið verður í framkvæmdir við Stykkishólmshöfn á næstunni. Til stendur að stækka Baldursbryggj- una við Súgindisey um 12 metra. Mikið af efninu sem til þarf við framkvæmdina er komið í Stykk- ishólm. Einnig verður flotbryggj- um framan við húsnæði Sæferða skipt út en þær eru orðnar gaml- ar og fúnar og því farnar að síga í sjó. sko Fiskistofa birti nýja arðskrá fyr- ir Veiðifélag Þverár í Borgarfirði í Starfsmenn Trésmiðju Akraness vinna nú að því að ljúka verkefn- um sem voru í gangi þegar verk- stæði fyrirtækisins við Smiðjuvelli á Akranesi brann til grunna að kvöldi 18. september síðastliðins. Til þess hafa þeir fengið inni á verkstæði hjá annarri trésmiðju á Akranesi. Ekk- ert liggur enn fyrir um niðurstöðu tjónabóta og er framtíð Trésmiðju Akraness því í óvissu. „Við höfðum lokið við að smíða og setja upp tvær innréttingar. Til að ljúka frágangi á þessum verk- um höfum við fengið inni á tré- smíðaverkstæði Akurs hér á Akra- nesi. Þar hafa tveir af okkur þremur sem störfuðum á verkstæðinu sem brann unnið við að klára þessi verk. Sjálfur hef ég verið á þönum við að útvega allt sem vantar svo rekst- urinn geti haldið áfram. Öll okk- ar verkfæri og tæki brunnu auðvi- tað. Það er ekki einu sinni til skrúf- járn. Sama er að segja um öll skrif- stofugögn, reikninga og þess háttar. Það er mikil vinna að ná þessu sam- an,“ segir Kristján Einarsson fram- kvæmdastjóri og eigandi Trésmiðju Akraness. Hann segir að engin ákvörðun hafi verið tekin enn um framtíð Trésmiðju Akraness. Engin niðurstaða liggur fyrir í trygging- armálum fyrirtækisins. mþh Ný arðskrá fyrir Veiði- félag Þverár tekur gildi Stjórnartíðindum 3. september síð- astliðinn. Nýja skráin er byggð á úr- skurði matsnefndar um lax- og sil- ungsveiði frá því í ágúst en nefnd- in hefur unnið að gerð nýs mats undanfarin tvö ár, en hún leysir af arðskrá sem gefin var út 2002. Nokkrar breytingar urðu á arð- skránni og stækkar hlutdeild nokk- urra jarða meðan aðrar minnka að sama skapi. Þar sem m.a. veiði ræð- ur um hvernig arðurinn skiptist jókst hlutdeild Kaðalsstaðajarðar- innar verulega enda hafa veiðistaðir í landi jarðarinnar verið afar gjöful- ir á síðustu árum. Sem fyrr á Gils- bakki langstærstan hlut af arði ár- innar, eða 21,16%, og hækkar lít- illega frá fyrra mati. Bæði er jörðin landstór og einnig ræður miklu að fyrir landi hennar eru í senn gjöf- ulir veiðistaðir og uppeldisstöðv- ar seiða. mm Á veiðum við Selstrengi í Kjarará, efsta hluta Þverár. Ljósm. mm. Framkvæmdir við Stykkishólmshöfn Baldursbryggjan verður lengd um 12 metra. Slökkviliðsmenn glímdu við mikinn eld þegar Trésmiðja Akraness brann til kaldra kola 18. september síðastliðinn. Óljóst með framtíð Trésmiðju Akraness Trésmiðja Akraness hefur verið þekkt fyrir að smíða vandaðar innréttingar. Hér er ein þeirra sem ber meisturum sínum fagurt vitni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.