Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Page 6

Skessuhorn - 02.10.2013, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Hestamenn blása til árshátíðar VESTURLAND: Innan raða hestamanna á Vesturlandi hef- ur sprottið sjálfskipuð undir- búningsnefnd fyrir eins konar árshátíð hestamanna í haust. Í tilkynningu segir að eft- ir vel heppnað Fjórðungsmót á Vesturlandi í sumar kvikn- aði sú hugmynd að hesta- menn á svæðinu kæmu sam- an og skemmtu sér. Niður- staðan varð að fara saman á jólahlaðborð á Hótel Stykk- ishólmi 30. nóvember nk. og yrði það árshátíð þeirra í leið- inni. Meðal annars er ætlun- in að veita viðurkenningar á hátíðinni fyrir árangurinn á þessu ári. Um þessar mund- ir er seldir miðar á gleðina og lýkur miðasölu 10. október nk. Miðapantanir eru í síma 430 2100 þar sem gefnar eru nánari upplýsingar en einnig með tölvupósti hotelstykkis- holmur(Q)hringhotels.is Taka þarf fram að pantað sé á hátíð hestamanna, þannig að verð- afsláttur komi fram í bókun. Einnig er mikilvægt að panta sem fyrst þar sem hestamenn ganga fyrir gistingu fram að 10. okt. segir í tilkynningunni. –þá Lömb og geitur á vegi LBD: Tilkynnt var um fimm lömb sem ekið hafði verið á víðsvegar í umdæmi lögregl- unnar í Borgarfirði og Dölum í liðinni viku. Þá var tilkynnt um lausagöngu geita á veg- svæði vestur á Mýrum en þeim var forðað af veginum í tæka tíð. Eitt umferðaróhapp varð í umdæminu í vikunni. Þar lenti bíll útaf vegi í Svínadal í Hval- fjarðarsveit. Ekki urðu meiðsli á fólki og bíllinn ökufær eft- ir að hann náðist aftur upp á veginn. –þá Forstjóri Land- spítalans hættir RVK: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra féllst í lið- inni viku á ósk Björns Zoëga um að láta af störfum sem for- stjóri Landspítalans. Ráðherra setti svo strax á mánudaginn Pál Matthíasson í embætti for- stjóra spítalans í stað Björns. Páll hefur starfað á Landspít- alanum síðastliðin sjö ár og frá árinu 2009 sem framkvæmda- stjóri geðsviðs sjúkrahússins með setu í framkvæmdastjórn spítalans og einn af staðgengl- um forstjóra. –mm Slökkviliðsstjóri hættir STYKKISHÓLMUR: Á fundi bæjarstjórnar Stykkis- hólms 26. september sl. var greint frá því að Þorbergur Bæringsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Stykkishólms og nágrennis muni láta af störfum á næstunni sökum aldurs. Þor- bergur hefur verið slökkviliðs- stjóri í um þrjá áratugi. Sam- þykkt var á fundinum að aug- lýsa starf slökkviliðsstjóra laust til umsóknar. –sko Mikill munur á menntun eftir svæðum LANDIÐ: Samkvæmt niður- stöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands er mikill mun- ur á menntun íbúa höfuðborgar- svæðisins og landsbyggðarinnar, en könnunin náði til fólks á ald- ursbilinu 25-64 ára. Á höfuðborg- arsvæðinu hafa 24,2% íbúa ein- göngu lokið grunnmenntun en 40,9% hafa lokið háskólamennt- un. Utan höfuðborgarsvæðis- ins hafa 37,8% íbúa aðeins lok- ið grunnmenntun og 24,7% lokið háskólamenntun. Tæplega 30% þjóðarinnar á umræddu aldursbili var aðeins með grunnmenntun árið 2012. Þá höfðu 47.100 manns eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhalds- skólastigi. Það eru 29,3% íbúa og hefur fækkað úr 34,6% árið 2003. Alls hafa 35,8% íbúa mest lok- ið starfs- og framhaldsmenntun, þ.e. lokið námi á framhaldsskóla- stigi sem er a.m.k. tvö ár að lengd eða lokið námi á viðbótarstigi, eða 57.600 manns. Þá hafa 56.300 manns lokið háskólanámi, eða 35,0% íbúa á Íslandi á þessu ald- ursbili. Háskólamenntuðum hef- ur fjölgað nokkuð frá árinu 2003, þegar þeir voru 27,7% íbúa. –þá Gjaldþrotum fækkaði LANDIÐ: Í ágústmánuði voru 139 einkahlutafélög nýskráð hér á landi, en flest þeirra eru í fjár- mála- og vátryggingastarfsemi. Í ágúst 2012 voru 122 félög nýskráð. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru 1.308 félög nýskráð sem er aukn- ing um 10,8% frá sama tímabili 2012. Þetta kemur fram á vef Hag- stofu Ísland. Tíu fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í ágúst en fyrstu átta mánuði ársins urðu 592 gjaldþrota. Það er fækkun um rúm 11% frá sama tímabili í fyrra. Á því tímabili hafa flest gjaldþrot verið í heild- og smásöluverslun og við- gerðum á vélknúnum ökutækjum. –sko Vinna er nú hafin á vegum sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðuneyt- isins við að kanna leiðir til álagn- ingar á veiðigjöldum til frambúð- ar. Er það í samræmi við stefnuyf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar. „Áfram verður byggt á almennu og sér- stöku veiðigjaldi, það síðarnefnda er tekið til sérstakrar skoðunar og þá hvernig sú gjaldheimta geti tek- ið sem mest mið af afkomu fyr- irtækja. Lög, sem samþykkt voru í sumar gerðu það að verkum að hægt var að leggja á sérstakt veiði- gjald á þessu ári, en voru einung- is til eins árs. Því þarf að huga að nýrri lagasetningu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra. Hann hefur falið veiðigjalds- nefnd, sem starfar á grundvelli laga 74/2012, að gaumgæfa leiðir varð- andi álagningu veiðigjalda. Í nefnd- inni sitja hagfræðingarnir Arndís Ármann Steinþórsdóttir sem leiðir starfið og Daði Már Kristófersson auk viðskiptafræðingsins Jóhanns Sigurjónssonar. Þá hefur verið sett- ur upp annar hópur sem ætlað er að liðsinna nefndinni eftir þörfum en í honum sitja fulltrúar frá Ríkisskatt- stjóra og Hagstofunni, lögfræðing- ur frá atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytinu auk aðstoðarmanns sjávarútvegsráðherra. Reyna að ná víðtækri sátt „Mikilvægt er að í vinnuferl- inu verði haft sem víðtækast sam- ráð og að sem flest sjónarmið komi fram því fiskveiðiauðlindin er ekki einkamál þeirra sem hana nýta. Það er ólíklegt að fullkomin sátt ná- ist um veiðigjöld en með samtali og samvinnu er vonast til að sem víðtækust sátt náist að frumvarpi sem síðar í vetur verður lagt fram á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson sjávarútvegsráðherra. Hann segir jafnframt að sjávarút- vegur hafi verið, er og verður, ein af meginstoðum íslensks efnahags- lífs. „Eitt af mikilvægustu málum núverandi ríkisstjórnar er að koma á framtíðarskipulagi varðandi sjáv- arútveginn sem verði hvoru tveggja grundvöllur að almennari sátt í þjóðfélaginu og öflugri sókn ís- lensks sjávarútvegs. Nútíma sjávar- útvegur er gjörbreyttur frá því sem áður var þegar sóknin og magnið voru í aðalhlutverki. Nú gildir að fá sem mest út úr hverju veiddu kílói og margar hliðarafurðir eru hávís- indaleg framleiðsla sem selst fyrir hátt verð. Fyrir þremur áratugum, þegar ljóst var að gengið hafði ver- ið nærri fiskistofnum við Ísland var ákveðið að takmarka sóknina með aflamarkskerfi. Kerfi sem aðrar þjóðir líta nú öfundaraugum enda hefur það tryggt sjálfbærar veið- ar á Íslandsmiðum. Þar hefur vís- indalegum rökum verið beitt óháð því hvaða ríkisstjórn hefur verið við völd. Hafrannsóknarstofnun ger- ir tillögu að hámarksveiði og ráð- herra ákveður endanlegt aflamark fyrir komandi fiskveiðiár.“ Réttlátur arður er forsenda starfsfriðar Undanfarin ár hefur umræða um gjald fyrir afnot af fiskveiðiauð- lindinni orðið háværari, enda hef- ur mörgum sjávarútvegsfyrirtækj- um, sérstaklega þeim stærri, geng- ið afar vel. Því segir ráðherra rétt og sanngjarnt að greitt sé fyrir að- gang að auðlindinni í samræmi við arð þeirra sem hana nýta. Allar út- gerðir greiða almennt veiðigjald án tillits til afkomu og undanfar- in tvö fiskveiðiár hefur einnig ver- ið lagt á sérstakt veiðigjald sem er tengdara afkomu. „Um fyrirkomu- lag auðlindagjaldsins, sem svo hef- ur verið kallað, verður að ríkja sátt því ríkir almannahagsmunir eru í húfi. Með gjaldinu verður al- menningi tryggður réttlátur arð- ur af auðlindinni, útgerðum, sjó- mönnum, vinnslum og ótöluleg- um fjölda annarra fyrirtækja sem byggja starfsemi sína með bein- um eða óbeinum hætti á sjávarút- vegi, er tryggður starfsfriður. Þá er hægt að gera áætlanir til lengri tíma auk þess sem fyrirsjáanleiki tryggir að hægt er að standa við sölusamninga sem er afar mikil- vægt í harðnandi heimi alþjóðlegr- ar samkeppni. Sátt er í raun sigur fyrir alla,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson. mm Veiðigjaldsnefnd falið að finna leiðir að útfærslum veiðigjalda Sigurður Ingi Jóhannsson. Ljósm. ákj.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.