Skessuhorn - 02.10.2013, Side 9
9MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Olíuverzlun Íslands hf.
Við óskum eftir verslunarstjóra á þjónustustöð Olís í Stykkishólmi.
Reynsla af verslunarstörfum og stjórnun er æskileg.
Hjá Olís er lögð áhersla á góðan aðbúnað starfsfólks, stuðning til náms og
heilsueflingar, heiðarleika í samskiptum, snyrtimennsku og fagleg vinnubrögð.
Helstu verkefni
• Umsjón með daglegum rekstri stöðvarinnar
• Innkaup
• Sala
• Mannaforráð
• Þjónusta við einstaklinga og fyrirtæki
PI
PA
R\
TB
W
A
·
S
ÍA
·
1
32
81
8
Hæfni og þekking
Stúdentspróf eða sambærileg menntun.
Almenn tölvukunnátta.
Áhersla er lögð á ríka þjónustulund,
stundvísi, snyrtimennsku og hæfni í
mannlegum samskiptum.
Skilyrði er að umsækjendur hafi hreint
sakavottorð og séu reyklausir.
Þín bíður spennandi
starf í Stykkishólmi
Vinsamlega sendið umsóknir merktar
„Stykkishólmur“ ásamt ferilskrá
í tölvupósti á netfangið frida@olis.is
fyrir 13. október nk.
Ef frekari upplýsinga er óskað má
jafnframt senda fyrirspurn á sama
netfang.
Fræðslunefnd Borgarbyggðar, Grunnskólinn í Borgarnesi
og stjórn foreldrafélags Grunnskólans í Borgarnesi boða
hér með til foreldrafundar um málefni skólans.
Á fundinum munu fræðslustjóri, starfandi skólastjóri
og stjórn foreldrafélagsins kynna niðurstöður
viðhorfskönnunar Skólavogarinnar, umbótaáætlun og
stjórnskipulag skólans.
Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti þriðjudaginn
8. október klukkan 20:00-22:00.
Foreldrar barna í Grunnskólanum í Borgarnesi eru hvattir til að mæta.
Fræðslustjóri
Foreldrafundur í Borgarnesi
Útgefandi: Skessuhorn - Kirkjubraut 56 - 300 Akranes - s: 433 5500
Pantanir: www.skessuhorn.is
Vefpóstur: tinna@skessuhorn.is
Gefin út í tilefni 15 ára afmælis Skessuhorns
Úrval vísnaþátta sem birtust í
Skessuhorni síðastliðin fimmtán ár.
1760 tækifæris- og lausavísur
höfunda víðsvegar af Íslandi.
Dagbjartur Dagbjartsson safnaði,
skráði og tengdi saman í lifandi
frásögn. Myndskreytt með
128 skopteikningum Bjarna Þórs
Bjarnasonar.
Hvalvertíð ársins 2013 lauk um
liðna helgi og veiddust 134 lang-
reyðar á vertíðinni. Forstjóri Hvals
hf. segist mjög sáttur með vertíð-
ina þó að ekki hafi tekist að veiða
20 hvali af heildarkvótanum sem
var 154 dýr. Veðurfar var rysjótt í
sumar með tíðum lægðagangi sem
truflaði veiðarnar.
Forstjóri mjög sáttur
Tveir bátar stunduðu veiðarnar.
Hvalur 8 var enn á miðunum þeg-
ar Hvalur 9 kom með síðustu lang-
reyði vertíðarinnar að landi. Von-
ir stóðu til að skipverjum á Hvali
8 tækist að fanga hval á föstudag-
inn en sú ósk rættist ekki. Þar með
var skipið kallað inn og kom það
að bryggju í Hvalfirði á laugar-
dagsmorgun. Með því lauk vertíð-
inni endanlega. „Ég er mjög sáttur
við vertíðina í sumar. Tíðin er búin
að vera erfið. Þrátt fyrir það hætt-
um við nú á svipuðum tíma og hér
áður fyrr,“ sagði Kristján Loftsson
forstjóri Hvals hf. þegar blaðamað-
ur Skessuhorns leit við í Hvalstöð-
inni á laugardaginn. Hvalur 8 lá
þá við bryggju og starfsmenn önn-
um kafnir í vinnslu á síðasta hvaln-
um. Skipið hafði verið nokkra daga
á miðunum djúpt vestur af land-
inu án þess að tækist að finna lang-
reyði. „Það var samt mikið af hvöl-
um á slóðinni. Þeir sáu alls um 60
steypireyðar og um 20 sandreyðar
í ferðinni, en enga langreyði. Þetta
er oft svona þegar líður á haustið.
Þá er eins og langreyðarnar dragi
sig í hlé og leiti annað þegar hinar
tegundirnar koma á miðin. Kannski
eru þær farnar suður á bóginn eða
norður með Vestfjörðum. Þar var
óveðursstrengur og því ekki hægt
að leita,“ sagði Kristján.
Rétt ríflega
helmingur veiddist
Til samanburðar við veiði ársins má
geta þess að 125 langreyðar veidd-
ust á vertíðinni 2009. Á síðustu
vertíð árið 2010 voru veidd 148
dýr. Veiðar lágu niðri árin 2011 og
2012, þar sem jarðskjálftar og flóð í
Japan ollu tjóni á vinnslufyrirtækj-
um þar í landi auk þess sem mjög
dró úr neyslu hvalaafurða þar í kjöl-
farið. Vertíðin í ár var sú síðasta
sem leyfð er samkvæmt reglugerð
sem Einar Kr. Guðfinnsson þáver-
andi sjávarútvegsráðherra gaf út í
ársbyrjun 2009 til fimm ára. Leyft
var að veiða í samræmi við ráðgjöf
Hafrannsóknastofnunar á fimm ára
tímabili allt til ársloka 2013. Sam-
kvæmt þeirri ráðgjöf hefur ver-
ið talið óhætt að veiða allt að 154
langreyðar á hverju ári tímabils-
ins, eða 770 dýr alls. Nú liggur fyr-
ir að á þessu fimm ára tímabili voru
alls veidd 407 dýr, en það er 53%
af heildar kvótanum. Nýtingin hef-
ur þannig verið ríflega helmingur
þess sem vísindamenn töldu óhætt
að veiða.
Boltinn er hjá
stjórnvöldum
Fyrsti hvalur vertíðarinnar í ár barst
að landi 18. júní. Um 150 manns
hafa starfað við veiðar og vinnslu
í sumar, bæði í Hvalfirði, á Akra-
nesi og í Hafnarfirði. Eigi veiðar
á hrefnum og langreyðum eftir að
halda áfram í atvinnuskyni næsta
sumar er ljóst að núverandi ríkis-
stjórn verður að taka ákvörðun þar
um með útgáfu nýrrar reglugerð-
ar. „Ég hef engar áhyggjur af fram-
tíð veiðanna,“ sagði Kristján Lofts-
son aðspurður um framhaldið. All-
ar líkur eru á að hópur manna muni
starfa á vegum Hvals hf. í Hvalfirði í
vetur. Þeir munu þá bæði sinna við-
haldi og endurbótum á sjálfri hval-
stöðinni og íbúðahverfinu í gamla
braggahverfinu að Miðsandi.
mþh
Langreyðarsporður skorinn til vinnslu
í hvalstöðinni. Það er Sindri Smárason
sem heldur á hnífnum.
Hvalvertíð lokið þetta haustið
Kristján Loftsson við vertíðarlok í Hvalfirði. Hann segist afar sáttur nú þegar upp
er staðið.