Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Side 15

Skessuhorn - 02.10.2013, Side 15
15MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 www.uppheimar.is Uppheimar | 511 2450 | uppheimar@uppheimar.is | uppheimar.is Sauðfjárrækt byggir á aldagömlum merg og hefur verið sam ofin lífi Íslendinga frá öndverðu. Með því að nýta nánast allt sem sauðkindin gefur af sér hefur þjóðin lifað af margháttaða erfiðleika. Öflug sauð fjár­ rækt er stunduð á Íslandi og marg vísleg nýsköpun henni tengd. Þrátt fyrir að fjárbúskapur eigi sér langa sögu sem mikilvæg at vinnu grein, er það ekki fyrr en með þessari bók að gefið er út al hliða fræðslurit um sauð fjárrækt á Íslandi. Sauðfjárrækt á Íslandi nýtist bæði starfandi bændum og öðru áhuga­ fólki um sauðfé, sem og nemendum í búfræði, bú vís ind um og á nám­ skeið um um sauðfjárrækt. Bókin er fróðleiks brunn ur öllum þeim sem áhuga hafa á atvinnu sögu Íslands og tengsl um sauðfjár við íslenska menn ingu. Ritið er aðgengilegt og prýtt fjölda ljós­ og skýr ingar mynda. Bókin er gefin út í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og er 300 blaðsíður í veglegu broti. AlhliðA fræðslurit um íslenskt sAuðfé og sAuðfjárrækt fyrr og nú með leiðbeinAndi efni um hAgkvæmA og góðA búskApArhætti Sauðfjárrækt á ÍSlandi Á ÚTGÁFUTILBOÐI Á SAUÐAMESSUNNI Í BORGARNESI FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2013 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 10. október Föstudaginn 11. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 Nýjar hugmyndir um starfsemi í Kirkjuhvoli Umsóknarfrestur framlengdur Akraneskaupstaður óskar eftir hugmyndum að starfsemi og tilboðum í leigu á húsinu Kirkjuhvoli, Merkigerði 7. Húsið Kirkjuhvoll var byggt árið 1923, er 390,2 m² sem skiptist í kjallara, hæð, ris og bílskúr. Við val á væntanlegum leigutaka verður horft til þeirrar starfsemi og/eða annarrar nýtingar á húsinu sem viðkomandi leigutaki tilgreinir. Gert er ráð fyrir þriggja mánaða gagnkvæmum uppsagnarfresti. Stærsti hluti hússins er laus nú þegar. Tilboðum um leiguverð ásamt upplýsingum um fyrirhugaða starfsemi skal skila í þjónustuver Akraneskaupstaðar, í síðasta lagi 1. nóvember 2013. Nánar á www.akranes.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Vinna stendur nú yfir að gerð 6 kílómetra langs göngu- og hjól- reiðastígs á milli Ólafsvíkur og Rifs. Vonast er til að lokið verði við gerð stígarins á næsta ári. Fyr- ir nokkrum árum var gerður tæp- lega 3,5 km langur göngustígur á milli Rifs og Hellissands og er hann mikið nýttur af hjólandi sem gangandi. „Það er orðin mikil hug- læg breyting í samfélaginu og fólk er farið að hreyfa sig mun meira. Nú geta börnin líka hjólað á milli Ólafsvíkur og Rifs án þess að gera það á veginum þar sem umferð- in fer um á kannski 100 kílómetra hraða. Foreldrar geta nú verið ró- legir yfir því þar sem börnin verða langt frá veginum. Þetta er mjög já- kvætt og það kom mér skemmtilega á óvart hvað göngustígurinn á milli Rifs og Hellissands er mikið not- aður. Ég hafði það á orði við fólk að hann yrði mikið notaður en það varð meira en ég hélt sjálfur,“ segir Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Einnig er verið að betrum- bæta fuglaskoðunaraðstöðu við Rif þar sem fuglaskoðunarfólki verð- ur gert auðveldara að fylgjast með því mikla fuglalífi sem á svæðinu er. „Það koma margir fuglaskoð- arar til okkar í Snæfellsbæ að fylgj- ast með fuglunum og þá sérstaklega erlendir gestir á vorin. Það er mik- il flóra af fuglum hjá okkur,“ segir Kristinn. Á þessu ári verður reynt að ljúka við að leggja allt burðarlag- ið í stíginn og stefnt að því að klæða hann á næsta ári. sko Undanfarin misseri hafa þau hjón Steingerður Jóhannsdótt- ir og Árni Emanúelsson unn- ið að því að lagfæra og breyta gamla íshúsinu sem byggt var árið 1935, eða Hvítahúsi í Krossavík á Hellissandi. Þar hafa þau hjón stefnt að því að koma upp dvalar- og vinnuað- stöðu fyrir listafólk. Í vor var húsið komið í það stand að þau ákváðu að bjóða til afnota þessa aðstöðu, sem er lítil íbúð og vinnu- og sýningarsalur. Síðastlið- inn laugardag var svo síðasti sum- argestur þeirra, þýska listakonan Sabine Berr, að kveðja og hélt af því tilefni sýningu á þeim verkum sem hún hafði unnið að meðan á dvölinni stóð sem var allur septem- bermánuður. Á sýningunni voru nokkur smá málverk af umhverfinu og mikið af skissum. Þá var þar áhuga- verð myndasaga af ullinni á sauðkindinni og ferlinu alla leið í lopapeysu. Sýning- in var vel sótt, gestir voru ánægðir með sýninguna og fannst sérstaklega vel hafa tekist með rekstur og end- urbyggingu hússins. Sabine Berr var fjórði dvalargestur sum- arsins, en í júlí var listmálari og í ágúst tveir kvikmyndagerðarmenn í húsinu. sko Skjáskot af tillögu um áningarstað og fuglaskoðunaraðstöðu. Gera göngustíg milli Ólafsvíkur og Rifs Vinnuvélar hafa verið víða notaðar við gerð göngustígsins. Af sýningu Sabine Berr. Hér eru þau Kári Viðarsson, Drífa Skúladóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Steingerður Jóhanns- dóttir og Sabine Berr. Hélt kveðjusýningu í Hvítahúsi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.