Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Björgunarsveitin Klakkur var með
hefðbundna bátaæfingu á dögun-
um. Sigldu björgunarsveitarmenn
m.a. um Kolgrafafjörð á Reyni SH,
björgunarbáti þeirra. Þegar þeir
voru að fara undir brúna og í Urt-
hvalafjörð rákust þeir á fljótandi
grindhval sem hafði geispað gol-
unni. Og hvað gera björgunarsveit-
armenn þegar að þeir rekast á fljót-
andi grindhval? Jú, þeir athuga lífs-
mörk og hvort að þeir geti bjarg-
að skepnunni. En því miður fyrir
þennan grindhval þá var það of seint
og fékk hann því að fljóta sína leið.
Þeir Svavar Áslaugsson, Erling Pét-
ursson og Kári Gunnarsson stóð-
ust þó ekki mátið að athuga burð-
argetu hvalsins og reyndist hann
rúma einn háseta með góðu móti.
Á myndinni er Kári Gunnarsson að
athuga burðarþol hvalsins.
tfk/ Ljósm. Erling Pétursson.
Starfsmannafélag Rarik í Stykkis-
hólmi vildi leita leiða til að ná nið-
ur umferðarhraða á þjóðveginum
ofan Stykkishólms. Margir starfs-
menn ganga og hjóla til vinnu upp
að Hamraendum og umferð hef-
ur verið fremar hröð. Starfsmanna-
félagið leitaði því fyrir sér með
möguleika á uppsetningu á hraða-
skilti rétt ofan Hamraenda. Leitað
var eftir samstarfi við Vegagerðina
og Stykkishólmsbæ, sem var auð-
sótt. Aðrir sem koma að fjármögn-
un og uppsetningu hraðaskiltisins
eru Umferðaröryggissjóður, Orku-
salan ehf, Rarik ohf. og Starfsmenn
Rarik í Stykishólmi. Skiltið var sett
upp föstudaginn 27. september og
tengt rafmagni. Starfsmenn Rarik í
Stykkishólmi vilja koma á framfæri
þökkum til framangreindra aðila
sem gerðu þetta mögulegt og vonast
til að umferðarhraði lækki á svæðinu
og inn í Stykkishólm og öryggi veg-
farenda aukist þar með. sá
Bókin Stolin krækiber – skopmynda-
skreytt úrval vísnaþátta í Skessu-
horni, kom úr prentun síðastliðinn
fimmtudag. Af því tilefni komu höf-
undarnir í kaffi á ritstjórn Skessu-
horns og árituðu nokkur eintök af
bókinni fyrir áhugasama kaupend-
ur. Þetta voru þeir Dagbjartur Dag-
bjartsson sem safnaði og skráði
efni í bókina og Bjarni Þór Bjarna-
son listamaður sem myndskreytti.
Skessuhorn gefur bókina út í tilefni
15 ára afmælis útgáfunnar. Næstu
daga verður bókinni dreift í versl-
anir vítt og breitt um landið en þeir
sem vilja geta pantað sér eintak á
vef Skessuhorns og verður bókin
þá send heim (sendingarkostnað-
ur innifalinn í verði) Bókin kostar
4.990 krónur, er í stóru kiljuformi,
252 blaðsíður. -fréttatilkynning
Niðurstöður könnunar fræðslu-
nefndar Knattspyrnufélags ÍA á
Norðurálsmótinu 2013 liggja nú
fyrir. Öllum þjálfurum og forsvars-
mönnum þátttakendaliða var send
spurningakönnun þar sem spurt
var út í ýmsa framkvæmdarliði á
mótinu auk þess sem
svarendum var gefinn
kostur á að benda á það
sem væri gott og annað
sem betur mætti fara.
„Niðurstöður könn-
unarinnar eru væg-
ast sagt frábærar og
mikil hvatning fyr-
ir aðstandendur móts-
ins að halda áfram á
sömu braut. Könnunin
skiptist í þrettán bein-
ar spurningar þar sem
tengiliðar þátttöku-
liða gátu tekið afstöðu
til ákveðinna málefna
sem tengdust mótinu. Í
lok spurningakönnun-
arinnar gafst þátttakendum kostur
á að skrá hluti sem væru vel gerð-
ir á Norðurálsmótinu, ábending-
ar um það sem betur mætti fara og
koma á framfæri öðrum ábending-
um eða athugasemdum til Knatt-
spyrnufélagsins,“ segir í tilkynn-
ingu frá ÍA.
Þegar spurt var um skipulagn-
ingu mótsins í heild sem snýr að
keppnis- og vallarskipulagi voru
allir sammála um að þau mál væru
til fyrirmyndar. Sama var uppi á
teningnum er spurt var um upp-
lýsingagjöf, fæðismál og gistingu.
Um 90% þátttakenda voru á þeirri
skoðun að þau mál væru til fyrir-
myndar. Skemmtilegt er frá því að
segja að allir sem svöruðu könn-
uninni sögðust hiklaust mæla með
Norðurálsmótinu. „Ég mæli með
að mitt félag fari alltaf á Norður-
álsmótið. Það yrði algjört slys að
missa af þátttöku á því.“ Og annar
fararstjóri sagði: „Norðurálsmót-
ið er algjörlega í sér klassa að öllu
leyti. Þetta mót er hreinlega frábær
auglýsing fyrir Akraneskaupstað.“
Þegar spurt var um afstöðu til af-
þreyingar sem í boði var fyrir aðra
en iðkendur voru 10,5% aðspurðra
frekar óánægðir á móti 47% sem
voru ánægðir eða frekar ánægðir, en
42% voru hlutlausir í sinni skoðun.
Ábendingar koma fram um að aug-
lýsa megi betur þá þjónustu sem er
í boði fyrir gesti á mótinu. Akra-
nes sé góður bær til að sækja heim
en ekki sé auðvelt að fá upplýsing-
ar um þá þjónustu sem er í boði. Sá
þáttur sem kom verst út í könnun-
inni er kvöldskemmtunin. Um 22%
aðspurðra voru óánægðir eða frek-
ar óánægðir með hana. Þessi nið-
urstaða er þó um 10% bæting frá
fyrra ári en þá kom kvöldskemmt-
unin einnig verst út í matinu. 44%
þátttakenda eru hlutlausir en rúm-
lega 33% eru ánægðir eða frekar
ánægðir með skemmtunina.
„Heildarniðurstöð-
ur könnunarinnar sýna
svo ekki verður um
villst að mikil ánægja er
meðal þátttakenda með
framkvæmd Norður-
álsmótsins á Akranesi.
Knattspyrnufélag ÍA
hefur fengið fjölda fyr-
irspurna varðandi þátt-
töku á mótinu sumarið
2014 og vilja fjölmarg-
ir forsvarmenn íþrótta-
félaga fastsetja bókun
á mótið fyrir sitt félag.
Áhuginn er svo mik-
ill að ljóst er að færri
komast að en vilja,“
segir Haraldur Ing-
ólfsson framkvæmdastjóri félags-
ins. Þá segir í tilkynningu frá ÍA:
„Knattspyrnufélag ÍA þakkar öllum
þeim sem tóku þátt í könnuninni
kærlega fyrir þátttökuna, en þessi
könnun er liður félagsins í að gera
gott mót betra. Einnig er fræðslu-
nefnd félagsins færðar þakkir fyrir
vel unnin störf við framkvæmd og
úrvinnslu á könnuninni. Norður-
ál á einnig heiður skilið fyrir þeirra
aðkomu að mótinu. Síðast en alls
ekki síst þá vill Knattspyrnufélag ÍA
þakka foreldrum og forráðamönn-
um kærlega fyrir þeirra framlag en
án þeirra væri ekki hægt að halda
mótið og heiðurinn og sóminn er
algjörlega þeirra.“ mm
Litlu munaði að logarnir læstu sig
í húsnæði niðursuðuverksmiðj-
unnar Akraborgar þegar verk-
stæði Trésmiðju Akraness brann til
kaldra kola að kvöldi 18. septem-
ber síðastliðins. Snarræði Slökkvi-
liðs Akraness og Hvalfjarðarsveit-
ar forðaði því að ekki fór verr. Í
þakklætisskyni færði Rolf Hákon
Arnarson framkvæmdastjóri Akra-
borgar slökkviliðinu því rafknúna
sög fyrir vel unnin störf á vettvangi
þessa mikla bruna. Gjöfin var af-
hent á fundi slökkviliðsins 26. sept-
ember síðastliðinn. Þráinn Ólafs-
son slökkviliðsstjóri tók við gjöf-
inni að viðstöddum starfsmönn-
um slökkviliðsins, slökkviliðsstjóra
Borgarbyggðar, Regínu Ásvalds-
dóttur bæjarstjóra og embættis-
mönnum Akraneskaupstaðar. Bæj-
arstjóri þakkaði ennfremur slökkvi-
liðinu fyrir frábært starf í sumar.
Á síðustu vikum hefur slökkvilið-
ið þurft að glíma við tvo stórbruna
á Akranesi. Fyrra skiptið var þegar
kviknaði í fiskibátnum Magnúsi SH
í húsnæði Þorgeirs og Ellerts hf. í
Slippnum. Seinna skiptið var svo
þegar Trésmiðja Akraness brann. Í
báðum tilfellum kom slökkviliðið í
veg fyrir að enn meira tjón en ella
hlytist af brununum.
mþh
Björgunarfélag Akraness hefur
starfrækt ungliðadeildina Arnes frá
því haustið 2006. Starfið í Arnesi er
hugsað fyrir ungmenni í 9. og 10.
bekk og er bæði til gagns og gamans
fyrir unglingana. Starfsemi af þessu
tagi skilar betri einstaklingum inn
í björgunarsveitir landsins og inn í
lífið almennt en þau hljóta góðan
grunn og þekkingu í ungliðadeild-
inni. Kvennadeildin Líf gaf Arnesi
100 þúsund krónur nú á dögun-
um sem þakklætisvott fyrir hjálp-
ina við sölu á merkjum Sjómanna-
dagsins. „Ungliðadeild Arnes vill
koma þakklæti til Kvennadeildar-
innar Líf fyrir þennan veglega styrk
sem á eftir að koma að góðum not-
um í starfi Arnes,“ segir í tilkynn-
ingu frá deildinni. „Að jafnaði mæta
um 30 unglingar á fundi hjá Arnesi
og eru krakkar úr 9. og 10. bekk vel-
komnir að mæta á sunnudagskvöld-
um klukkan 20.“ grþ
Svipmynd frá mótinu í sumar. Ljósm. þá.
Mikil ánægja þátttakenda með
Norðurálsmótið 2013
Dagbjartur Dagbjartsson og Bjarni Þór Bjarnason árita fyrstu bækurnar.
Höfundar árituðu Stolin krækiber
Bros mætir þeim sem mæta í
Hólminn – aki þeir eins og menn
Frá afhendingu peningagjafarinnar.
Ungliðadeildin Arnes
fær góða gjöf
Björgunarsveitarmenn
könnuðu flotþol grindhvals
Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri býður til veitinga. Ljósm. Akraneskaupstaður.
Slökkvilið fékk sög frá þakk-
látum niðursuðumönnum