Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 21

Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 21
21MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 FiberHusk er hrein náttúruleg, glútenfrí vara sem inniheldur 85% fæðu trefjar. Með því að bæta FiberHusk í brauð og kökur helst brauðið mjúkt og ferskt lengur. Það er léttara að vinna glútínfría vöru ef fiberHusk er notað í uppskriftina. Deigið hefast betur og glútínfría brauðið molnar minna við skurð og verður safaríkara með tilkomu fiberHusk. Veljið aðeins það besta í heilsubrauð og annan hollan bakstur. FRÁBÆRT Í BAKSTUR! Fleiri uppskriftir og nánari upplýsingar eru á husk.dk www.ebridde.is 20% AFSLÁTT UR 2. TIL 16. OKTÓBER ! LÁGKOLVETNISVARA HUSK FÆST Í APÓTEKUM MÓTTÖKUSTÖÐVAR Akranesi Höfðaseli 16 • 431-5555 • 840-5881 Opið Mánud. – föstud. Kl. 8.00 – 18.00 Lokað í hádeginu Kl. 12.00 – 13.00 Laugard. Kl. 10.00 – 14.00 Borgarnesi Sólbakka 12 • 431-5558 • 840-5882 Opið Mánud. – laugard. Kl. 14.00 – 18.00 Við breytum gráu í grænt Námskeið um uppeldi barna með ADHD Þriðjudaginn 8. október næstkomandi hefst á Akranesi námskeið um uppeldi barna með einkenni athyglisbrest og/eða ofvirkni (ADHD). Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um áhrif ADHD á tilveru barna og kynna uppeldisaðferðir sem hafa reynst gagnlegar. Mælt er með því að foreldrar mæti báðir. Námskeiðið er hluti af verkefni á vegum Akraneskaupstaðar, sem styrkt er af velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Námskeiðið er 12 klukkustundir og er kennt einu sinni í viku sex skipti samtals, í tvo tíma í senn. Kennt er á þriðjudögum nema fyrstu vikuna þá er kennt bæði þriðjudag og fimmtudag. Hver þátttakandi greiðir 2.500 krónur. Leiðbeinendur eru Sigríður Kr. Gísladóttir og Sigurveig Sigurðardóttir. Námskeiðið verður haldið í fundarsal Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (fyrstu hæð), Merkigerði 9 og hefst þriðjudaginn 8. október kl. 19:30. Skráning fer fram í tölvupósti: sigurveig.sigurdar@akranes.is Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi föstudaginn 4. október. Skrá þarf nafn þátttakenda og aldur barns. Á fundi bæjarstjórnar Akraness í síðustu viku var samþykkt erindi frá skipulags- og umhverfisnefnd um að auglýsa breytt deiliskipulag fyr- ir innkeyrslur frá Innnesvegi, ann- ars vegar að hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Höfða og hinsvegar inn að Sólmundarhöfða, en þar hefur verið að rísa fjölbýlishús á lóð núm- er sjö. Samkvæmt tillögunni yrði sú breyting á núverendi innkeyrslu að Höfða að hún yrði ekki lengur beint að anddyri heimilisins, held- ur færist til austurs inn að Höfða- grund í beinni línu að austurenda byggingar hjúkrunar- og dvalar- heimilisins. Umferð frá nýju inn- keyrslunni yrði því tvískipt, annars vegar að húsum á Höfðagrund, þar sem margir þjónustuþegar Höfða búa og hins vegar inn á bílastæði við hjúkrunar- og dvalarheimil- ið. Til frekari skýringar verða bíla- stæði við Höfða á hægri hönd þeg- ar ekið yrði inn nýja og væntanlega innkeyrsluna í stað þess að þau eru á vinstri hönd við núverandi inn- keyrslu. Innkeyrsla að Sólmundar- höfða verður sem næst í sömu veg- línu og bráðabyrgðar innkeyrsla er í dag. Nýja deiliskipulagstillagan gerir einnig ráð fyrir nýjum bíla- stæðum sem snúa að íþróttasvæð- inu á Jaðarsbökkum. þá Lítið hefur borið á klifri sem íþróttagrein á Akranesi fram að þessu. Þórður Sævarsson stofnaði Klifurfélag Akraness í þeim tilgangi að fjölga iðkendum íþróttarinn- ar á svæðinu. Félagið hefur aðstöðu í kjallaranum á íþróttahúsinu við Vesturgötu, á sama stað og Hnefa- leikafélag Akraness. Þórður kynnt- ist klifuríþróttinni í Kaupmanna- höfn fyrir nokkrum árum og fékk óbilandi áhuga á klifri í framhaldi af því. „Ég er búinn að klifra í nokkur ár, byrjaði í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir mikið flatlendi í Danmörku er mikið af klifurklúbbum þar. Ég hélt svo áfram að klifra hér heima, mest hjá björgunarsveitinni á Laugar- vatni og í Klifurhúsinu í Reykjavík. Þetta er í senn skemmtileg og frá- bær líkamsrækt,“ segir Þórður þegar blaðamaður spyr hann um upphafið. „Mig langaði að fá klifuraðstöðu á Akranesi og losna við að keyra suð- ur til að æfa mig. Það er góð aðstaða í Akrafjalli en í sumar var lítið hægt að nýta hana sökum rigningar. Það vantaði því stað fyrir almenning til að æfa þessa íþrótt á Akranesi,“ út- skýrir hann. Fékk vegginn sem var í Akraneshöll Klifurveggur var í íþróttahöllinni við Jaðarsbakka en var lítið notað- ur. „Ég vissi af þessu litla frímerki á Jaðarsbökkum en hann var byggður þannig að þú þurftir að vera í línu og belti til að geta klifrað. Það eru ekki allir sem kunna á það og því nýttist veggurinn ekki í þeirri upp- setningu,“ segir Þórður. Hann tal- aði við fulltrúa hjá Akraneskaupstað og lendingin var sú að færa vegginn í íþróttahúsið á Vesturgötu. Þórður og Sylvía, sex ára dóttir hans, reistu vegginn í sameiningu og máluðu hann í skrautlegum litum. Veggur- inn er byggður á annan hátt en hann var á Jaðarsbökkum og er nú grjót- glímuveggur. „Grjótglímu veggir eru ekki nema um þrír metrar á hæð. Ef veggurinn er staðsettur inn- andyra, þá er fallhæðin nánast engin og því hentar íþróttin til dæmis vel fyrir börn,“ bætir hann við. Byrjaði að klifra tveggja ára gömul Markmið Klifurfélags Akraness er að kynna íþróttina og fjölga iðkend- um. Þvínæst stendur til að stækka að- stöðuna og koma á skipulögðum æf- ingatímum líkt og í öðrum íþróttum. Til að byrja með verður þetta með þannig fyrirkomulagi að áhugasam- ir geta komið, fengið hópkynningu á íþróttinni og kennslu hjá Þórði. Með þessu fyrirkomulagi yrðu fjórir til fimm í hverjum hóp og skipt eftir aldri í hópa. Ekki hafa verið auglýst- ar ákveðnar tímasetningar fyrir hóp- ana en Þórður bendir á að þeir sem eru áhugasamir geti fundið félagið á Facebook og haft samband þar. Fram að áramótum verður boðið upp á krakka klifur. „Á sunnudögum milli klukkan 13 og 14 geta krakkar yngri en 12 ára komið í fylgd með fullorðn- um og fengið að prófa,“ bendir Þórð- ur á en Sylvía dóttir hans byrjaði að klifra einungis tveggja ára gömul. „Þetta er frábær fjölskylduíþrótt. Það er til dæmis hægt að fara í úti- legur á sumrin með fjölskylduna og klifra í náttúrunni. Þetta er frábær útivist og hreyfingin hentar fyrir alla aldurshópa, meira að segja sex ára stelpur,“ segir Þórður Sævarsson. grþ Breytt innkeyrsla að Höfða Klifurfélag Akraness stofnað Sylvía æfir sig reglulega en hún hefur klifrað frá tveggja ára aldri. Þórður og Sylvía dóttir hans við vegginn góða.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.