Skessuhorn - 02.10.2013, Qupperneq 23
23MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Fyrirlestraröðin, Fyrirlestrar í hér-
aði, hefst í Snorrastofu þriðjudag-
inn 8. október nk. með fyrirlestri
Bjarna Guðmundssonar á Hvann-
eyri, sem hann nefnir; „Frá hest-
um til hestafla - jarðræktarsögur
úr Borgarfirði.“ Fyrirlesturinn er
samvinnuverkefni Snorrastofu og
Landbúnaðarsafns Íslands en Bjarni
er forstöðumaður þess í hlutastarfi.
Fyrirlesturinn hefst samkvæmt
venju kl. 20:30 og verður boðið til
kaffiveitinga og umræðna.
Sagt verður frá túnasléttun í upp-
hafi umbótaaldar þegar farið var að
nýta dráttarafl hestanna með verk-
færum á grundvelli erlendrar verk-
þekkingar. Áhersla verður eink-
um lögð á umbótaverk jarðræktar-
manna í Borgarfirði og sagðar jarð-
ræktarsögur úr héraði. Þróuninni
verður síðan fylgt fram á tíma véla-
aflsins. Erindið er að miklu leyti
byggt á rannsóknum Bjarna vegna
uppbyggingar Landbúnaðarsafns-
ins á Hvanneyri en sérstaklega þó
vegna ritunar bókarinnar Frá hest-
um til hestafla, sem er nýkomin út.
Bókin verður fáanleg á sérstöku til-
boði Landbúnaðarsafns í tengslum
við fyrirlesturinn. Bjarni Guð-
mundsson er Vestfirðingur. Hann
er með doktorspróf frá Norska
landbúnaðarháskólanum 1971 og
hefur kennt á Hvanneyri sl. fjöru-
tíu árin og rúmlega það. Jafnhliða
hefur hann unnið að rannsóknum á
sviði fóðuröflunar. Bjarni sinnir nú
rannsóknum á landbúnaðarsögu,
einkum á verkháttum á tuttugustu
öld og þróun þeirra.
Þá er þess einnig að geta að Forn-
sagnanámskeið Snorrastofu, Land-
námsseturs Íslands og Símennt-
unarmiðstöðvarinnar á Vestur-
landi fjallar í vetur um tengsl Fóst-
bræðrasögu og Gerplu og hefst það
mánudaginn 7. október í Land-
námssetrinu. Skráning fer fram hjá
Símenntunarmiðstöðinni.
-fréttatilkynning
Síðastliðið föstudagskvöld byrjaði
Ómar Ragnarsson að segja ævisögu
sína á Sögulofti Landnámssetursins
í Borgarnesi, en setrið hefur samið
við Ómar um að verða með uppi-
stand í vetur. Í 30 ár hefur Ómar
hafnað fjölmörgum hugmyndum
bókaútgefenda um að skrifa ævi-
sögu sína því ef hún yrði fest á blað
vildi hann segja hana fyrst. Kjartan
og Sirrý í Landnámssetrinu viðr-
uðu þá hugmynd við kappann að
hann byrjaði að flytja ævisöguna í
sagnaformi á Sögulofti setursins og
beit hann á agnið. Í þessum fyrsta
hluta ævifrásagnar sinnar seg-
ir Ómar sögur af minnisverðu og
skemmtilegu fólki sem rekið hef-
ur á fjörur hans, af fjölskyldu sinni
og uppvexti á Skólavörðuholtinu.
Í stuttu hófi eftir frumsýninguna
kom fram að þessi frásögn yrði
hugsanlega sú fyrsta af sjö, því sjálf-
ur segir Ómar að æviskeið hans sé
svo langt og litríkt að ekki komist
fyrir í færri þáttum. Vel má ímynda
sér að þegar flutningi sjöunda þátt-
ar lýkur yrði það auðvelt verk fyr-
ir færan skrásetjara að skrifa mynd-
arlega bók byggða á þessum flutn-
ingi. Vel má þannig ímynda sér
t.d. sérstakan kafla um sjónvarps-
ferilinn, leiklist og söng, rallíakst-
ur, flugið, persónur sem hann hef-
ur kynnst, fjölskylduna og ekki síst
náttúruverndarmál sem hann er í
seinni tíð hvað þekktastur fyrir. Í
það minnsta eru ekki margir nú-
lifandi Íslendingar sem eiga heilan
dag kenndan við sig, eins og Ómar
vissulega hefur, en dagur íslenskrar
náttúru var ákveðinn á sjötíu ára af-
mæli hans 16. september 2010.
Óhætt er að segja að Ómar hafi
náð athygli gesta sinna á Söguloft-
inu frá fyrsta andartaki síðastlið-
ið föstudagskvöld og allt til enda.
Fyrirfram höfðu ýmsir haft af því
áhyggjur að ströng viðvera Óm-
ars í Gálgahrauninu vikurnar áður
myndi setja strik í reikninginn við
undirbúning hans. Þær áhyggj-
ur voru auðgleymdar. Þrátt fyrir
að vera kominn á áttræðisaldur er
heilsa, bæði andlegt og líkamlegt
atgervi, þessa þekktasta sjónvarps-
manns Íslendinga með hreinum
ólíkindum. Stálminnugur er hann
á fólk og ættir þess og aragrúa af
skemmtilegum persónum úr æsku
og uppvexti kynnti hann fyrir gest-
um. Foreldrum sínum gerði hann
góð skil á hreinskiptinn en um leið
fallegan hátt. Vissulega var faðir
hans skrautleg persóna sem glímdi
lengst af við drykkjuvandamál en
Jarðræktarsögur úr Borgar-
firði á dagskrá í Snorrastofu
Ómar byrjaður að segja ævisögu sína
stundaði engu að síður sína vinnu.
Móðir sína dáði Ómar alla tíð og
skipaði hún afar stórt hlutverk í
þessum fyrsta hluta af sjö í æviminn-
ingum hans. Frásögn sína byrjar
hann reyndar á forfeðrum foreldra
hans og þeirra lífsbaráttu. Alltof
langt mál væri að fara yfir allt sem
Ómar hafði að segja á skemmtilegri
kvöldstund á Söguloftinu. Sjálfur er
ég ekki mikill leikhússmaður, við-
urkenni það alveg, en þetta uppi-
stand Ómars Ragnarssonar er með
ánægjulegustu kvöldstundum sem
ég hef átt í leikhúsi í langan tíma.
Þeir sem komnir eru á miðjan ald-
ur eins og ég muna vart tilveruna
án Ómars Ragnarssonar. Öll eig-
um við því eitthvað í honum karl-
inum, frá veru hans í sjónvarpi og
fjölmiðlum, sumargleði og reynd-
ar ýmissi gleði á öllum árstímum.
Kannski má því segja að hann sé
einn af fjölskyldunni. Þessvegna var
þetta svona skemmtilegt. Ég skora
á alla sem vettlingi geta valdið að
tryggja sér miða á sýninguna.
mm
Þessar myndir af foreldrum Ómars
gegndu sérstöku hlutverki í sýninginni.
Kjartan og Sirrý í Landnámssetrinu að lokinni sýningu með sögumanninn á milli
sín.
MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR
ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
SMUROLÍUR
OG SMUREFNI
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.
GOTT AÐ VITA!
NÁMSKEIÐ OG FYRIRLESTRAR Á VEGUM ST.RV. OG SFR
SPARNAÐUR OG HAGSÝNI
Dags.: 29. okt., kl. 17.30–19.00 I Lengd: 1,5 klst. I Staður: Suðurgötu I Leiðb.: Lára Ómarsdóttir
Farið verður í hvernig hægt er að lifa af litlu með bros á vör. Hvernig best er að spara og skipuleggja fjármálin.
Hvar tækifærin liggja og hvernig hægt er að takmarka fjárhagsáhyggjur við þrjá daga í mánuði. Þessum
spurningum er svarað ásamt fleirum er varða fjárhag og farið er yfir leiðir til að njóta lífsins til fulls.
VERSLAÐ Á NETINU
Dags.: 13. nóv., kl. 17.30–19.30 I Lengd: 2 klst. I Staður: Grundaskóli I Leiðb.: Sigurjón Jónsson
Skemmtilegt og fræðandi námskeið um hvernig hægt er að versla á öruggan hátt á Netinu. Bent er á góðar
leiðir til kaupa á ýmsum vörum, hvernig best er að leita að vörum á Netinu, öruggar greiðsluleiðir, hvaða
sendingarmöguleikar eru í boði, viðbótarkostnaður (tollar og gjöld) og svo hvað þarf helst að varast í viðskipt-
um á Netinu. Þetta er praktískt og gott námskeið. Það er mun einfaldara og ódýrara að versla á Netinu heldur
en þig grunar. Ekkert búðarráp, bara láta fara vel um sig fyrir framan tölvuna og skoða gott vöruúrval á Netinu.
HAGNÝT ENSKA
Dags.: 22., 29. okt. 5., 12. og 19. nóv., kl. 17.00–19.00 I Lengd: 10 klst.
Staður: Skrifstofa St.Rv. á Akranesi, Suðurgata 62 I Leiðb.: Helena Valtýsdóttir
Lýsing: Námskeiðið er ætlað fyrir fólk sem vill auka færni sína í ensku. Sérstök áhersla er á að þjálfa ýmis konar
hagnýta ensku fyrir atvinnulífið, s.s að svara í síma, skrifa tölvupóst og hagnýtan orðaforða. Áhersla er bæði á
tal- og ritmál og reynt að koma til móts við mismunandi námsþarfir einstaklinga.
Skráning og nánari upplýsingar á vefsíðu eða skrifstofum félaganna:
• SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu • www.sfr.is • Sími 525 8340
• Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar (St.Rv.) • www.strv.is • Sími 525 8330
HAUST 2013