Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 28

Skessuhorn - 02.10.2013, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Sími 820-3722 • hilmirb@simnet.is Bílaleiga • Car rental Reitarvegi 3 • 340 Stykkishólmi • Sími: 438 1586 Réttum, sprautum hjólastillum Rúðuskipti Almennar viðgerðir Reitarvegi 3, 340 Stykkishólmi 690 2074 / 438 1586 TRÉSMIÐJAN AKUR EHF. Trésmiðjan Akur ehf. • Smiðjuvöllum 9 300 Akranesi Sími 430 6600 • akur@akur.is • www.akur.is ÖLL ALMENN TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Endurbætur og nýsmíði Þök – Klæðningar – Gluggar – Útihurðir – Sólpallar Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta 435-1252 • 893-0688 • velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 Nokkur umræða hefur átt sér stað undanfarnar vikur um niðurstöð- ur úr Skólavoginni sem er matstæki ætlað fyrir fræðsluskrifstofur og sveitarfélög til notkunar við grein- ingarvinnu í ytra mati á skólum. Mér finnst umræðan um Grunn- skólann í Borgarnesi hafa verið nei- kvæð og ósanngjörn. Einungis það sem betur má fara hefur verið dreg- ið fram, ekki minnst á það góða og jákvæða starf sem unnið er í skól- anum. Í þessari grein ætla ég að draga fram nokkrar af þeim mikilvægu jákvæðu niðurstöðum sem fram komu í Skólavoginni, skýrslu Karls Frímannssonar og úttekt mennta- málaráðuneytisins frá því í maí 2011. Einnig mun ég stikla á úr- bótaáætlun skólans þar sem kem- ur fram hvernig unnið verður með þá þætti sem betur mega fara í skól- anum. Úrbótaáætlunina má finna í sjálfsmatsáætlun skólans sem er á heimasíðu hans. Því neikvæða hef- ur verið gerð góð skil og sé ég ekki ástæðu til að fara í þá umræðu. Þegar foreldar eru spurðir um að hve miklu leyti þeir séu sam- mála eftirfarandi staðhæfingum þá svara: 95% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála því að flestir kennar- ar séu hæfir og metnaðarfullir 85% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála því að skólinn fylgist grannt með námsárangri 85% að þeir séu mjög eða frekar sammála því að skólinn standi sig vel í að mennta nemendur 84% að þeir séu mjög eða frekar sammála því að námslegum þörf- um nemenda sé mætt 92% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála að skólastarfið stuðli að læsi og færni nemenda í víð- um skilningi 92% að þeir séu mjög eða frekar sammála að skólastarfið stuðli að heilbrigði og velferð nemenda 89% að þeir séu mjög eða frekar sammála að barni þeirra líði al- mennt vel í skólanum 96% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála að það séu góð sam- skipti á milli umsjónarkennara og barns þeirra. Þegar starfsfólk er spurt um að hve miklu leyti þeir séu sam- mála eftirfarandi staðhæfingum þá svara: 96% að það sé mjög eða frek- ar sammála því að það sé ánægt í starfi 93% að það sé mjög eða frek- ar sammála því að það sé stolt af starfinu sínu 91% að það sé mjög eða frekar sammála því að samvinna sé góð í skólanum 89% að það sé mjög eða frekar sammála því að það beri traust til yfirmanns síns 92% að það sé mjög eða frekar sammála því að það sé ánægt með samskipti við yfirmann sinn 96% að það sé mjög eða frek- ar sammála því að það sé góður starfsandi í skólanum 98% að það sé mjög eða frek- ar sammála því að því líði vel í vinnunni. Um niðurstöður nemenda úr Skólavoginni má segja, heilt yfir, að þær eru hvorki jákvæðari né nei- kvæðari en gengur og gerist á lands- vísu. Þegar nemendur eru spurðir um að hve miklu leyti þeir séu sam- mála eftirfarandi staðhæfingum þá svara: 92% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála því að þeir hafa góða eiginleika 84% að þeir séu mjög eða frekar sammála því að flestir kennarar séu áhugasamir um að nemend- um líði vel 79% að þeir séu mjög eða frek- ar sammála því að flestir kennar- ar hlusti vel á það sem þeir hafa að segja 82% að þeir séu mjög eða frekar sammála því að þeir fái auka að- stoð frá kennurum sínum 86% að þeir séu mjög eða frekar sammála því að öðrum líki við þá 90% nemenda sögðust sjaldan eða aldrei verið skildir útundan. Í skýrslu Karls Frímannsson- ar, sem unnin var að beiðni Borg- arbyggðar nú í haust, kemur fram að „...í megindráttum stendur starf Grunnskólans í Borgarnesi vel“ og að stjórnendur skólans hafi nú þeg- ar gert drög að umbótaáætlun í ljósi þeirra gagna sem liggja fyrir í Skólavoginni og sjálfsmati skólans. Þessi drög sem Karl vitnar í eru komin út í sjálfsmatsskýrslu sem er á heimasíðu skólans. Í umbótaáætl- uninni kemur fram að lögð verður áhersla á að skerpa og bæta eftirfar- andi þætti í skólastarfinu: Eineltismál og úrvinnslu 1. þeirra Agamál og úrvinnslu þeirra2. Stjórnun skólans3. Upplýsingagjöf4. Líðan nemenda og sjálfs-5. mynd. Jafnframt því hefur sveitarstjóri lagt til að skipaður verði starfshóp- ur sem á að meta viðhald skólans og hvernig húsnæðismálum skólans til lengri tíma verði háttað og kom- ið verði upp virku samstarfi á milli foreldrafélagsins, skólastjórnar og fræðsluyfirvalda. Skólaárið 2010-2011 var unnin úttekt á vegum Menntamálaráðu- neytisins og kom út skýrsla í maí 2011 með niðurstöðum þeirra út- tektar. Í henni kemur m.a. fram að: „Það er samhljóða álit skýrslu- höfunda að í Grunnskólanum í Borgarnesi sé unnið metnaðarfullt og framsækið skólastarf sem bygg- ir á gamalli hefð og hugmyndarík- um stjórnendum, öflugu starfsfólki og góðum nemendum.“ Skýrsluhöfundar komust að þess- ari niðurstöður eftir að hafa rýnt í eft- irfarandi gögn: Skólanámskrá, starfs- áætlun, sjálfsmatsskýrslur, skipu- rit skólans, upplýsingar um valgrein- ar, upplýsingar um öryggisnefnd og helstu verkefni hennar, lög foreldra- félags og helstu verkefni þess, skóla- ráð, skipan, kjör og helstu verkefni þess, upplýsingar um nemendafjölda og upplýsingar um starfsmannafjölda eftir starfsheitum og starfshlutföllum. Úttektaraðilar heimsóttu Grunnskólann í Borgarnesi tvisv- ar og dvöldu í skólanum í þrjá kennsludaga. Tekin voru viðtöl við hagsmunaaðila, gengið var um húsnæði skólans og reynt að fanga skólabrag, einnig var mötuneytis- aðstaða skoðuð. Rýnihópaviðtöl voru tekin við eftirfarandi aðila: Stjórnendur skólans (skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildar- stjóra), fulltrúa kennara (8 kenn- arar sem spönnuðu vel skólastarf- ið), fulltrúa nemenda (8 nemend- ur, 4 úr 10. bekk, 2 úr 9. og 2 úr 8. bekk), fulltrúa foreldra (5 fulltrú- ar, 2 fulltrúar úr stjórn foreldrafé- lags, fulltrúi kennara í stjórn for- eldrafélags, 2 aðrir foreldrafull- trúar), fulltrúa annars starfsfólks (7 fulltrúar, húsvörður, stuðnings- fulltrúar, bókavörður, ritari, skóla- liðar, starfsmaður lengdrar við- veru) og rýnihóp frá sveitarfélagi og sérfræðiþjónustu sem sátu í sátu fræðslustjóri, sálfræðingur og sveitarstjóri auk tveggja fulltrúa úr fræðslunefnd. Af þessu má sjá að úttektin var vönduð og fagmannlega að henni staðið á allan hátt, hægt er að nálg- ast úttektina á heimasíðu Mennta- málaráðuneytisins. Meðal stjórnenda og starfsfólks Grunnskólans í Borgarnesi hefur verið mikill vilji til að standa fag- lega að öllu skólastarfi og vinna öll verk af alúð. Því til staðfesting- ar má benda á nýbreytni og þróun- arstörf sem skólinn hefur lagt út í, með hag nemenda að leiðarljósi og að skólinn hefur haft forystu um að fá ytra mat. Niðurstöður þeirra úttekta sem hér hefur verið vitn- að í, eru á þann veg að þær stoðir sem hið almenna skólastarf hvílir á séu sterkar og stöðugar. Nú er það brýnt að allir sem skipa skólasam- félag skólans hafi hag nemenda að leiðasljósi og vinni saman að því að gera góðan skóla enn betri. Hilmar Már Arason, settur skólastjóri. Pennagrein „…í megindráttum stendur starf Grunnskólans í Borgarnesi vel“ Grunnskólinn í Borgarnesi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.