Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Page 2

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Page 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014 Sunnudagurinn 9. febrúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Unglingakórinn syngur. Stjórnandi Helga Loftsdóttir. Píanóleikari Anna Magnúsdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs Miðvikudagurinn 12. febrúar Morgunmessa kl. 8.15-8.45 Organisti Guðmundur Sigurðsson. Prestur sr. Þórhildur Ólafs Morgunverður www.hafnarfjardarkirkja.is. HAFNARFJARÐARKIRKJA 1914 - 2014 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn RAGNAR SCHEVING ÚTFARARÞJÓNUSTA ÓLÖF HELGADÓTTIR ÚTFARARÞJÓNUSTA HÁLFDÁN HÁLFDÁNARSON ÚTFARARSTJÓRI FRÍMANN ANDRÉSSON ÚTFARARSTJÓRI FJÖLSMÍÐ LÍKKISTUVINNUSTOFA Síðan 1993 Stapahraun 5 220 Hafnarfjörður www.uth.is uth@simnet.is 565-9775 Hafnfirska fréttablaðið Prófkjör Sjálfstæðisflokksins fór nokkuð eftir bókinni. Rósa Guð­ bjartsdóttir sigraði og Kristinn And­ er sen kom skammt á eftir og varð í öðru sæti. Misjafnt var hvernig menn lögðu upp í sína baráttu. Á meðan sumir nýttu sér ýmsa miðla, Facebook, greinaskrif, auglýsingar og maður á mann aðferðina létu aðrir fara minna fyrir sér og töldu jafnvel að menn væru dæmdir af verkunum. Hvernig eiga bæjarbúar og jafnvel flokksmenn að vita hvað gerist í hinum ýmsu nefndum og ráðum og í bæjarstjórn. Fæstir leggja það á sig að hlusta á bæjarstjórnarfundi og frumkvæði fólks er sjaldnast hægt að lesa út úr fundargerðum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, skiptir almennt kynningarstarf miklu máli. Þó allir stjórnmálaflokkar hafi jafnrétti framarlega á sinni stefnuskrá vekur það alltaf svolítinn kjánahroll hjá manni þegar fólk er sérstaklega hvatt til að kjósa konur. Vísast hafa slíkar hvatningar lítil áhrif haft á undanförnum árum en eitthvað virkaði nú því 4 konur enduðu í 6 efstu sætunum og karlarnir röðuðu sér í neðstu 4 sætin. Óvæntustu úrslitin voru líklega höfnun sjálfstæðis­ manna á bæjarfulltrúanum Geir Jónssyni sem sóttist eftir einu af þremur efstu sætunum en endaði í 7. sæti. Leita má ýmissa skýringa á þeim niðurstöðum og má telja hann í síðari hópnum sem var nefndur hér að ofan. Frekar valdi fólk minna reynda einstaklinga og hafnaði kannski að bæjarfulltrúi færi á skjön við flokksmenn sína í samþykktum um byggingu hjúkrunarheimilis á Völlum og tæki ekki undir allar bókanir flokksmanna sinna við afgreiðslu síðustu fjárhagsáætlunar. Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í stjórnmálum og það sannast best í prófkjörum. Spennandi verður að fylgjast svo með flokksvali Samfylkingarinnar. Guðni Gíslason ritstjóri. leiðarinn 35 ár Stolt að þjóna ykkur Útfararskreytingar kransar, altarisvendir, kistuskreytingar, hjörtu Bæjarhrauni 26 Opið til kl. 21 öll kvöld Símar 555 0202 og 555 3848 www.blomabudin.is Útgefandi: Keilir ehf. kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf. Ritstjóri: Guðni Gíslason Ábyrgðarmaður: Steingrímur Guðjónsson. Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. • Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is www.facebook.com/fjardarposturinn Víðistaðakirkja Sunnudaginn 9. febrúar Guðsþjónusta kl. 11.00 Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur: Sr. Bragi J. Ingibergsson Sunnudagaskóli kl. 11.00 Fjölbreytt dagskrá fyrir börn á öllum aldri, fer fram uppi í suðursal kirkjunnar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. www.vidistadakirkja.is Sunnudagur 9. febrúar Messa kl. 11 Sunnudagaskóli á sama tíma þriðjudagur 11. febrúar Barna- og æskulýðsstarf miðvikudagur 12. febrúar Starf eldri borgara Nanna Guðný Sigurðardóttir sjúkraþjálfari fjallar um mikilvægi hreyfingar. www.astjarnarkirkja.is Ástjarnarkirkja Kirkjuvöllum 1 Sunnudagurinn 9. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldvaka kl. 20 „Trú , von og kærleikur“ Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. www.frikirkja.is Á mánudaginn var tekin skóflustunga að íbúðakjarna fyrir fatlað fólk að Klukkuvöllum 23­27. Þar koma til með að búa 6 einstaklingar í hverri íbúð en íbúðirnar verða sjö, þar af ein fyrir aðstöðu starfsfólks. Húsið verður á einni hæð og áætlað er að íbúar flytji inn snemma á næsta ári. Það er Ás styrktarfélag sem sér um byggingu og rekstur íbúðanna samkvæmt samningi við Hafnafjarðarbæ frá í maí á síðasta ári. Félagið fær einnig lóðina Arnarhraun 50 undir 2ja hæða íbúða kjarna fyrir fólk með þroska skerðingu og hefur jafnframt sótt um eina lóð til viðbótar. Skóflustunga tekin að íbúðakjarna fatlaðra á Klukkuvöllum Styrktarfélagið Ás byggir á þremur stöðum í Hafnarfirði Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Athöfnin á lóðinni Klukkuvöllum 23-27 var mjög stutt, tók aðeins um 3 mínútur og svo var rokið í kaffi.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.