Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Side 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 6. febrúar 2014
Óábyrg meðferð á fjármunum bæjarbúa
Nú stöndum við Framsóknar
menn í Hafnarfirði í stífum
undir búning fyrir vorið. Undir
búningurinn miðar allur að því
að vera tilbúin í að taka þátt í
stjórn bæjarins eftir kosningarnar,
að vera tilbúin með nýjar hug
mynd ir að því hvernig við gerum
bæinn okkar betri og lagfærum
afleiðingar óskilvirkrar fjár
málastjórnunar síðustu ára í
bæjar stjórn. Bæjarfélagið, líkt
og öll önnur bæjarfélög og allt
annað á Íslandi, varð fyrir
áfalli í hruninu, en hérna er
ástandið verra. Hafnarfjarðar
bær, bærinn okkar, er þriðja
skuldsettasta sveitarfélagið á
landinu. Ástæðan fyrir því er
ekki að bæjarfélagið hafi lent í
meira hruni en önnur bæjar
félög, heldur ríkti gengdarlaus
óráðsía í meðferð með fjármuni
bæjarbúa á árunum fyrir hrun.
Ástæðan fyrir því að við minn
umst á kosningaundir búninginn
er að síðustu vikur höfum við
undirritaðir hellt okkur í fjármál
bæjarins. Margir dagar og mikið
erfiði hafa farið í þá vinnu og
hafa undirritaðir ítrekað orðið
von sviknir eftir þá skoðun. En
fjárhagsstaða bæjarins dregur
ekki skapið niður hjá öllum, því
sumir virðast engar áhyggjur
hafa af henni. Þar getum við
nefnt sem dæmi kostnað við árs
hátíð bæjarins 2013 litlar 14
millj ónir króna. Við erum ekki á
móti því að bærinn haldi árshátíð
fyrir starfsmenn sína heldur
er um við á móti því að slíkar árs
hátíðir séu settar í 2007 búning.
Vegna stöðu bæjarins var hálf
skrítið að lesa í fréttum nýverið
að Hafnarfjarðarbær hefði sent
14 starfsmenn á sömu sýninguna
í London til að kynna sér þróun í
tæknivæðingu leik og grunn
skóla. Nú setja undirritaðir sig
ekki á móti tæknivæðingu og
gott og eðlilegt er að fylgjast
með þróuninni – en 14 manns, er
það ekki full mikið í lagt? Hver
haus kostar bæjarfélagið um 250
þúsund krónur sem gerir heildar
pakkann á litlar 3,5 milljónir
króna.
Það er tvennt sem okkur finnst
athugavert við þessa ákvörðun. Í
fyrsta lagi þá skuldar bærinn yfir
220% af árlegum tekjum sínum
og á ekki efni á neinu bruðli og
því er þessi ákvörðun illskiljanleg
út frá því sjónarmiði. Í öðru lagi
að senda 14 manns á sömu
ráð stefnu/sýningu. Ef að bær
inn vill fylgjast með því sem
fram kemur á viðburði sem
þessum þá væri nær að senda
12 starfsmenn, fá þá til þess
að taka helstu ráðstefnugögn
og halda góða kynningu fyrir
aðra starfsmenn þegar heim er
komið. Hvaða faglegu rök
voru fyrir því að senda 14
starfs menn út?
Gagnrýni okkar snýst ekki um
fólkið sem vinnur hjá bænum,
sem gerir sitt besta í sínu starfi
við erfiðar aðstæður. Við erum
hreinlega að kalla eftir því að
bæjarstjórn tryggi að betur sé
farið með þá litlu fjármuni sem
bærinn þó hefur á milli handanna.
Ágúst Bjarni Garðarsson,
stjórnmálafræðingur
Sigurjón Norberg
Kjærnested, varaþingmaður
Ágúst Bjarni
Garðarsson
Sigurjón Norberg
Kjærnested
Svo virðist sem fjöldi bæjarbúa
ætlist til að aðrir þrífi upp eftir þá
það sem þeir skilja eftir á
víðavangi. Áberandi er í dag í
öllum hverfum bæjarins leifar af
skoteldum sem kveikt var í um
áramót og á þrettándanum. Hafa
íbúar lýst eftir eigendunum!
Áramótadrasl bæjarbúa
Bæjarbúar hvattir til að taka til eftir sig
Öruggt leiguhúsnæði
fyrir alla
Eitt helsta verkefni okkar hér í
Hafnarfirði á komandi kjör
tímabili er að bregðast við þeim
gífurlega húsnæðisvanda sem
steðjar að bæjarbúum og raunar
víðar á höfuðborgar
svæðinu. Á fjölmörgum
stöðum í grónum
hverf um í Hafnarfirði
eru reitir þar sem fyrir
hugað er að reisa fjöl
býli. Mikilvægt er að
þarna verði að öllu leyti
horft til þess að byggja
litlar og ódýrar íbúðir
fyrir almennan leigu
markað, en eftir spurn
eftir slíkum íbúðum er mjög
mikil. Huga verður að öruggu
húsaskjóli með lang tíma leigu að
leiðarljósi.
Með því að byggja minni
íbúð ir, sem þó geta hæglega
verið tveggja til þriggja her
bergja, þá er verið að mæta
þörfum hjá mjög stórum hópi
fólks. Sérstaklega mætir þetta
þörf um ungs fólks sem er að
hefja búskap. En þetta mætir
einn ig þörfum einhleyps fólks
sem jafnvel er með börn og
einnig eldra fólki sem hefur hug
á að minnka við sig. Svona mætti
lengi áfram telja þá hópa fólks
sem myndi nýta sér slík húsnæði.
Minni og hagkvæmari einingar
gera fleira fólki kleift að komast
í öruggt húsnæði. Í dag er
framboðið nánast ekkert, og það
litla sem er til er á
al gjör lega óviðráðan
legu verði, enda oftar
en ekki alltof stórar
íbúð ir sem byggðar
voru fyrir hrun.
Með því að byggja
fjölbýlishús í grónum
hverfum, erum við að
þétta byggð og nýta þá
grunnþjónustu sem nú
þegar er til staðar, sbr.
leikskóla, skóla, samgöngur og
fleira. Auk þess sem slíkar bygg
ingaframkvæmdir eru auðvitað
örvun í atvinnulífið á meðan á
framkvæmdum stendur, og auka
í framhaldinu tekjur bæjarins í
formi fasteignaskatta og veitu
gjalda.
Húsnæðisvandinn er stórt
vanda mál og nú þarf að takast á
við hann af fullum krafti og
hugsa í lausnum. Við þurfum að
skapa hér aðstæður svo hægt sé
að bjóða uppá öruggt
leiguhúsnæði og það þolir enga
bið.
Höfundur er viðskiptastjóri.
Ófeigur
Friðriksson
Gróska á Völlunum
Nýr tælenskur veitingastaður
Ban Kúnn er heiti á nýjum
tæ lensk um veitingastað að Tjarn
ar völlum 15, við hliðina á Korn
inu og Bónus. Ban Kúnn merkir á
tælensku „heima hjá þér“ og
þannig vilja þeir Svavar G. Jóns
son og Natthawat Vora mool að
gestum líði eins og heima hjá
sér.
Staðurinn var opnaður sl. föstu
dag og segir Svavar að þeir ætli
að fara rólega af stað á með an
verið sé að fínpússa hlut ina.
Staðurinn er hlýlegur og rúm góð
ur og hafa þeir félag ar lagt áherslu
á að skapa gott and rúms loft.
Matseðillinn var ekki kominn
úr prentun þegar blaðamaður
kíkti við strax eftir opnunina en í
hádeginu voru í boði þrír réttir
sem voru hverjum öðrum ljúf
fengari. Systir Natthawat sem rek
ur veitingastað í Tælandi á
heiðurinn af súrsætu sósunni og
hnetusósunni og enginn verður
svikinn af sósunum.
Bæjarbúar hafa margir hverjir
smakkað á mat frá þeim félög um
því þeir hafa á báðum Aust ur
götuhátíðunum boðið upp á
tælenskan mat fyrir utan hús sitt
en þar hafa þeir verið duglegir
við að rækta margar tegundir af
grænmeti.
Staðurinn er opinn alla daga
kl. 1122.
Staðurinn er rúmgóður og litríkur.
Natthawat Voramool og Svavar G. Jónsson eigendur Ban Kúnn
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Körfubolti
Haukar í úrslit
Kennalið Hauka mætir Snæ felli í úrslitum bikarkeppni kvenna
í körfuknattleik eftir 7666 sigur á Keflavík. Leikið verður 22.
febrúar nk. Haukastúlkur hafa verið mjög öflugar í vetur og eru
nú í 2. sæti í úrvalsdeildinni með 26 stig þegar 8 leikir eru eftir.
U N
bókhald ehf
Almenn
bókhaldsþjónusta
Stofnun félaga
Skattframtöl fyrir
einstaklinga og fyrirtæki
Allt á einum stað
UN Bókhald ehf • Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði
568 5730 • unbokhald.is • unbokhald@unbokhald.is