Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Síða 15

Fjarðarpósturinn - 06.02.2014, Síða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 6. febrúar 2014 og Hraunbúa enda eru markmið gildisskáta m.a. að að flytja hinn sanna skátaanda inn í samfélagið, að veita skátastarfinu stuðning, að útbreiða skátahugsjónina og að stuðla að varðveislu skáta­ minja. Eldri skátar starfa í anda skátahugsjónarinnar og halda áfram að varðveita barnið í sér í leik og starfi á sama tíma og þeir reyna að styðja við starf hinna ungu skáta. Gildisskátar eiga skátaskála við Hvaleyrarvatn og þar hefur gróðurinn vaxið hátt upp og er staðurinn orðinn mikil útivistarparadís í góðu nágrenni við Skógræktarfélag Hafnar­ fjarðar. Formlegir fundir eru að jafnaði mánaðarlega a.m.k., oft í skál anum en einnig í skáta­ heimilinu Hraunbyrgi og víðar. Söngurinn er í hávegum hafður eins og skáta er siður en á fund­ um er einnig hlýtt á fróðlega fyrir lestra um ýmis málefni en á dag skránni má einnig finna leik­ hús ferðir, gönguferðir og fleira. Viltu vera með? Þeir sem áhuga hafa á að starfa með nýju skátagildi eða St. Georgsgildinu í Hafnarfirði geta fundið nánari upplýsingar á http://stgildi.hraunbuar.is og á www.skatagildi.is Stofnfundur nýja skátagildisins, sem Harpa Hrönn Grétarsdóttir og Guðni Gíslason hafa lagt grunninn að, verður í Hraunbyrgi fimmtu­ daginn 13. febrúar kl. 20. Boðið verður upp á kakó og rjóma. Íþróttir Handbolti: 6. feb. kl. 18, Ásvellir Haukar - Akureyri úrvalsdeild karla 6. feb. kl. 19.30, Kaplakriki FH - ÍR úrvalsdeil karla 8. feb. kl. 13.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 8. feb. kl. 14.30, KA heimili KA/Þór ­ FH úrvalsdeild kvenna 8. feb. kl. 16, Strandgata ÍH - Afturelding 1. deild karla 10. feb. kl. 19, Akureyri Akureyri ­ FH bikarkeppni karla 10. feb. kl. 19.30, Hlíðarendi Valur ­ Haukar bikarkeppni karla Körfubolti: 9. feb. kl. 19.15, Keflavík Keflavík ­ Haukar úrvalsdeild kvenna 10. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar - Stjarnan úrvalsdeild karla 10. feb. kl. 19.15, Ásvellir Haukar ­ Njarðvík úrvalsdeild kvenna Handbolti úrslit: Konur: Haukar ­ Fylkir: 34­31 Stjarnan ­ FH: 25­18 Haukar ­ KA/Þór: 34­25 FH ­ Fylkir: 29­21 Karlar: Fjölnir ­ ÍH: 19­25 ÍR ­ Haukar: 24­29 Fram ­ FH: 25­23 Körfubolti úrslit: Konur: Haukar ­ Hamar: (miðv.d.) Keflavík ­ Haukar: 66­76 Snæfell ­ Haukar: 79­64 Karlar: Snæfell ­ Haukar: 96­82 Bílaþjónustan Bilaði Bíllinn – bilaði bíllinn hjá þér? Gerum við bremsur, stýrisenda, spindilkúlur, hjólalegur, startara, alternatora, dempara, gorma, skiptum um rafgeyma, perur, ásamt fleiru. Miðhellu 2, Hafnarfirði Opið virka daga kl. 8-18 • Laugardaga kl. 10-16 Tímapantanir í síma 615 2562 – ódýr og góð þjónusta. Erum með notaða parta í eldri gerðir af bílum Sjálfsþjónusta Leigjum út aðgang á lyftu ásamt verkfærum og suðuvél ef þú vilt gera við bíllin þinn sjálfur. Skátastarf í Hafnarfirði á sér tæpra 89 ára sögu og meðal stofnenda voru ekki ómerkari menn en Benjamín J. Eiríksson síðar hagfræðingur og banka­ stjóri og Jón Oddgeir Jónsson sem síðar gerði garðinn frægan m.a. hjá Slysavarnarfélagi Ís lands. Þeir, ásamt öðrum stjórn endum voru þá ungir að ár um. Flestir eiga gullaldarár sín í skátaaldri ungir að árum og sumir eru ekki í skipulagði starfi nema örfá ár en gleyma aldrei þeim minningum. Það er því ekki út í loftið að segja Eitt sinn skáti ­ ávallt skáti, enda er skáta­ starfið lífstíll fremur en tóm­ stundastarf. 50 ára skátagildi Skátastarf í Hafnarfirði hefur ávallt verið öflugt og í dag blómstr ar skátastarfið í Hraun­ búum í höndum öflugra skáta­ foringja og framtíðin er björt. Eldri skátar hafa ávallt verið virkir í starfi, ýmist með sínum skáta félögum eða í sértækum hópum. Árið 1963 stofnuðu skát ar, sem flestir voru rétt um þrítugt, St. Georgsgildi í Hafnar­ firði, félag eldri skáta. Félagið fagnaði 50 ára afmæli sínu með góðri veislu sl. haust. Nú eru félag arnir 87 og starfið blómlegt. Meðalaldurinn er rúmlega 70 ár en nýir félagar hafa þó vegið upp á móti hækkandi meðalaldri. Það er því ekki að ástæðulausu að blásið sé í glæðurnar og stofn­ fundur nýs skátagildis hefur ver ið boðaður í Hraunbyrgi 13. feb. Í góðu samtarfi við Hraunbúa Í dag er mikil áhersla lögð á gott samstarf St. Georgsgildisins Öflugir Hraunbúar á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Uppgangur í starfi eldri skáta í Hafnarfirði Annað skátagildi stofnað í Hafnarfirði Nýlega voru 7 nýir félagar teknir inn í gamla skátagildið. Kærar þakkir – við erum rétt að byrja! Prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er lokið og við gerum upp niðurstöðurnar. Þegar upp er staðið tóku yfir 1.300 Hafnfirðingar þátt í að velja fólk á framboðslista okkar fyrir komandi bæjar­ stjórn ar kosningar og fjölgaði umtalsvert frá þátttökunni fyrir fjórum árum, sem gefur okkur byr í seglin. Konur náðu sérstaklega góð­ um árangri í prófkjör­ inu, frambjóðenda hóp­ urinn var einstaklega vel skipaður og allir sýndu frambjóðendurnir að þeir ættu fullt erindi í bæjarmálin í Hafnarfirði, með góðum mál­ flutn ingi og kynningu á sér og stefnumálum sínum. Hvar sem frambjóðendur röðuðust í lok prófkjörsins er ljóst að þeir eiga allir góðan hljómgrunn meðal stuðningsmanna og Hafnfirðinga og það mannval viljum við virkja með okkur áfram. Áhrif í forystusæti Sjálfur hlaut ég kosningu í 2. sæti framboðslistans. Ég þakka það traust sem því fylgir og met það mikils, sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi sú kosning var, svo og hins að samtals hlaut ég flest atkvæði frambjóðenda, eða yfir 1.000, sem staðfestir víðtækan stuðning meðal allra þátttakenda. Ég óska Rósu Guðbjartsdóttur til hamingju með kjörið í fyrsta sæti listans og öllum fram­ bjóðendum þakka ég gott samstarf, sem við munum núna styrkja enn frekar í aðdraganda bæjar stjórnar kosning­ anna. Hvatning til stuðningsmanna Ég þakka öllum þeim sem störfuðu með mér, hvöttu mig og studdu í prófkjörinu. Árangur okk ar var frábær og hann tryggir rödd okkar og sjónarmið inn í forystusæti í bæjarstjórn. Ég mun beita mér fyrir hönd okkar og gera mitt til þess að sjónarmið mín og stuðningsmanna minna skili sér í stefnumálum og ásýnd Sjálfstæðisflokksins í kosn inga­ starfinu og á komandi kjör­ tímabili. Til þess þarf ég áfram­ haldandi stuðning og hvatningu ykkar, sem lögðuð mér lið í prófkjörinu. Við eigum verk að vinna. Höfundur er verkfræðingur og bæjarfulltrúi Kristinn Andersen Í prófkjörsreglum Samfylk­ ingar innar eru ákvæði um að kostnaður frambjóðenda vegna þátttöku í prófkjörinu megi ekki fara yfir 150 þúsund kr. Þeim er nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir nota þessa upphæð eða hvort þeir noti hana nema hvað að þeir mega ekki auglýsa í ljós­ vakamiðlum, prentmiðlum eða vefmiðlum! Fjarðarpósturinn hefur áður gagnrýnt þessar reglur því á sama tíma hvetur kjörstjórn fram bjóðendur til að skrifa grein ar í blöð, þ.m.t. Fjarðar­ póstinn sem á því skv. því að fjár magna prófkjörsslaginn! Kynningar til sölu! Fjarðarpósturinn býður fram­ bjóðendum og stuðn ings mönn­ um að kaupa kynningu á fram­ bjóðendum enda geta fram­ bjóðendur ekki búist við því að tryggð verði birting allra greina fyrir prófkjörið. Mega ekki auglýsa! Frambjóðendur mega þó eyða 150 þús. kr. Framsóknarfélögin í Hafnar­ firði auglýsa eftir áhugasömum frambjóðendum eða ábendingum um frambærilega frambjóðendur. Hefur fulltrúaráðsfundur í Fram sókn arfélögunum í Hafnar­ firði falið uppstillingarnefnd að gera tillögu að framboðslista Fram sóknarflokksins fyrir kosn­ ingar til bæjarstjórnar í Hafnar­ firði í vor. Leitar nefndin nú eftir fólki til að taka sæti á lista og öðrum sem áhuga hafa á að starfa með flokknum fyrir og eftir kosningar og í tilkynningu frá flokknum eru nefndarstörf sem til koma með veru flokksins í bæjarstjórn. Framboðsfrestur er til hádegis 12. febrúar. Framsókn stillir upp Kallar eftir áhugasömu fólki

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.