Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. apríl 2014 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikningar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira 30 ára Stofnuð 1983 styrkir barna- og unglingastarf SH Sundstund gefur gull í mund Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is M A D E T O F E E L G O O D. BJÓÐUM DEKK FRÁ: HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI VIÐ HÖLDUM UPP Á 1 ÁRS AFMÆLI VERÐUM MEÐ TILBOÐ Í HVERRI VIKU! Næsta blað miðvikudag 16. apríl Vegna frídaga næstu 3 fimmtu- dag riðlast útgáfa Fjarðarpóstsins nokkuð. Næsta blað kemur út miðviku- dag inn 16. apríl en skírdagur er daginn eftir. Eftir páska kemur blaðið út föstudaginn 25. apríl en sumar- dagurinn fyrsti er á fimmtu deg- inum. Síðasta blað í apríl kemur svo út miðvikudaginn 30. apríl en 1. maí er á fimmtudeginum. Mikilvægt er að senda inn efni og auglýsingar tímanlega fyrir þessi blöð. Fyrirspurnir má senda á auglysingar@fjardarposturinn.is. Auglýsingasími: 565 3066. Opið hús Ás heildverslun Dalshrauni 17 Fullt af fallegu fermingarhárskrauti og gjafavöru á góðu verði 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM Opið í dag fimmtudag og föstudag kl. 14-18 og laugardag kl. 12-16 Dalshrauni 17 • 517 6774 136 milljónir í flýtiframkvæmdir í Kaplakrika Langþráð aðstaða frjálsíþróttafólks að verða að veruleika — gólfefni lagt á Umhverfis- og fram kvæmda- ráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt samning við Fim- leikafélag Hafnarfjarðar um flýti framkvæmdir við frjáls- íþrótta húsið í Kaplakrika, frá- gang í stúku, hellulögn, aðstöðu hreyfihamlaðra, vindfang, gerð tengi byggingar út í Risann ásamt smærri verkum. FH greiðir með afsali eignarhluta í Kaplakrika Kostnað ar áætlun er upp á 136 milljónir kr. og er hlutur bæjarfélagsins 90% en FH 10%. Hafnar fjarð arbær greiðir þó alla upphæðina en FH greið ir sinn hlut með framsali á eign ar hluta í Kapla krika.Hafnar fjarð ar bær greiðir upphæðina með þremur jöfnum afborg unum, 20. mars árin 2015, 2016 og 2017 en þó er endanleg upp hæð háð samþykki bæjar stjórnar hverju sinni. FH mun sjá um allar fram- kvæmdir og áætla verklok 24. október 2015. Mun félagið sjá um fjármögnun verksins og hefur allan kostnað af henni. Hafnarfjarðarbær hefur eftirlit með framkvæmdunum og veitir FH tæknilega ráðgjöf. Langþráð aðstaða Framkvæmdir í frjálsíþrótta- húsi FH eru nú komnir á það stig að hægt verður að nota húsið innan skamms. Búið er að ganga frá veggjum að innan, mála, setja upp hljóðdempun og fl. Í næstu viku verður hafist handa við að leggja tartan á gólf hússins og í framhaldi af því koma menn að utan til að setja upp 200 m hring- hlaupabrautina sem er upp hækk- uð í endana. Aðstaða verður fyrir kastgreinar, hlaup, stangarstökk og hástökk auk þess sem húsið mun nýtast fyrir séræfingar fyrir aðrar íþróttagreinar. Framundan er að einangra og klæða húsið að utan og vænst er að hægt verða að setja hita og loftræstingu í húsið á árinu. Ásmundur Ólafsson málarameistari sem stokkið hefur 198 cm í hástökki og Sigurður Haraldsson formaður frjálsíþróttadeildar FH. Erlendur Árni Hjálmarsson hef ur haft umsjón með fram kvæmd ­ um f.h. Hafnarfjarðar bæjar. Geir Jónsson fráfarandi bæjar­ fulltrúi og Viðar Halldórsson formaður FH voru stoltir af húsinu þegar það var sýnt almenningi í desember sl..Búið er að setja sand í stökkgryfjur og allt að verða klárt fyrir tartan­gólfefnið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.