Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 10.04.2014, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 10. apríl 2014 Umhverfismál eru stórmál Öll erum við hluti af umhverf- inu og höfum áhrif á það með mismunandi hætti. Vitund okkar á umhverfinu hefur aukist verulega hin síðari ár, okkur er ekki sama á hvern hátt gengið er um landið okkar og hvaða efnum er blásið út í andrúms- loftið. Fjölmargar sam- þykktir hafa litið dags- ins ljós og er ein þeirra „Umhverf i ss te fna Hafn ar fjarðar“ sem er al mennt orðuð stefna. Einnig er Hafnarfjörður ásamt langflestum sveit ar félögum aðili að „Stað- ardagskrá 21“ sem er áætlun um það hvernig vinna skuli að sjálfbærri þróun, hvernig vinna skuli að betri lífsgæðum og betra samfélagi nær og fjær, í nútíð og í framtíð. Hvar stöndum við Hafnfirðingar? Eftir að hafa að gefnu tilefni lagt fram tillögur um átak í hreinsun iðnaðarsvæða og eftir að slíkt átak hafi eftir það farið tvisvar fram þá finnst mér að langt sé í land með að umgengni á iðnaðarsvæðum og hafnar- svæðinu sé með þeim hætti að ásættanlegt sé. Þó svo að mörg fyrirtæki séu til fyrirmyndar þá eru því miður fyrirtæki sem mættu taka sig verulega á í um - gengnismálum. Bæjar búar hafa tekið Blá tunnunni vel, papp inn er að skila sér og ein hverjir eru þeirrar skoðunar að við eigum að ganga en lengra í flokkun heimilis úr gangs. Nokkrir skólar og leikskólar í Hafnar firði hafa tekið upp Græn fánann sem er jákvætt og spennandi verkefni en margir skólar og leikskólar á Íslandi eru á grænni grein með Græn fánann sem er alþjóðlegt verk- efni til að auka um - hverfis mennt og styrkja um hverfisstefnu í skólum. Einnig er höfn in að skoða Blá- fánaverk efnið sem er sérstakt verkefni um umhverfis mál smá- bátahafna. Til hvers umhverfisstefna? Rekstrarkostnaður þeirra skóla og leik skóla sem hafa tekið upp Grænfánann er mun lægri en þeirra sem hafa ekki gert það, það eitt ætti að vera hvati til þess að hefja undirbúning að komast á Græna grein auk þess sem er aðalatriðið að umhverfisvitund nemenda eykst með upptöku Grænfánans. Bærinn þarf að vera í fararbroddi með skýrri umhverfisstefnu sem er fram- fylgt og hvetja með markvissum hætti fyrirtæki og einstaklinga að taka upp umhverfisvænan hugs- un ar hátt. Kostir þess að Hafnar- fjörður verði í fararbroddi í um hverfismálum eru augljósir, lífsgæði okkar aukast og fyrir- tæki fá jákvæðari ímynd. Góð umhverfisstefna sem er framfylgt sparar peninga auk þess sem hún bætir umhverfið. Höfundur er varabæjar full­ trúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ó. Ingi Tómasson Grensásvegi 18 . 108 Reykjavík Sími: 510 0000 . garri@garri.is Heildarlausnir í hreingerningavörum fyrir heimili og fyrirtæki. Allt á sama stað. BESTA – HREYFILSHÚSINU FATABREYTINGAR & VIÐGERÐIR síðan 2001 BREYTT, BÆTT & NÝTT/Tvinnakeflið Hefur flutt á Hvaleyrarholtið. MELABRAUT 29 í sama hús og verslun 10/11 Opið 12-17 virka daga Lokað á mánudögum. Jakobína Kristjánsdóttir, kjólaklæðskeri. Sími: 847 4684 HV AL EYR AR BR AU T HVALEYRARBRAUT SU ÐU RB RA UT SU ÐU RB RA UT REYK JANE SBRA UT Á SB R A U T SUÐURBÆJARLAUG MELABRAUT 29 ME LA BR AU T Björt framtíð birtir listann í dag Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkra þjálfari og formaður BHM leiðir lista Bjartrar fram- tíð ar í sveitar stjórnarkosn ing- un um í Hafnarfirði í vor. Segir hún veturinn hafa verið mjög líflegan og skemmtilegan og að vorið leggst vel í hópinn. „Svo er bara að sjá hvort bæjarbúum líkar við hugmyndir okkar um blómlegan, öflugan og umfram allt skemmtilegan Hafnarfjörð. Okkar einu kosningaloforð eru að vera jákvæð, bjartsýn og mál efnaleg,“ segir Guðlaug er Fjarðarpósturinn leitaði eftir staðfestingu á lista efstu manna sem blaðið hafði undir höndum. Listann skipa: 1. Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og form. BHM 2. Einar Birkir Einarsson, kerfisfræðingur, fram­ kvæmda stjóri 3. Borghildur Sturludóttir, arkitekt 4. Pétur Óskarsson, rekstrar­ hagfræðingur, framkvæmda­ stjóri 5. Helga Björg Arnardóttir, klarínettuleikari og tónlistarkennari 6. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri 7. Matthías Freyr Matthíasson, námsmaður og starfsmaður barnaverndar 8. Lilja Margrét Olsen, héraðsdómslögfræðingur 9. Karólína Helga Símonar­ dóttir, mannfræðingur og námsmaður 10. Hlini Melsteð Jóngeirsson, kerfisstjóri F.v.:Einar, Hörður, Lilja Margrét, Karólína, Hlini, Matti, Borghildur, Helga Björg, Pétur og Guðlaug. Brynjar Dagur Albertsson úr Hvaleyrarskóla keppir í undan- úrslitaþætti „Ísland got talent“ á sunnudaginn. Brynjar Dagur er 15 ára og hefur æft breikdans um nokkurt skeið í Kramhúsinu en Hip Hop dans hjá Dansskóla Brynju Péturs í um eitt og hálft ár. Popping dansinum kynntist hann þegar erlendur gestakennari kom hingað til lands seint um haustið 2012 og hefur hann frá þeim tíma lært mest sjálfur með því að skoða vel Youtube mynd- bönd en hefur einnig sótt nám- skeið hjá erlendum gestakenn- urum þegar þau hafa verið í boði. Hann hefur, tvö ár í röð, sigrað í popping flokknum í dans- keppninni „Streetdanseinvígið“ sem er haldin ár hvert á vegum dans skóla Brynju Péturs. Þar að auki sigraði hann einnig með dans hópnum sínum „Cyborgs“ í síðustu keppni. Brynjar Dagur semur öll sín atriði sjálfur. Hafnfirðingar eru hvattir til að styðja við bakið á þessum hæfileikaríka dansara. Brynjar Dagur dansar popping í „Ísland got talent“ Brynjar Dagur keppir í „Íslands got talent“ á sunnudaginn. Lj ós m .: H ör ðu r Á sb jö rn ss on Hraðast á 51 Brot 17 ökumanna voru mynduð á Álfaskeiði á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Álfaskeið í norðurátt, á móts við Mávahraun. Á einni klukkustund, fyrir hádegi, fóru 89 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fimmtungur ökumanna, eða 19%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 42 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 51. Bæjarblaðið fer inn á öll heimili og fyrirtæki í Hafnarfirði Hvar auglýsir þú?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.