Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014 Sundfélag Hafnarfjarðar • sh@sh.is • www.sh.is • 555 6830 Allar upplýsingar um sumarsund Sundfélags Hafnarfjarðar og innritun verða á heimasíðu SH www.sh.is. styrkir barna- og unglingastarf SH Tímabil í boði: 10.-20. júní 23. júní - 4. júlí 7.-.18. júlí 21. júlí - 1. ágúst Sumarsund fyrir hressa krakka Sumarsundskóli Sundfélags Hafnarfjarðar, SH, er með námskeið í Ásvallalaug í sumar Námskeiðin eru fyrir börn á aldrinum 4-10 ára og standa yfir í tvær vikur eða 8-10 skipti. Er barnið þitt að byrja í skóla í haust og er óöruggt í vatninu? Skráðu það í Sumarsund SH! Framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosn­ inga í Hafnarfirði sem fram eiga að fara laugardaginn 31. maí 2014 rennur út laugardaginn 10. maí nk. Yfirkjörstjórn mun þann dag hafa aðsetur í fundarsal bæjarráðs Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 2. hæð frá kl. 10.00 – 12.00 og veita framboðs­ listum viðtöku. Öll framboð skulu tilkynnt skriflega til yfirkjörstjórnar eigi síðar en kl. 12.00 á hádegi þann dag. Yfirkjörstjórn mun á sama stað halda fund með umboðsmönnum framboðslista sunnudaginn 11. maí kl. 17.00 til þess að úrskurða um framboð og listabókstafi. Yfirkjörstjórn vekur athygli á ákvæðum 3.gr.laga nr.5/1998 um kosningar til sveitarstjórnar og VI. kafla sömu laga um framboð og umboðsmenn. Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má nálgast á kosningavef innanríkisráðuneytis www.kosning.is Hafnarfirði 29. apríl 2014 Yfirkjörstjórn Hafnarfjarðar Jóna Ósk Guðjónsdóttir Þórdís Bjarnadóttir, Hallgrímur Hallgrímsson AUGLÝSING UM FRAMBOÐ VIÐ SVEITARSTJÓRNAR­ KOSNINGAR Í HAFNARFIRÐI Brynjar Dagur hefur hæfileika! Sigraði í „Ísland got talent“ Brynjar Dagur Albertsson, 15 ára strákur úr Hvaleyrarskóla, sigraði glæsilega í þættinum „Ísland got talent“. Þar sýndi hann popping dans sem hann hefur æft undanfarið eitt og hálft ár en hann hefur einnig æft breikdans í 4-5 ár. Blaðamaður Fjarðarpóstsins hitt Brynjar Dag í Hvaleyrarskóla en þar var hann heiðraður með bókagjöf fyrir árangur sinn. „Popping er bland af breikdans, hip hop og waack- ing,“ segir Brynjar en aðspurður segist hann að mestu vera sjálf- lærður í popping dansi. „Ég skoða mikið popping á Youtube en fékk mikla hjálp hjá kennara mínum líka.“ Brynjar hefur lært dans í Dansskóla Brynju Péturs auk þess sem hann hefur sótt námskeið hjá erlendum gesta- kennurum. Hann segir ekki marga skóla- félaga deila með sér þessum dans áhuga en þau hafa þó gaman að og hefur Brynjar oft sýnt dans í skólanum. Hann segist ekki hafa dansáhugann úr fjöl- skyldunni en litli bróðir hans dans ar breikdans. „Hann er mjög góður dansari.“ Hvernig tilfinning var að dansa fyrir framan svona stóran hóp af fólki? „Það var bara gam- an að sýna hæfileika sína fyrir framan allt þetta fólk, auðvitað var ég stressaður, ég er alltaf stressaður þegar ég fer á svið.“ Hann segist alls ekki hafa búist við að komst svona langt. Þegar hann komst í úrslitin bjóst hann ekki við að vinna því þangað komust svo hæfileikaríkir ein- staklingar. Brynjar Dagur er í 10. bekk og því var nærtækt að spyrja um framtíðaráformin: „Ég sótti um í Tækniskólanum í forritun en pabbi er líka forritari.“ Aðspurður um framtíð í dansinum segir Brynjar að það sé framtíð í dansinum og hann ætli aldrei að hætta að dansa enda segir hann dansinn vera sitt líf og yndi. Nú langi hann að fara í miðbæ Reykjavíkur og dansa en hann mun kenna popping dans hjá Dansíþróttafélagi Hafnar fjarðar á námskeiði sem þar hefst brátt. Eftir að skólastjóri hafði heiðr- að Brynjar Dag með bókagjöf og blómvendi þakkaði Brynjar fyrir sig með því að dansa fyrir við- stadda við gífurlegan fögnuð. Mátti greinilega sjá af hverju hann sigraði keppnina. Eigum við vonandi eftir að sjá mikið til þessa hógværa en hæfileikaríka dansara í framtíðinni. Brynjar Dagur í hópi nemenda Hvaleyrarskóla. F.v.: Helgi Arnarson skólastjóri Hvaleyrarskóla, Brynjar Dagur, Marsibil Ólafsdóttir aðstoðarskólastjóri og Anna Rós Bergsdóttir deildarstjóri miðdeildar. Brynjar ásamt systkinum sínum. FATABREYTINGAR & VIÐGERÐIR síðan 2001 BREYTT, BÆTT & NÝTT/Tvinnakeflið Hefur flutt á Hvaleyrarholtið. MELABRAUT 29 í sama hús og verslun 10/11 Opið 12-17 virka daga Lokað á mánudögum. Jakobína Kristjánsdóttir, kjólaklæðskeri. Sími: 847 4684 HV AL EYR AR BR AU T HVALEYRARBRAUT SU ÐU RB RA UT SU ÐU RB RA UT REYK JANE SBRA UT Á SB R A U T SUÐURBÆJARLAUG MELABRAUT 29 ME LA BR AU T

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.