Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014 PANTAÐU Á NETINU OG FÁÐU AFSLÁTT REYKJAVÍKURVEGI 60 – SÍMI 561 0562 Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní geta sótt um söluleyfi til skrifstofu tómstundamála, Strandgötu 6, netfang: ith@hafnarfjordur.is Söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara eingöngu fram. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Umsóknum, merktar 17. júní, ber að skila eigi síðar en fimmtudaginn 15. maí kl. 15:00 á Strandgötu 6, en þá verður dregið um staðsetningu söluaðila og er aðilum boðið að vera viðstaddir. Þjóðhátíðarnefnd SÖLUTJÖLD/HÚS Á 17. JÚNÍ Sumarnámskeið barna hjá Siglingaklúbbnum Þyt Þátttakendum er kennt að sigla og umgangast hafið eftir námsskrá Siglingasambands Íslands. Á námskeiðinu er kennt á kayak og seglbáta, siglingareglur og umgengni um báta og búnað þeirra. Í lok námskeiðs gerum við okkur dagamun, hópum i sjóinn, buslum og endum á grillveislu. Hvert námskeið er í tvær vikur hálfan daginn kl. 9-12 eða kl. 13-16. Kennt er í aðstöðu Þyts, Strandgötu 88 og við Hafnarfjarðarhöfn. Námskeiðin verða haldin eftirfarandi daga: 10. júní - 20. júní (fyrir hádegi) ath frídagar eru 9. júní og 17. júní 10. júní - 20. júní (eftir hádegi) ath frídagar eru 9. júní og 17. júní 23. júní - 4. júlí (fyrir hádegi) 23. júní - 4. júlí (eftir hádegi) 7. júlí -14. júlí (fyrir hádegi) 7. júlí -14. júlí (eftir hádegi) 21. júlí - 1. ágúst (fyrir hádegi) 21. júlí - 1. ágúst (eftir hádegi) Innritun er hafin á www.sailing.is Verð: 14.000 kr. fyrir tveggja vikna námskeið. Skráningu er ekki lokið fyrr en við greiðslu. Ekki er endurgreitt fyrir námskeið sem búið er að bóka á nema það takist að fylla plássið sem losnar. Kennitala: 680978-0189 Bankanúmer: 0544-26-31871 Ársreikningur samþykktur - enn betri afkoma en gert hafði verið ráð fyrir. Ársreikningur Hafnar fjarðar- bæjar fyrir árið 2013 var tekinn til seinni umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar 30. apríl sl. og samþykktur með 6 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Lífeyrisskuldbinding bæjarins lækkar Á milli umræðna breyttist út reikn ingur á heildar lífeyris- skuldbindingu Eftirlaunasjóðs starfs manna Hafnarfjarðarbæjar en skuldbindingin lækkaði um 260 milljónir kr. Þá var einnig breyt ing á hreinni eign til greiðslu lífeyris en hún lækkaði um 96 milljónir kr. frá fyrri útreikn ingum þannig að nettó- lækkun skuld bind inganna var um 162 milljónir kr. Hlutur skuldbindinga bæjarins lækkaði um 64 milljónir kr. en skuld ir annarra aðila í sjóðnum lækkaði um 98 milljónir kr. Áhrifin af lækkuninni skila sér í betri afkomu og lægri skuldbindingu. Rekstrarniðurstaða jákvæð Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 18,7 milljörðum kr. fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 17 millj- örð um kr. Rekstrarniðurstaða sveitar- félags ins A hluta var jákvæð um 914 milljónir kr. og A og B hluta jákvæð um 1.411 milljónir kr. Fram legð í A hluta eða EBITA er 2.024 milljónir kr. eða 12% af tekj um og framlegð í A og B hluta er 3.034 milljónir kr. eða um 16,2%. Veltufé frá rekstri 2,4 milljarðar Veltufé frá rekstri hækkar á milli ára, bæði í A hluta og A og B hluta og var hærra en áætlun gerði ráð fyrir. Veltufé frá rekstri í A hluta var á árinu 1.728 milljónir kr. og veltufé frá rekstri í A og B hluta var á árinu 2.432 milljónir kr. og nemur veltufé frá rekstri um 13% af tekjum. Heildareignir A og B hluta námu í árslok 48.483 milljónum kr. en fjárfestingar ársins námu 909 milljónum kr. Skuldir og skuld bind ingar námu 40.438 milljónum kr. og lækka um 1.399 milljónir kr. á árinu. Djass, popp og rokk Hljóðfærakynning í Tónkvísl Opið hús verður í Tónkvísl v/ gamla Lækjarskóla kl. 13-15 á laugardaginn þar sem hægt verður að kynnast hljóðfærum heyra tóndæmi og spjalla við nemendur og kennara. Tónleikar verða í Hallsteinssal kl 13.45 með blandaðri dagskrá, „böndin í beinni“ hljómsveitir nemenda í Tónkvísl undir stjórn kennara leika fjölbreytta tónlist söngnemendur syngja djass, popp og rokk. Aðgangur ókeypis. Landssamband Soroptimista fagnar 40 ára afmæli á þessu ári. Soroptimistar af öllu landinu munu fjölmenna í Hafnarfjörð um helgina af því tilefni. Lands- sambandsfundur Soroptimista verður haldinn í Flensborgarskóla á laugardag þar sem um 200 kon ur koma saman. Sérstakur fyr ir - lesari verður Margrét Pála, upp- hafsmaður Hjallastefnunnar. Nokkr ir erlendir Soroptimistar heim sækja landið að þessu tilefni en meðal þeirra er Ulla Madsen, forseti Evrópusambandsins, sem kemur frá Danmörku. Átján Soroptimistaklúbbar eru starfandi hér á landi en í tilefni afmælisins ætla þeir að sameinast um að styrkja verðugt og gott verkefni. Samtök kvenna af er lendum uppruna fá veglegan styrk. Soroptimistar eru alþjóðleg samtök kvenna sem láta gott af sér leiða. Það er Soroptim ista klúbbur Hafnarfjarðar og Garða bæjar sem heldur utan um Lands sam bands- fundinn. Forseti Soropt imista- sambands Íslands er Hafn firðing- urinn Mjöll Flosa dóttir. Soroptimistar fagna afmæli í Hafnarfirði Ingunn Ásdís, fráfarandi formaður, Mjöll Flosadóttir forseti og Þóra Guðnadóttir, verðandi forseti

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.