Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 08.05.2014, Blaðsíða 10
10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 8. maí 2014 Um þarliðna helgi var síðasta mótið í 5. flokki kvenna, eldra ár. Haukar voru fyrir mótið taplausir og efstir á styrkleikalistanum. Fylkisstúlkur voru einnig tap laus- ar og mættust liðin í fyrsta leik mótsins í Kaplakrika og var hart tekist á í skemmtilegum hand- boltaleik en lokaniðurstaðan var tveggja marka sigur Hauka. 15-13. Hina þrjá leikina unnu bæði lið örugglega og Íslands- meistaratitilinn var Haukanna og var fagnað innilega. Þjálfari liðs- ins er Sigurjón Sigurðsson. Alls léku stelpurnar í 5 mótum í vetur og spiluðu 19 leiki. Þær skoruðu 352 mörk úr 549 en fengu aðeins á sig 154 mörk. Marka hæst var Alexandra Jóhanns dóttir með 110 mörk. Næst kom Berta Rut sem skoraði 105. Heildarmarkvarslan var 48%. Kaffisala Hraunprýði Hin árlega kaffisala Slysa- varnardeildarinnar Hraunprýði verður í Safnaðarheimili Hafnar- fjarðarkirkju á mánudaginn kl. 15-19. Eru Hafnfirðingar hvattir til að mæta, fá sér glæsilegar veitingar af kaffihlaðborði og styrkja gott málefni. Einnig er hægt að panta kaffi- meðlæti á stinag@internet.is MÓTTAKA AÐSENDRA GREINA Fjarðarpósturinn tekur við aðsendum greinum sem fyrr. Almenn hámarkslengd greina er 300 orð. Greinar eru birtar eins og rými í blaðinu leyfir. Að jafnaði er ekki tekið við greinum til birtingar sem einnig eru sendar í birtingu í önnur blöð sem dreift er á dreifingarsvæði Fjarðarpóstsins eða á vefsíðum. Sjá nánar á www.fjardarposturinn.is til leigu Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir húsnæði á höfuðborgar­ svæðinu í langtímaleigu í síðasta lagi frá og með 1. ágúst. Við erum miðaldra hjón með syni okkar 21 og 13 ára, reglusöm og skilvís. Með mæli ef óskað er. Frekari upp- lýs ingar í s. 8682992 og 8963163. heimilisþrif Óska eftir duglegri konu til að þrífa vikulega, 4 tíma í senn. Tími eftir samkomulagi. Uppl. í s. 694 2150. bílar Til sölu Toyota Avenis, árg. 2000. Tilboð óskast. Uppl. í s. 555 3828 eða 863 2846. þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hægstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 849 6827 - hjalp@gudnason.is Bílaþrif. Kem og sæki. Alþrif, þvottur, bón og vélarþvottur. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Garðsláttur í einum grænum. Tek að mér garðslátt í stærri görðum. Hagstætt verð. Geri tilboð. Uppl. í s. 845 2100. tapað - fundið Lyklakippa fannst á göngustígnum í hrauninu skammt frá Setbergs- skóla. Uppl. s. 869 2483. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . m a x 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g fæs t g e f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Yngstu Hafnfirðingarnir Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að fyrstu árin í lífi okkar eru þau allra mikilvægustu þegar kemur að þroska og námi. Það sem við lærum í bernsku hefur gríðarlega mótandi áhrif á lífssýn okkar og per- sónu þroska. Starfs- menn leikskóla gegna því hinu ábyrgðarmikla hlutverki að hlúa að öllum þroskaþáttum barnanna svo þau fái tækifæri til að vaxa og dafna í örvandi um - hverfi. Það er því að mörgu að huga innan leikskólanna til að ná fram þessu markmiði. Innan leikskóla Hafnarfjarðar starfa metnaðarfullir og hæfileikaríkir kennarar og aðrir starfsmenn sem hafa skapað hverjum skóla ákveðna sérstöðu. Á undan förn- um árum hefur þó kreppt að leikskólum bæjarins á sama tíma og kröfurnar hafa aukist um gæði starfsins. Starfsmannafundir sem voru haldnir mánaðarlega voru skertir og er nú fjórðungi minni tími gefinn fyrir þá. Fag- fundir hafa lagst af og fjárframlög til að koma á móts við börn og fjölskyldur þeirra sem hafa ann- að móðurmál en íslensku er ekki lengur til staðar. Þessu hafa stjórn endur leikskólanna mætt með auknu álagi á þá kennara og aðra starfsmenn sem fyrir eru í starfi. Til að koma á móts við þær sanngjörnu kröfur að búa yngstu samfélagsþegnunum hin allra bestu skilyrði þarf nauðsynlega að styrkja innviði leikskóla bæj- ar ins. Framsóknarflokkurinn vill efla skólaskrifstofu Hafnarfjarðar þannig að fleiri stöðugildi séu þar til ráðgjafar við starfsmenn leikskólanna. Sérfræðingateymi skólaskrifstofunnar verði aukið þannig að minnka megi þann langa biðlista sem nú er til staðar eftir mati frá talmeinafræðingum og sálfræðingum. Skoð- að ar verða leiðir til að gefa leikskóla stjórn- end um meira svigrúm til að auka enn fremur heilbrigði og vellíðan barna og starfsmanna skólans þar sem það er ein af for send- unum fyrir farsælu leikskóla- starfi. Bjóða þarf upp á öfluga og hag nýta endurmenntun, auka stöðugildi skólanna, laða að fagfólk og gefa leiðbeinendum leikskóla tækifæri til að eflast enn frekar í starfi. Framsóknar- flokkurinn vill gera Hafnar- fjarðar bæ að leiðandi og eftir- sóknarverðu bæjarfélagi í leik- skólamálum og bæta um leið þjón ustu við bæjarbúa. Þannig náum við bæjarbúar enn frekar því markmiði að frá leikskólum útskrifist ungir Hafnfirðingar með sterka og jákvæða sjálfs- mynd, tilbúnir að takast á við þau verkefni sem bíða þeirra seinna í lífinu. Höfundur er aðstoðarleik skóla ­ stjóri, mastersnemi í stjórnun menntastofnana, móðir fjög urra barna og skipar 9. sæti á fram­ boðslista Framsóknar flokksins. Linda hrönn Þórisdóttir Íslandsmeistarar í 5. flokki Sólgarður Óseyrarbraut 27, Hafnarfirði solgardur@solgardur.is | sími 864 5111 Moldarsala Gróðurmold til sölu Opið alla virka daga kl. 16 - 19 og um helgar kl. 12 - 16 Efri röð frá v.: Sigurjón þjálfari, Katrín, Hólmfríður, Berta Rut, Tinna Lind, Eísa, Þórdís og Alexandra Líf. Neðri röð: Friðbjörg, Wiktoría, Katla Sól, Eva og Alexandra J. Vinnudagur Hollvinafélags Hellisgerðis þetta vorið, verður á laugardaginn kl. 10 til 14 Allar hendur eru vel þegnar og eru þátttakendur hvattir til að taka með sér hanska og nesti en verkfæri eru á staðnum og boð ið verðu upp á kaffi, te og ávaxtasafa. Upplagt fyrir alla fjölskylduna að vinna og njóta útiveru saman í dásamlegu umhverfi. Ætlunin er að kantskera, klippa og snyrta undir stjórn Björns B. Hilmarssonar yfir- verkstjóra Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar í síma 694 3153. Sjálfboðavinna í Hellisgerði Vinnudagur Hollvinafélags Nýr að stoðar ­ skóla stjóri í Öldutúnsskóla Margrét Sverrisdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri við Öldutúnsskóla. Margrét hefur verið deildarstjóri við skólann frá 2008. Í vetur hefur hún verið staðgengill skóla- stjóra. Níu manns sóttu um stöðuna. Fjármála stjóri hættir Gerður Guðjónsdóttir, fjár- málastjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur verið ráðin fram kvæmda- stjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Tekur hún við starfinu í sumar. Þá hefur Anna Jörgensen, lögfræðingur og starfs manna- stjóri Hafnarfjarðarbæjar hætt störfum að eigin ósk. www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.