Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 22.05.2014, Blaðsíða 15
www.fjardarposturinn.is 15 Fimmtudagur 22. maí 2014 Íþróttir Knattspyrna: 22. maí kl. 20, Keflavík Keflavík ­ FH úrvalsdeild karla 23. maí kl. 20, Ásvellir Haukar ­ Tindastóll 1. deild karla 24. maí kl. 16.30, Torfnesvöllur BÍ/Bolungarvík ­ Haukar 1. deild kvenna A-riðill 27. maí kl. 18, Vestmannaeyj. ÍBV ­ Haukar Bikarkeppni karla 27. maí kl. 19.15, Bessast.völl. Áltanes ­ Haukar Bikarkeppni kvenna 27. maí kl. 19.15, Kópavogsv. Breiðablik ­ FH úrvalsdeild karla 28. maí kl. 20, KR­völlur KR ­ FH bikarkeppni karla Handbolti úrslit: Karlar: Haukar ­ ÍBV: 28­29 Sjá má myndir frá þessum spennandi leik á Facebook síðu Fjarðarpóstins Knattspyrna úrslit: Karlar: FH ­ ÍBV: 1­0 HK ­ Haukar: 1­1 Konur: FH ­ ÍA: 2­0 Haukar ­ Keflavík: 5­0 Kosið um einkavæðingu? Á síðustu vikum hefur komið í ljós að fátækt meðal íslenskra barna er meiri og alvarlegri en hingað til hefur verið viðurkennt. Þótt slagsíðan á Alþingi ráði auðvitað mestu um þetta geta sveitarfélögin ýmislegt gert til að koma til móts við þessi börn sem ætla má séu nærri þúsund talsins hér í Hafnarfirði. Til að rjúfa einangrun þeirra barna sem standa utan við íþrótta­ og tómstundalíf er mikil­ vægt að styrkir bæjarins verði í stórauknum mæli látnir renna beint til barn anna. Með því að reikna hverju barni ákveðna fjárhæð í formi frístundakorts mun fjárhagur ekki hindra þátt­ töku á sama hátt og verið hefur hér sem annars staðar. Auk frístundalífs verður að koma algerlega í veg fyrir að bær inn mismuni börnum gagn­ vart grunnskólanámi. Í stað þess að ganga lengra í niðurgreiddri markaðsvæðingu verðum við að tryggja að leik­ og grunnskólar á vegum bæjarins verði í fremstu röð. Þetta verður ekki tryggt nema allir bæjarbúar ­ óháð efna­ hag ­ hafi sömu hagsmuni af viðhaldi öflugra grunnskóla. Á meðan við í VG viljum auka fjölbreytni og sveigjanleika í þeim skólum sem reknir eru á vegum bæjarins vilja aðrir nota sameigin­ lega sjóði okkar til að hlaða enn frekar undir forrétt­ indaskóla handa þeim betur settu. Kjós endur verða að fá skýr svör við því hvort fram bjóðendur ætla að tryggja hér jafn­ rétti til náms eða ganga lengra í átt til aukinnar mis skipt ingar. Miðjuflokkarnir verða að koma út úr skápn um með það hvort þeir hygg ist frek ar standa með okkur vörð um grunnstoðir bæjarins eða láta undan vilja sjálf stæðis manna til aukinnar einka væð ingar. Eins og staðan er nú er VG eini áreiðanlegi valkost urinn gegn því að auðræðið muni á næstu árum naga sig fastar í grunn stoðir bæjarins. Markaðsvæðing í mennta­ og velferðarmálum ýtir undir aukna misskiptingu og samfélags kostn­ að sem seint verður reiknaður til fulls. Í staðinn verðum við að tryggja að Hafnarfjörður verði áfram bær fyrir okkur öll. Höfundur er knattspyrnu- mað ur og skipar 3. sæti Vinstri grænna. Sverrir Garðarsson Stjórnandi: Hrafnhildur Blomsterberg Kór Flensborgarskólans þriðjudaginn 27. maí kl. 20.00 2014 Tónleikar í Hamarssal Flensborgarskólans Aðgangseyrir kr. 1.000 en 500 fyrir nemendur Forsala miða er í Súfistanum í Hafnarfirði og hjá kórfélögum. Boðið verður upp á kaffi í hléi. Gestir: Flensborgarkórinn Tryggjum öflugan hús­ næðis markað í Hafnarfirði Framsóknarflokkurinn leggur ríka áherslu á fjölskylduvænt sam félag þar sem allir búa við jöfn tækifæri og öryggi. Nú hefur verkefna­ stjórn um húsnæðismál skilað af sér tillögum sem munu hafa mikil áhrif á húsnæðismál til hins betra. Við í Fram­ sókn viljum að bæjar­ stjórn Hafnarfjarðar taki skýra afstöðu til hlutverks sveitar félags­ ins í þeim tillögum. Það er nauðsynlegt til að tryggja öflugan húsnæðis markað hér í Hafnarfirði. Svo allir þeir sem hér vilja búa hafi val og öruggt húsaskjól. Það skiptir miklu máli að börnin okkar alist upp sínu hverfi, í sínum skóla og með sínum vin um. Jafnvel þó fjölskyldan þurfi að stækka eða minnka við sig. Það er því mikilvægt að huga að nægu og fjölbreyttu húsnæði innan hvers hverfis í bænum. Í stefnuskrá Framsóknar­ flokks ins fyrir þessar kosningar setjum við fram nokkur skýr atriði sem munu hafa áhrif á hús næðis mark­ aðinn til hins betra. Lækkun lóða gjalda þarf að kom a til svo byggingar aðilar sjái sér fært að byggja hag­ kvæmt hús næði. Við viljum síðan fella niður lóðagjöld fyrir íbúð ir sem eru 65 m2 eða minni til að mæta brýnni þörf á ódýru húsnæði. Með því að styðja við stofnun leigufélaga og fella niður lóðagjöld að hluta eða öllu leyti er hægt að tryggja til fram tíðar framboð lít illa og meðalstórra íbúða í Hafnarfirði. Nauðsynlegt er síðan að gera ítarlega úttekt og þarfagreiningu á félagslega hús næðiskerfinu hér í Hafnarfirði þannig að þeim sem eru í mest um vanda sé hjálpað. Biðin eftir félagslegu húsnæði er Jenný Jókakimsdóttir Aðalfundur Badmintonfélags Hafnarfjarðar verður haldinn föstudaginn 23. maí kl. 18:30 í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. alltof löng og hefur þessari þörf ekki verið sinnt sem skyldi undan farin ár hjá bæjar yfir­ völdum. Við í Fram sókn viljum tryggja fjöl breytta valkosti hús­ næðis fyrir alla hópa samfélagsins og í þeim efnum þarf að vinna hratt og vel. Til að svara brýnni þörf þeirra sem eru í húsnæðis­ vanda í dag. Höfundur skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.