Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 04.09.2014, Qupperneq 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. september 2014 Söngur og framkoma10 vikur fyrir 10-12 ára, 13-15 ára, 16 ára og eldri. Einsöngvaranám - 12 vikur 16 ára og eldri. Söngleikir - MasterClass 6. - 13. nóvember - 3. skipti. Áheyrnarprufur-Námskeið 2.- 9. október - 3 skipti. Hvernig á að undirbúa sig fyrir söngvakeppnir, leikhúsprufur og inntökupróf? Haustnámskeið hefjast 15.september nýtt nýtt www.meiriskoli.is Kennsla fer fram í Hafnarfirði og Reykjavík Nánari upplýsingar eru á facebookinu okkar “MEiriskóli” og á heimasíðunni www.meiriskoli.is. Skráning er á netfangið meiriskoli@meiriskoli.is og í síma 822 0837. Lærðu á röddina lærðu á sjálfan þig  Það er alltaf gaman þegar vel gengur í íþróttum. Árangur mælist þó ekki eingöngu í unnum sigrum heldur og miklu frekar mælist hann í framförum, gleði og góðu samstarfi. Stelpurnar í 6. flokki Hauka í fótbolta spiluðu í síðustu viku til úrslita á Íslandsmótinu og stóðu sig mjög vel og voru ánægðar með sinn árangur. Sigruðu þær Breiðablik 4­1 í fyrsta leik, en töpuð svo 0­1 fyrir Grindavík og 1­3 fyrir ÍBV sem hampaði Íslandsmeistarabikarnum í flokki A­liða en Hauka stúlkur urðu í þriðja sæti. Ekki slæmur árangur það! Leikið var í Vestmanna­ eyjum. Þá höfnuðu Haukar líka í 3. sæti í flokki D­liða, Valur2 varð Íslandsmeistari en FH í öðru sæti og FH 2 í 4. sæti. Leikið var í Kaplakrika. Eva Dís, Kristín Björk, Hildur Jana, Krista Sól, Telma Ýr, Sóley og Hera Brá ásamt þjálfara liðsins, Andra Rafni Ottesen. Kepptu til úrslita Eldhressar Haukastelpur í fótbolta Ný kvenfataverslun á Dalshrauni 11 Kvenfatnaður frá small og upp úr skart og fl. Opið kl. 11 til 18 alla virka daga og fyrsta laugardag hvers mánaðar Hlökkum til að sjá ykkur Forever fashion | Dalshrauni 11 | Finndu okkur á Facebook Haukar Hafnarfjarðarmeistarar Sleppa ekki takinu á FH-ingum Íslandsmótið í handknattleik hefst innan skamms. Hafnar­ fjarðarmótið í handbolta karla er einn liður í undirbúningi félaganna fyrir Íslandsmótið en að þessu sinn kepptu auk FH og Hauka, ÍBV og Akureyri. Hafnarfjarðarliðin sigruðu sína andstæðinga nokkuð auðveld­ lega og léku því til úrslita. Þar höfðu Haukar yfirhöndina, hleyptu FH­ingum aldrei nálægt sér. Mest munaði um gríðarlega sterka vörn Haukanna sem frekar lágvaxið lið FH­inga réð illa við. Það voru því Haukar sem hampa Hafnarfjarðarmeistara­ titlinum og ekki síður mont­ réttinum sem FH­ingar hljóta að vera orðnir mjög óþreyjufullir eftir að ná af Haukunum. Akureyri sigraði svo ÍBV í leik um þriðja sætið, 28­27 eftir að hafa verið 9 mörkum undir í hálfleik. Fyrsti leikur FH og Hauka í Íslandsmótinu verður 25. september í Kaplakrika. Adam Haukur Baumruk skoraði 6 mörk fyrir Hauka. Hafnarfjarðarmeistar Hauka, greinilega tilbúnir fyrir Íslandsmótið í handknattleik. Stundum slapp boltinn framhjá. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.