Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 16
14 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Málþing um málverk Kl. 20 í kvöld verður málþing í Hafnarborg undir yfirskriftinni Samtal um málverk í tengslum við sýninguna Vara-liti sem nú stendur yfir. Þátttakendur eru þau Aðalheiður Valgeirsdóttir myndlistarmaður og listfræðingur sem nýverið hefur skilað af sér veigamikilli ritgerð um málverkið á Íslandi á 21. öldinni, mynd listar- maðurinn JBK Ransu og sýningarstjóri sýningarinnar Birta Fróðadóttir. Í kjölfarið mun Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri Hafnarborgar hafa umsjón með pallborðsumræðum um einkenni og gildi málverksins í samtímanum. Ráðstefna um skólamál Í kvöld, fimmtudag kl. 20 í Flens- borgarskóla stendur Framsýn, skólafélag fyrir ráðstefnu um skólamál í Hafnarfirði þar sem m.a. verður kynning á fyrirhuguðum grunnskóla fyrir 8.-10. bekk þar sem áhersla verður lögð á íþróttir, heilsu og tölvutækni. Ritvélar í Bæjarbíói Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson ásamt sínum kraftmiklu Ritvélum framtíðarinnar verður með tónleika í Bæjarbíói annað kvöld, föstudag kl. 21. Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafnarfjarðar Aðventutónleikar Lúðrasveitar Hafn- arfjarðar verða haldnir í Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 14. Á efnisskránni er meðal annars að finna þekkt rússnesk þjóðlög og nýlega tónlist fyrir lúðrasveit eftir Philip Sparke, Richard Saucedo og Jacob de Haan – auk hefðbundinna marsa. Einleikari á tónleikunum er klarinettuleikarinn Kristín Jóna Bragadóttir sem leikur Clarinet on the Town eftir Ralph Herman. Stjórnandi Lúðrasveitar Hafn ar fjarðar er Rúnar Óskarsson. Miðaverð er 1500 kr. en aðgangur er ókeypis fyrir börn og unglinga yngri en 16 ára. Dagskrá Jólaþorpsins Laugardag. 12:00 Jólahúsin opna 16.00 Barnakór Víðistaðakirkju 16:30 Hátíðardagskrá og formleg opnun Jólaþorps. 16:40 Lúðrasveit Hafnarfjarðar hitar upp fyrir tendrun 17:00 Tendrað á jólatrénu sem er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar Frederiksbergi í Danmörku 17:30 Úti-jólaball. Allir syngja og dansa í kringum jólatréð. Sunnudag: 12:00 Jólahúsin opna 13:30 Sigurvegari úr söngkeppni Mosans 14:00 Nemendur úr Söngskóla Margrétar Eir syngja 14:30 Söngvasyrpa Leikhópsins Lottu 15:00 Söngdúett frá nemendum Kristjáns Jóhannssonar. Jólasveinar á svæðinu kl. 14-16. Opnar vinnustofur Á laugardaginn kl. 14-18 verða opnar vinnustofur Rúnu, Ingu og Stínu að Austurgötu 17. Rúna sýnir og selur myndverk, Inga og Stína undir merkinu Koffort verða með ýmsar vörur úr ull og silki eins og teppapeysur, sjöl, trefla, húfur og herraslaufur. Auk þess kynnir og selur Kolbrún Anna Björnsdóttir nýútkomna bók sína og Völu Þórsdóttur „Á puttanum með pabba“. Þorgrímur Gestsson kynnir og selur nýútkomna bók sína „Í kjölfar jarla og konunga“. Verið velkomin að njóta með okkur notalegrar samverustundar í upphafi aðventunnar. Snúið og skorið „Snúið og skorið“ verður með opið hús á laugardaginn kl. 13-17 í vinnu- stofu/galleríi að Dalshrauni 12, (á móti Golfbúðinni). Við sýnum og seljum rennda og útskorna hluti. Allir hjartanlega velkomnir. Jóladagskrá í Bókasafninu Bókasafn Hafnarfjarðar verður með metnaðarfulla jóladagskrá til 4. desember. Upplestur fyrir yngstu börnin, upplestur fyrir eldri börn, tvö stór upplestrarkvöld fyrir fullorðna. Lifandi tónlist. Kaffi húsastemning í samstarfi við Súfistann. Jólaorigami- föndur. Eitt hvað fyrir fólk á öllum aldri. Nánari upplýsingar á síðu bóka- safnsins, www.bokasafnhafnarfjardar. is Vinnustofugallerí Í tilefni aðventunnar er opið hús á laugardaginn kl. 12-18 í Gallerí Ý, vinnustofugalleríi í gömlu Prentsmiðju Hafnarfjarðar að Strandgötu 18. Margt forvitnilegt að sjá og skoða. Tónleikar í Bæjarbíói Margrét Eir og Páll Rósinkranz vera með tónleika í Bæjarbíó á laugar- dagskvöld kl. 20. Með þeim er hljómsveitin Thin Jim, það eru þeir Jökull Jörgensen, Andrés Þór Gunnlaugsson, Kjartan Guðnason og Davíð Sigurgeirsson. Fleiri góðir gestir verða með þeim á tónleikunum meðal annars Pétur Hjaltested, Stefán Ómar Jakobsson og Eiríkur Rafn Stefáns- son. Samhljómur 16 strengja Á sunnudaginn kl. 20 kemur Strengja kvartettinn Siggi fram á tónleikum tónleikaraðarinnar Hljóðön í Hafnarborg. Þar verður hugmyndum um kvartettformið velt upp og sameining hljóðfæranna fjögurra í einn hljóðheim hugleidd. Á efnisskrá eru verk eftir Giacinto Scelsi, Naomi Pinnock og frumflutningur bæði Strengjakvartetts nr. 2 eftir Atla Heimi Sveinsson og nýs verks eftir Unu Sveinbjarnardóttur. Hópurinn er skipaður Unu Sveinbjarnardóttur og Helgu Þóru Björgvinsdóttur, fiðlu- leikurum, Þórunni Ósk Marínósdóttur, víóluleikara og Sigurði Bjarka Gunn- arssyni, sellóleikara. Jólabingó Kiwanis Miðvikudaginn 3. desember kl. 20 verður Kiwanisklúbburinn Sólborg með jólabingó Í sal Flens borgar skól- ans. Húsið verður opnað kl. 19.15. Stórglæsilegir vinningar. Spjaldið kostar 500 kr. Allur ágóði rennur til góðra málefna. Kaffi og gos selt á staðnum. Sendið stuttar tilkynningar á ritstjorn@fjardarposturinn.is menning & mannlíf þjónusta Tölvuviðgerðir alla daga, kem á staðinn, hagstætt verð. Sími 664 1622 - 587 7291. Tölvuaðstoð og viðgerðir Viðgerðir og kennsla í tölvunotkun. Apple* & Windows. Kem í heimahús. Sími 824 9938 - hjalp@gudnason.is Innréttingasmíði, viðgerðir, almenn smíði og viðgerð á húsgögnum. Trésmíðaverkstæði Gylfa ehf. sími 897 7947. Bílaþrif. Kem og sæki. Nú er rétti tíminn til að bóna bílinn fyrir veturinn. Úrvals efni. Hagstætt verð. Uppl. í s. 845 2100. Ódýr húsgagnahreinsun - einnig leðurhreinsun. Djúphreinsun hægindastóla, sófasett, rúmdýnur og teppi. Hreinsum í höndum leðuráklæði. Komum heim til fólks og hreinsum. Sími 780 8319. Til sölu Til sölu fallegur minkacape (slá) brúnir litir, með vösum í fóðri. Einn eigandi. Uppl. í s. 848 0481. smáauglýsingar aug l y s i n gar@f jardarpos t u r i n n . i s s ím i 5 6 5 3 0 6 6 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r. m . v . h v e r 1 5 0 s l ö g . M y n d b i r t i n g 7 5 0 k r. Ta pað - f u n d i ð o g Ge f i n s : FR Í TT R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! www.fjardarposturinn.is Loftnet - netsjónvarp Viðgerðir og uppsetning á loftnetum, diskum, síma- og tölvulögnum, ADSL/ljósleiðurum, flatskjám og heimabíóum. Húsbílar - hjólhýsi! Loftnetstaekni.is sími 894 2460 Stofnað 1982 Dalshrauni 24 • Sími 555 4855 steinmark@steinmark.is Reikni gar • Nafnspjöld Umslög • Bæklingar Fréttabréf Bréfsefni Og fleira www.facebook.com/ fjardarposturinn Skoðaðu fjölmargar myndir úr bæjarlífinu Smelltu á LÍKAR VIÐ LÆKJARGATA 34 c • HAFNARFJÖRÐUR • WWW.GULLSMIDJAN.IS WISH Opið til kl. 22 fimmtudagskvöld 15% afsláttur Ný sending komin! Nýjar vörur – góðar gjafir Náttsloppar, handklæði, bolir, slæður, kjólar, skyrtur, treflar, leðurjakkar, töskur og svo miklu, miklu meira! Drafnarfelli 4, Breiðholti - á móti Breiðholtsskóla ATVINNA Óskum eftir þroskuðum starfsmanni í almenn afgreiðslustörf og frágang. Áhugasamir sendi upplýsingar um sig á netfangið bankunn@simnet.is - öllum verður svarað. Ban Kúnn Thai Restaurant Tjarnarvöllum 15 Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.