Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 8
6 www.fjardarposturinn.is FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Hönnunar og handverksmarkaður á Strandgötu 11 (Húsnæði vinstri grænna) Laugardagana 29. nóvember 6. desember 13. desember 20. desember Opnunartími: 12:00-18:00 kjólar · töskur · náttuglur · grifflur spiladósir · eyrnabönd · sjöl barna ullarnærbolir · húfur jurtalitað ullarband · hálsmen Söngvaskáldin Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur halda tónleika í Víðistaðakirkju á sunnudaginn kl. 20 undir yfir skriftinni Eitthvað fallegt. Tón leikarnir heita eftir sam nefndri hljómplötu þeirra, sem kom út í fyrra hjá Dimmu útgáfu. Á tónleikunum kennir ýmissa grasa úr jólagarðinum, bæði verða flutt sígild íslensk jólalög og nokkur frumsamin lög af listafólkinu og er áherslan lögð á látleysi, einfaldleika og einlægni í flutningi. Allur hljóðfæraleikur er í höndum tríósins og er hljómnum þannig haldið eins lágstemmdum og mögulegt er. Ragnheiður, Kristjana og Svavar leggja upp úr því að stemmningin á tónleikunum verði líkust kvöldvöku eða góðri samverustund og verður húmorinn og gleðin látin ráða ferð milli jólalaganna. Þetta ætti því að vera hin fínasta stund fyrir alla fjölskylduna. Börn og unglingar velkomnir Svavar Knútur segir mjög mikilvægt að börn og unglingar séu velkomnir með á tónleika, enda sé mikilvægt að jóla­ tónleikar séu hluti af samveru­ stundum fjölskyldunnar. „Við leggjum líka mikla áherslu á að hafa þetta allt kósý og afslappað, svo fólk fari ekki út með suð í eyrunum og hausverk,“ segir Svavar. „Það er eitthvað svo dásamlegt að dvelja í hæglátri stemmningu og eiga notalega kvöldstund saman. En það verður samt stuð og gleði, annað er ekki í boði.“ Miðaverð er 3.500 kr., ókeypis er fyrir börn og unglinga og afsláttur fyrir eldri borgara, öryrkja og atvinnulausa. Hluti miðaverðs tónleikanna rennur til góðs málefnis í heimabyggð. Ragnheiður, Svavar Knútur og Kristjana syngja í Víðistaðakirkju á sunnudagskvöld Eitthvað fallegt á tónleikum Ragnheiður Gröndal, Kristjana Stefáns og Svavar Knútur Setning: Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, formaður Foreldrafélags Álftanesskóla Agla Bríet, Veronika Heba og Thelma, nemendur í 8. bekk Álftanesskóla og Dansskóla Birnu Björns, sýna frumsaminn dans Álftaneskórinn flytur nokkur lög Tískusýning - nemendur í 5. bekk sýna eigin hönnun Grænfánaverkefni Álftanesskóla Una Stef spilar og syngur nokkur lög Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir, 13 ára Norður-Evrópumeistarar í Latin-dönsum, sýna dans Kvennakór Garðabæjar Ingó Veðurguð flytur nokkur lög Stefán Hilmarsson flytur nokkur lög og áritar nýju jólaplötuna sína Nemendur í nútímadansi í Listdansskóla Hafnarfjarðar sýna frumsaminn dans Birta Marín, nemandi í Álftanesskóla, syngur Hraðbingó Lions – allir spila ókeypis bingóspjöld – veglegir vinningar Agla Bríet, nemandi í Álftanesskóla, syngur jólalög Kveikt á jólatrénu, jólasveinar mæta á staðinn Lionsklúbburinn Seyla og Lionsklúbbur Álftaness bjóða upp á ókeypis blóðsykursmælingar. Hægt er að panta sölu- og kynningarborð fyrir 28. nóv. í gegnum netfangið godgerdadagur@gmail.com. Hvert söluborð kostar 3000 kr. Allur ágóði af leigu borðanna rennur til góðs málefnis. Líknarsjóður Álftaness tekur á móti AUKApakkanum og Rauði krossinn í Garðabæ tekur á móti fatapokanum. DAGSKRÁ 13.00 - 13.30 14.00 - 14.30 14.30 15.00 - 15.30 15.30 - 16.00 16.15 Álftanesi, laugardaginn 29. nóvember í Íþróttamiðstöðinni kl. 12.00 – 16.00 Handverksmarkaður, hönnunarvörur, söluborð, kaffisala og fleira ALLIR VELKOMNIR Jóla- og góðgerðadagurinn Foreldrafélag Álftanesskóla og hin ýmsu félagasamtök Nemendur í 10. bekk Álftanesskóla verða með kaffisölu. Nemendur í 7. bekk verða með dekurhorn. Nemendur í 6. bekk verða með jóla merkimiða til sölu. Nemendur í 4. bekk verða með tombólu, allur ágóði mun renna til góðra málefna. Kynnir: Sigríður Klingenberg Ingó Veðurguð mætir HRAÐ-BINGÓ TOMBÓLA KAFFI- SALA Stebbi Hilmars mætir á svæðið Leikskólabörn skreyta Leikskólabörn Hafnarfjarðar skreyta jólatrén í Jólaþorpinu í vikunni fyrir opnun. Þá koma þau í mörgum hópum frá öllum leikskólum bæjarins með fallega skrautið sitt. Tekið er á móti um 400 leikskólabörnum sem stolt leggja leið sína í þorpið til að skreyta. Það er því virkilega fallegt um að litast í Jólaþorpinu og fjölbreytt og litríkt skraut. Í fyrra fór af stað skemmtilegt verkefni þegar ákveðið var að skreyta hluta Hellisgerðis. Þetta verður endurekið í ár og eru það 6. bekkingar sem sjá um að fegra viss svæði í Hellisgerði með alls konar skrauti og setja þannig ævintýralegan blæ á garðinn fallega. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.