Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 27.11.2014, Blaðsíða 2
FJARÐARPÓSTURINN | FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 2014 Laugardaginn 26. nóvember 1994 var verslunarmiðstöðin Fjörður opnuð. Þá hét hún reynd­ ar Miðbær en nafnin var síðar breytt í Fjörður. Í frétt í Fjarðarpóstinum segir að með tilkomu Miðbæjar hafi verslunarrými verið aukið um 5.000 fermetra og þar verði 30 verslanir og þjónustufyrirtæki. Var mikið um dýrðir á opnunar­ deginum og sagt var að brotið hafi verið blað í verslunarsögu bæjarins. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og margt breyst. Verslanirnar Dalakofinn og Úr og gull hafa báðar verið í Firði öll 20 árin auk rakarastofunnar Carters. Þá var verslunin 11­11 með frá upphafi en breyttist í 10­11 og Búnaðarbankinn varð KB­banki og síðar Arionbanki. Margir höfðu af því áhyggjur þegar Vínbúðin ákvað að fara úr Firði í stærra húsnæði, en þær áhyggjur voru að ástæðulausu. Reynsla Svía af því þegar Systembolagen hvarf úr mörgum verslunar miðstöðum var sú að verslun jókst. Nýjar búðið komu í staðinn og menn áttuðu sig á að þeir sem komu til að versla áfengi fóru sjaldnast í aðrar verslanir líka. Þar sem Vínbúðin var hafa Símabúðin og Íslandspóstur komið sér fyrir. Íslandspóstur býður í dag upp á margt annað en póstþjónustu og Símabúðin býður upp á enn meira úrval af símum og fylgibúnaði en einnig upp á fjölbreyttar aðrar vörur. Ýmsar uppákomur hafa verið í Firði undanfarið og greinilegt að þar á bæ hefur verið spýtt í lófana og tekið til hendinni. Fjörður verður í hátíðarbúningi um helgina og mikið um dýrðir. Eru Hafnfirðingar og nær­ sveitafólk hvatt til að bregða sér í Fjörð og upplifa! Verslunarmiðstöðin Fjörður 20 ára Nýjar verslanir – Pósturinn, Dís og Símabúðin hafa stækkað – Uppákomur og bjartsýni Íbúum Hafnarfjarðar hefur fjölgað um 60% Þegar verslunarmiðstöðin var opnuð voru íbúar Hafnarfjarðar tæplega 17.400. Í dag eru íbúar Hafnarfjarðar tæplega 27.800 og hefur þeim því fjölgað um 60% á síðustu 20 árum. Oft líflegar uppákomur í Firði Með samtakamætti er öðru hverju boðið upp á skemmtilega viðburði í Firði. Nýlega var tívolí á planinu, Bjarni Arason og gospelkór söng við góðar undirtektir og opið var til miðnættis. Í dag er aftur hátíð og opið til miðnættis enda 20 ára afmæli Fjarð­ ar. Verið velkomin í Fjörð! Eldhress gospelkór Tívolí fyrir utan Fjörð Bjarni Ara syngur Bátasýning á 2. hæðinni Það er gaman að kaupa inn í Hafnarfirði! OPIÐ Í FIRÐI Fimmtud.: Opið til miðnættis Föstud.: Opið til kl. 18 Laugard.: Opið til kl. 18 Sunnud.: Opið kl. 13-17

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.