Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.2009, Síða 12

Læknablaðið - 15.05.2009, Síða 12
F R Æ Ð I G R E I RANNSÓKN N A R Tafla 1. Spurningar sem lagðar voru fyrir lyfjafræðinga í apótekum á höfuðborgar- svæðinu árið 2007. Hvaöa tegund af neyðargetnaðarvörn afgreiðir þú oftast? Valmöguleikar: Postinor = 100%, NorLevo = 0%, annað = 0% Hversu langan tíma gefur þú þér til þess að ræða við einstakling sem biður um „daginn eftir pilluna"? Svar: 0-2 mín = 41%, 3-5 mín = 41%, 5-10 mín = 18%, >10 min 0 =%. Þegar þú afgreiðir neyðargetnaðarvörn, athugar þú hversu langur tími er liðinn frá samförum? Svar Já 92%, nei 8 %. Spyrðu hvort einstaklingur sé með háþrýsting eða hvort hjarta- og æðasjúkdómar séu í fjölskyldunni? Svar: Já 18%, nei 82% Spyrðu einstaklinginn hvort hún hafi fengið legpípubólgu eða haft utanlegsfóstur? Svar: Já 3%, nei 97% Athugarðu hvort hún sé með barn á brjósti? Svar: Já 26%, nei 71%, autt 3% Gerir þú einstaklingnum grein fyrir þvi að neyðargetnaðarvörn getur m.a. milliverkað við fenytoin, karbamazepin, náttúrulyf sem innihalda Jóhannesarjurt, riampisin, ritónavir, rífabútín? Svar: 46% spyrja um lyfjanotkun almennt, nei 54% Gerir þú einstaklingnum grein fyrir því að neyðargetnaðarvörn er ekki vörn gegn kynsjúkdómum? Svar: Já 44%, nei 56% Gerir þú einstakiingnum grein fyrir að neyðargetnaðarvörn er ekki eins örugg og reglubundin getnaðarvörn? Svar: Já 77%, nei 23% Spyrðu einstaklinginn hvort hún hafi tekið neyðargetnaðarvörn áður? Svar; Já 95%, nei 5% Ef já: Spyrðu hvort það sé innan sama tiðahrings? Svar: Já 78%, nei 22% Ef svo er afgreiðir þú þá neyðargetnaðarvörn? Svar: Já 30%, nei 38%, já og nei: 32% Ef kona hefur fengið neyðargetnaðarvörn skömmu áður ráðleggur þú henni að velja aðra getnaðarvörn sem veitir lausn til lengri tíma? Svar: Já 87%, nei 13% Afgreiðir þú karlmenn með neyðargetnaðarvörn Svar.já 51%, nei 49% Ef já talar þú við konuna í síma? Svar: Já 55%, nei 45% Spyrðu hann um heilsufarsupplýsingar hennar? Svar: já 45%, nei 50%, autt 5% Afhendir þú honum neyðargetnaðarvörn ásamt bæklingi og lætur hann koma skilaboðum/ upplýsingum áfram til hennar? Svar: já 70%, nei 25%, autt 5% Ræðir þú við einstaklinginn í einrúmi? Svar: alltaf 58%, oft 13%, sjaldan 26%, aldrei 3% Afgreiðir þú neyðargetnaðarvörn beint yfir afgreiðsluborðið án þess að ræða við einstaklinginn i einrúmi? Svar: alltaf 10%, oft 23%, sjaldan 19%, aldrei 54% forvarnar og heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa það í huga.7 Notkun neyðargetnaðarvarna fylgja álitamál sem varða ekki síst hvernig lyfið skuli afgreitt. Landlæknisembættið gaf árið 2001 út leiðbeiningar um gjöf lyfsins og aðstæður sem skyldu vera til staðar þegar það væri afgreitt. Með því var staðfest að um neyðarlyf væri að ræða samkvæmt lyfjalögum nr. 93/1994. Tilmæli voru gefin um aðstæður í apótekum, þannig að konan gæti auðveldlega rætt ósk um afgreiðslu lyfsins í einrúmi við lyfjafræðing sem skyldi þá gefa ráð um tökuna og um notkun getnaðarvama.1 Með dreifibréfi Lyfjastofnunar (nr. 7/2003) var lyfið sett í lausasölu og mælst til þess að lyfjafræðingar afgreiddu það þannig. Reynsla fyrsta höfundar af vinnu í þrem apótekum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár benti til þess að viðhorf lyfjafræðinga í apótekum væru misjöfn gagnvart afgreiðslu neyðargetnaðarvarnar og þess hversu mikið eða hvort þyrfti að fræða konumar. Því var kannað hvernig lyfjafræðingar afgreiða neyðar- getnaðarvörn. Efniviður og aðferðir Sett var upp námsverkefni (MLH, ABA) þar sem ópersónugreinanlegir spurningalistar voru lagðir fyrir lyfjafræðinga sem starfa í lyfjabúðum á höfuðborgarsvæðinu haustið 2007 (þægindaúrtak sem tók til allra apóteka fyrirtækjanna Lyfju, Lyfja og heilsu og Lyfjavals). Alls voru 46 lyfjafræðingar beðnir um að svara spurningalistanum og 39 féllust á það (svarhlutfall 84,8%). Sérstök önnur leyfi þurfti ekki. Spumingarnar voru gerðar með hliðsjón af upplýsingum í SPC-skjali lyfsins Postinor®. Niðurstöður Af svarendum voru 44% karlar og 56% konur, þar af 15% 30 ára og yngri, 31% voru 31-40 ára, 23% 41-50 ára og 31% 51 árs og eldri. Spurningar og svör við þeim eru birtar í töflu 1. Allir svarendur afgreiddu Postinor®, en sumir voru ekki meðvitaðir um að NorLevo® væri á lyfjaskrá. Rúmlega 80% eyddu minna en 5 mínútum í að ræða við einstaklinginn um neyðargetnaðarvörn, tæplega 20% notuðu 5-10 mínútur, en enginn sagðist ræða við einstaklinginn í 10 mínútur eða meira. Flestir sögðust athuga hversu langur tími væri liðinn frá samförum. Einn af hverjum fimm spurði um fyrri segarek eða hjarta- og æðakerfisvanda- mál í heilsufari konunnar. Nokkrir lyfjafræðingar bentu þó á að margar stúlknanna sem báðu um neyðargetnaðarvörn voru svo ungar að litlar líkur væru á slíku. Nær enginn spurði um utanlegsfóstur eða áhættuþætti fyrir eggjaleiðarabólgu. Flestir spurðu ekki um yfirstandandi brjóstagjöf, en nokkrir sem svöruðu spurningunni neitandi tóku fram að þegar rætt væri við konuna kæmi oft í ljós hvort hún væri með barn á brjósti. Spumingu um einstök tilgreind lyf svöruðu flestir þannig að spurt væri um almenna lyfjanotkun og síðan flett upp hvort það lyf hefði milliverkun við levónorgestrel. Fáir spurðu um notkun náttúrulyfja. 344 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.