Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 32

Læknablaðið - 15.05.2009, Qupperneq 32
FRÆÐIGREINAR______ LÆKNINGAR OG SAGA sem sinnepsgas hefur mengað hús, húsbúnað, tæki eða tól, ber að reyna að dreifa klórkalki með eða án magnesíumoxíðs. Ef menn hafa orðið fyrir sinnepsgasi er eina róttæka aðgerðin sem völ er á að fjarlægja af þeim föt og þvo þeim með sápu og skola með klóramíni (er klórgjafi) í vatnslausn svo fljótt og kostur er. Að öðrum kosti verður að skola með ríkulegu vatni. Best er ef útsettir menn geta gert þetta sjálfir og helst innan fárra mínútna eftir að áverkunin varð. Annars má búast við að TTS hafi náð að frásogast gegnum húðina.3 Gildi slíkra hreinsiaðgerða kom berlega í ljós við slysið mikla í höfninni í Bari 1943. Allir sem náðu að komast úr fötum og hreinsa sig sjálfir, lifðu af.5 Andefni (antidote) gegn verkunum TTS eru ekki til. Einkenni frá líffærum verður því að meðhöndla svo sem tilefni er til hverju sinni. Áverkar í húð eru meðhöndlaðir eins og annars stigs bruni og áverkar í augum líkt og við bólgur í augum. Mjög mikilvægt er að skola augun sem allra fyrst. Við áverka í öndunarvegi er reynt að tryggja nægjanlegt súrefnisflæði og koma í veg fyrir sýkingar. Umræða Bandaríkjamenn sem kallaðir voru í Sementsverk- smiðjuna á Akranesi kunnu svo vel til verka að þeir dreifðu að sögn 200 kg af klórkalki á gólf verksmiðjunnar og víðar innan húss. Mikil mildi er hins vegar að ekki skyldi verða slys þegar sprengjusérfræðingur lögreglunnar í Reykjavík sprengdi sinnepsgassprengju á víðavangi við Elínarhöfða. Sem betur fer stóð vindur af landi og bar sinnepsgasmökkinn því beint á haf út. Við höfum ekki kannað sjúkraskýrslur fjórmenninganna sem urðu fyrir vökvanum úr sinnepsgassprengjunni í mulningsvélinni í Sementsverksmiðjunni. Við höfum hins vegar munnlegar heimildir fyrir því að áverkar mannanna hafi sem betur fer verið vægir eða fremur vægir. Við sinnepsgaseitranir ber þess að minnast að öfugt við lífræn fosfórsambönd (tabún og fleiri) og arsensambönd, sem einnig hafa verið notuð í hernaði og til skemmdarverka, er ekki til andefni (antidote) gegn verkunum TTS. Því verður ekki lögð of rík áhersla á að svipta menn klæðum, þvo og hreinsa, er orðið hafa fyrir sinnepsgaseitrun. Því fyrr sem þetta er gert því betri eru að jafnaði horfur manna á að sleppa vel frá sinnepsgaseitrun. Jafnframt þurfa menn, læknar eða aðrir, sem að koma að gæta þess að menga ekki sjálfa sig eða nánasta umhverfi. Okkur er ekki kunnugt um að sinnepsgas- sprengjur hafi oftar fundist í íslenskri landhelgi, né heldur komið í veiðarfæri íslenskra skipa eins og alloft hefur borið við hjá dönskum fiskimönnum í Eystrasalti.13- 14 Er vonandi að svo haldist. Hinu ber samt ekki að gleyma að þrátt fyrir ákvæði Convention on the prohibition of the development, production, stockpiling and use of chemical weapons and on their destruction frá 1993, sem íslendingar og fjöldi annarra þjóða (alls 184) hafa gengist undir, má með rökum ætla að sinnepsgas leynist enn í vopnabúri sumra þjóða. Hér við bætist að TTS er auðvelt að framleiða og ekkert af undirstöðuefnunum til framleiðslunnar er sérstökum hömlum háð. Þá eru greinilegar vísbendingar um að skemmdarverkamenn hafi sýnt tilburði í þá átt að útvega sér sinnepsgas (og fleiri efnavopn) vel vitandi að sinnepsgas getur valdið gríðarlegum usla á fjölförnum leiðum og í mannþröng. Þetta leiðir allt hugann að því að sinnepsgaseitrana kunni áfram að verða vart og réttlætir, fremur en hitt, að um efnið sé fjallað. Að lokum. Gamalt máltæki segir: Ekkert er svo illt, að ekki boði nokkuð gott. Þetta á vel við TTS eða sinnepsgas sem varð þess valdandi að tekið var að nota krabbameinslyf á 5. áratug síðustu aldar. Viðauki Þegar samning þessarar greinar var á lokastigi barst öðrum okkar (ÞJ) bréf frá Friðþóri Eydal, áður upplýsingafulltrúa varnarliðsins og nú Keflavíkurflugvallar, en hann er manna fróðastur um hernaðarumsvif Breta og Bandaríkjamanna hér á landi á stríðsárunum og síðar. Þar kemur meðal annars fram að: „Bretar og Bandaríkjamenn höfðu báðir sinnepsgaskúlur í fallbyssur sínar hér á landi og Bandaríkjaher var m.a. með liðssveit, sem annaðist geymslu og áfyllingar á slíkar kúlur, nærri Selvatni norðan Lækjarbotna". Bretar höfðu ekki neinar byssur af hlaupvídd 75 mm (mynd 3), en Bandaríkjaher átti fjölda slíkra byssna, uns stærri byssur leystu þær af hólmi þegar á styrjöldina leið. í bréfinu segir einnig: „Þessar byssur voru af þeirri gerð sem nefnist howizer, hlaupstuttar og til þess gerðar að skjóta kúlum í háum boga yfir hindranir á vígvelli" (mynd fylgdi bréfinu af slíkri byssu við skotæfingar Bandaríkjahers á Sandskeiði). Friðþór vill sömuleiðis að fram komi að Landhelgisgæslan hafi staðfest að sprengjurnar væru bandarískar að uppruna og Bandaríkjaher hefði að stríði loknu leigt íslenska báta til þess að farga skotfærum í sjó í Faxaflóa og við Reykjanes. Var það að minnsta kosti í sumum tilvikum gert í fylgd íslenskra lögreglumanna. 364 LÆKNAblaðið 2009/95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.