Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 8

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 8
8 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fá þau sem eiga að sjá um að lýsing sé næg í bænum til verndar al- menningi. Ónóg lýsing er t.d. fyrir framan Íþóttahöllina á Akureyri og verður ástandið sérlega hættulegt þegar höllin fyllist af fólki eins og t.d. þegar Akureyrarliðið keppir í handbolta. Að leik loknum fara smáir sem stórir fætur út í sortann, hálfgert villta vestur þegar bílar bakka út úr stæðum í ólýstum skúmaskotum. Slysahætta skapast, bæði fyrir börn og fullorðna, segir íbúi sem hringdi í blaðið... „Mig langar að LOFA Akureyri Vikublað 2. okt sl. Þar eru margar frábærar greinar en sérstaklega vil ég benda á “Stjörnuleit í heimabyggð”, grein Bjarkeyjar O. Gunnarsdóttur um framhaldsskólana á landsbyggðinni sem svo sannarlega þarf að halda utanum okkar vegna sem eigum þar heima. Líka vil ég hrósa greininni um fjölmiðla sem framlengingu valdsins. Orð í tíma töluð. Óþarfi að láta kúga sig endalaust. Þeir neituðu því allavega mæl- ingamennirnir sem sagt er frá í Baráttan um kortin,“ skrifar ánægður lesandi á Siglufirði. „Öldungur á efri brekkunni“ lastar bíóin á Akureyri „fyrir þá nauðung að þurfa að sitja undir auglýsingum og útdrætti úr væntanlegum bíómyndum á ærandi hljóðstyrk í heilar 15 mínútur áður en sýning hefst á auglýstri mynd.“ Svo segir í bréfi öldungs til blaðsins. „Læt það vera þó nokkrar auglýsingar birtist á manna- máli. En þessi ósköp! Fyrr má nú aldeilis fyrr vera.“ „LOF fær presturinn í sunnudaga- skóla Akureyrarkirkju sem kynnti unga guðfræðinemann fyrir börnunum með þeim orðum að “hann væri sko enginn aðkomumaður”. Það er afar mikilvægt að kirkjan kenni akureyrskum börnum muninn á fyrsta flokks og annars flokks bæjarbúum!“ Segir í bréfi til blaðsins. LAST fá þeir sem urðu „hörundssárir“ yfir auglýsingu foreldrafélags Brekkuskóla um aðalfund, segir í bréfi til blaðsins sem kona í stjórn foreldrafélags Brekkuskóla ritar. „Hún segir að sumir hafi ekki náð gríni í auglýsingunni en LOF fái þeir for- eldrar sem mættu, því rækilegt mætingar- met hafi verið slegið... AKUREYRI VIKUBLAÐ 37. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Kúgun hjúa og leiguliða Eins og Þröstur Ólafsson tók saman í grein í Frétta-blaðinu nýverið voru kúgun vinnuhjúa og ánauð leiguliða megineinkenni gamla bændasamfélagsins. Lög bönnuðu fasta búsetu við sjávarsíðuna og komu þannig í veg fyrir þéttbýlismyndun og samkeppni um vinnuafl. Barátta bænda gegn þurrabúðarfólki stóð allt fram undir aldamótin 1900. Þegar ekki var lengur hægt að sporna við þéttbýlismyndun, var samt hægt að skerða rétt þessa fólks. Það átti ekkert land og var því léttvægara en landeigendur. Með því að gera vægi atkvæða þeirra til þingkosninga minna en sveitafólks gátu efnabændur haldið áfram að móta meginlínur þjóðfélagsins. Þar skiptu viðskipta- og framleiðslu- skilyrði landbúnaðarins mestu. Um leið og kræla tók á frjálslyndum sjónarmiðum í landbúnaðarmálum var brugðist við af festu og sett sérlög. Engin önnur at- vinnugrein nýtur þeirra forréttinda að búa við sérlög um alla sína starfsemi. Nú kann vel að vera að núverandi kerfi haldi bænd- um í byggð frekar en eitthvert annað kerfi og dugi jafnvel sumum neytendum betur en öðrum. En viðbrögð Guðna Ágústssonar í svikamáli MS benda til að þar fari gamall bændahöfðingi sem líti á neytendur sem hjú og leiguliða. Gildir einu þótt Guðni eigi sér fyndna hlið líka, sé ræðumaður góður, flinkur á mannamótum og hafi ugglaust verið hrókur alls fagnaðar á hrútasýningu fyrir austan um síðustu helgi. Kannski er enn býsna stutt í að almenninur láti kúga sig. Ofríki elítunnar má skýra með því að elítan hefur vanist að hafa almenning í vasanum. Í grein Kjarnans um Guðna Ágústsson segir vegna lagasetningar sem Guðni koma á fót og vörðuðu neyt- endamál, nánast í skjóli nætur: „Hagsmunagæslupóli- tíkin sem endurspeglast svo vel í Guðna Ágústssyni og hans verkum er ekki bundin við hann einan. Hún er ekkert sérstaklega bundin við Framsóknarflokkinn heldur. Svona tengsl er að finna í öllum flokkum, þótt fæstir flugumannanna beri tilgang sinn á torg á sama hátt og Guðni. Guðni fær raunar prik fyrir að vera oftast ekkert að fela hann. Og það má vera að það þyki einhverjum það eðlilegt að einn og sami maðurinn geti sett lög sem eru beinleiðis fjandsamleg neytendum, vinna gegn samkeppni, stuðla að einokun og miðstýringu á mikilvægum fæðumarkaði, eyði síðan mörgum árum í ráðherrastól að slá skjaldborg um andsamfélagslega gímaldið sem hann tók þátt í að skapa og fari loks að vinna hjá því eftir að partýið í pólitíkinni kláraðist.“ Við ritstjóri Kjarnans erum sammála um að MS gæti ráðið sér trúverðugri talsmann. Og að ekki örli hjá auðmýkt hjá þeim sem hefur gætt sér maklega á eigin landi, sleikt smjörið af hverju strái að hætti Guðna. Saga hans er slík að það er ekki séns að kenna svo makráðum hundi að sitja. Hann er vægast sagt ekki lykill að nútímavæðingu Íslands, neytendum og almenningi til hagsbóta. Björn Þorláksson AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Sárindi framkvæmdastjórans Grein eftir mig, sem birtist í þessu blaði 25. september s.l. og innihélt umfjöllun um Samherja, Slippinn, KEA og Atvinnuþróunarfélagið virðist hafa farið heldur betur fyrir brjóstið á framkvæmdastjóra KEA þar, sem blaðið var naum- ast komið út á fimmtudags- morguninn þegar í mig hr- ingdi framkvæmdastjórinn og var vægast sagt mikið niðri fyrir. Sakaði hann mig um óheiðarleg vinnubrögð, ég færi ekki rétt með, hefði átt að leita mér upplýsinga og ég bæri sig alvarlegum sök- um, sem jafnvel jöðruðu við dómstóla- leiðina. Ég hef engu logið og stend við allt sem ég sagði, en það sem ég frétti ber ég ekki ábyrgð á og segi frá eins eins og það kemur fyrir. Þau orð, sem ég set innan gæsalappa horfa öðruvísi við og virðist framkvæmdastjórinn ekki gera sér grein fyrir merkingu orðanna. Þá þráspurði hann mig hvaðan ég hefði ákveðnar upplýsingar, en ég auðvitað sagði honum að ég gæfi ekki upp mína heim- ildarmenn. Ég skil ekki sárindi fram- kvæmdastjórans að ekki skuli mega fjalla um hans fyrirtæki á gagnrýninn hátt og hef ég einnig gert það á aðalfundum KEA, ein- faldlega vegna þess að mér hefur fundist reksturinn á KEA dapurlegur og uppbygging öll hálf dapurleg. Ég tel mig ekki þurfa að biðja neinn afsökunar á þessari skoðun minni, en eins og allir vita vantar hér í bæ meira af þróttmiklum, mannfrekum atvinnurekstri. Það kom fram á aðalfundi KEA að einn af varamönnum í stjórn óskaði ekki eftir endurkjöri á þeim forsend- um að honum fannst engin alvara vera í fjárfestingum hjá KEA. Ég minnist þess ekki að viðkomandi maður hafi fengið neinar þakkir fyrir sín störf í félaginu frekar að engin eftirsjá væri að honum. Vonandi er að hann fái ekki upphringingu og bágt fyrir sínar skoð- anir á döpru gengi KEA í fjárfesting- um. Nýlega kom fram í blaði að þrótt- mestu kaupfélög í landinu eru Kau- félag Skagfirðinga og Kaupfélag Fá- skrúðsfjarðar en bæði eru þau með öfluga útgerð og fiskvinnslu auk versl- unar. Er ekki eitthvað að í rekstri KEA? Höfundur er framkvæmdastjóri Í baráttu gegn krabbameini. Þessar dömur unnu við að þrykkja á poka sem seldir verða á Dömulegu dekurhelginni. Sem fram undan er til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Hulda Ólafsdóttir hönnuður hjá Hjartalagi hannaði munstrið á pokana í ár. Pok- arnir kosta kr. 3000 og verða til sölu í Centro í Krónunni og á Glerártorgi, Pedromyndum, Icelandair Hotel og Kistu Hofi. Hjörleifur Hallgríms

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.