Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 16
16 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Núningur í kringum kvöldverði aldraðra Aukin tölvuvæðing hefur átt sér stað hjá Öldrunarheimilum Akur- eyrar. Rafrænu kerfi er í framtíðinni ætlað að taka mið af auknum rétti einstaklinga til upplýsinga og þjón- ustu. Stefnt er að því að íbúar eigi þess kost að hafa með rafrænum hætti aukin áhrif á eigið fæði í stað þess munnlegra óska. Merki íbú- arnir þá við hvers þeir óski, hvort þá vanti aukamjólk á herbergið og svo framvegis. Íbúar eru þó misvel í stakk búnir til að stjórna eigin þáttum daglegs lífs. Rannsóknir sýna að því meira sjálfsforræði sem aldraðir hafa, því betur líði þeim. Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheim- ila Akureyrar, segir að á Hlíð hafi sú breyting orðið að sá sem gangi um heimilið geti nú átt von á að sjá 2-3 vistmenn við tölvunotkun í almennu rými dvalarheimilis- ins. Búið er að setja upp þráðlaust net og kaupa á annan tug tölva fyrir vistmenn. Íbúar hafa sumir hverjir sjálfir eignast Ipad tölvur og margir gestkomandi koma að auki með tölvur og nota netkerfi innanhúss. Enn aukin tölvuvæðing er framtíðarmúsík og telur fram- kvæmdastjórinn að tölvunotkun muni vaxa hratt. Í því felist ákveðin tækifæri til að sinna einstaklings- þörfum enn betur en frekar, t.d. þegar kemur að óskum sumra íbúa um mat. Breytingar leggjast þó misvel í fólk. Fundur fór fram í síðustu viku þar sem kynntur var matar- og innkaupavefur fyrir Hlíð. Einn að- standandi íbúa hafði samband við Akureyri Vikublað og lýsti áhyggj- um af því sem kann kallaði „fæðis- mismunun” milli deilda. Breytingar eru því ekki óumdeildar en að- standandinn taldi að aukið frelsi sumra til ákvarðana gæti gengið í berhögg við að allir dvalargestir greiði sambærilegt gjald fyrir þjón- ustuna. Halldór kannast ekki við að breytingar auki mismunun en úti- lokar ekki að aukið svigrúm þeirra einstaklinga sem hafi bjargir til að taka fleiri ákvarðanir um líf sitt en aðrir íbúar kunni að valda því að sumum finnist sem ekki sitji allir við sama borð. “Það fór nokkur tími á fundinum í að útskýra eða segja frá nýjum matar- og innkaupavef en honum er einmitt ætlað að koma í veg fyrir mismunun. Heimilin setja þá fram óskir með rafrænum hætti, en það getur farið talsvert eftir heilsu og gestagangi hvernig fólk vill standa að þessum pöntun- um, það fór talsverð umræða fram um þetta,” segir Halldór. DEILT UM SUÐU SÚPUKJÖTSINS Hann segir umræðu um mat al- genga meðal heimilisfólks öldr- unarheimila. Skiptar skoðanir séu sem dæmi um hvort súpukjötið hafi verið nægilega soðið í eitt skipti eða annað. “Það eru endalausar vanga- veltur um mat, nánast jafnmargar og heimilismeðlimir eru margir. Það er rætt hvort eigi að sykra eða salta matinn og þá hve mikið. Það hefur alltaf verið núningur í kring- um kvöldverðina og þessi fundur fór svolítið í að reyna að útskýra hvernig við erum að koma á betra skipulagi við matarinnkaup og fleira með þessum vef okkar.” Sumir vistmenn eru samkvæmt heimildum blaðsins ekki hrifnir af því að séróskir um mat fái fram- gang. Halldór staðfestir að burt- séð frá því hvort íbúi ákveður að sleppa kvöldverð einn daginn eða ekki greiði allir sama gjald. Það gildi ekki til frádráttar að sleppa máltíð en með sama hætti leggist ekki umframkostnaður á þá sem vilja e.t.v. eitthvað aukalega. Það að taka ákvörðun um eigið fæði er að sögn Halldórs mjög gott fyrir þá sem það geta. “Ég man sem dæmi eftir til- raunaverkefni á Dalbæ á Dalvík árið 1992 sem sýndi að það hafði jákvæð áhrif á íbúa ef þeir fengu að ráða hvort þeir fengju að út- búa sér sjálfir morgunmat, gætu hellt sjálfir upp á kaffi og höfðu þá ábyrgð að láta sjálfir vita af sér. Lyfjanotkun þeirra einstaklinga sem höfðu meira um líf sitt að segja minnkaði á meðan á tilrauninni stóð. Aðstandendur töldu þessa íbúa hressari en áður. Almennt er talið að því minna sem þú hafir fyr- ir stafni því fyrr slökkvirðu á per- unum þínum.” Alltaf verða þó að sögn Halldórs kannski 15-30% einstaklinga sem lendi á gráu svæði um hvort þeir ráði við aukið frelsi. “Já, að nokkru leyti má segja eins og þú spyrð að þjónusta öldrunar- stofnana sé að koma á móts við aukna einstaklingshyggju í sam- félaginu. Tími stóru heildarlausn- anna er kannski liðinn. En það eru mótsagnir; í fyrsta lagi borga allir sama gjald en samt fær fólk mjög mismunandi þjónustu, mjög ólíka þjónustu frá einum tíma til annars. Svo er einn í minna herbergi en annar, sumir þurfa að deila salerni með öðrum en ekki aðrir. Þetta eru verkefni sem við höfum reynt að rembast við að leysa og vonandi tekst það.” Spurður hvort forræðishyggja sé í einhverjum tilvikum góð, segir Halldór að forræðishyggjan bjargi alltaf einhverjum en of mikil for- ræðishyggja og miðstýring sé ekki góð. Eden hugmyndafræðin gangi út á að reyna að virkja fólk meira vegna þess að einmanaleiki og ann- að miður gott fylgi oft aðgerðarleysi eða því að íbúar hafi minni áhrif á eigið umhverfi en hugur þeirra og metnaður standi til. Með innleiðingu á rafrænu upp- lýsingamatarkerfi getur íbúi séð næringarsamsetningu í öllum rétt- um sem eru bornir fram, hve mikið kolvetni er í matnum, hve mikill sykur og svo framvegis. Þetta er dæmi um jákvæða og óumdeilda viðbót að sögn framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar. -BÞ Vélfræðingur - vélstjóri á framkvæmdasviði Norðurorka hf. óskar eftir að ráða vélfræðing eða vélstjóra til starfa í kersstjórn fyrirtækisins. Í starnu felst daglegur rekstur vinnslu- og veitukerfa auk annarra tilfallandi verkefna. Starð heyrir undir yrvélfræðing á framkvæmdasviði. Norðurorka hf. rekur vottað gæðaker (ISO 9001) . Starfs og ábyrgðarsvið • Daglegur rekstur vinnslu- og veitukerfa • Vinnslueftirlit hitaveitu • Eftirlit með aðveitukerfum • Rekstur og eftirlit með dælustöðvum • Rekstur og eftirlit með metanframleiðslu • Daglegur rekstur virkjana Fallorku • Bakvaktir • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfnikröfur • Vélstjórnarmenntun - 4. stig kostur • Starfsreynsla af störfum vélstjóra æskileg • Góð almenn tölvukunnátta • Reynsla af vinnu með viðhaldsstjórnunarkerfi æskileg • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum • Jákvæðni og góð samskiptafærni VIRÐING – FAGMENNSKA – TRAUST Umsjón með ráðningunni hefur Baldur Dýrfjörð (baldur@no.is) Upplýsingar um starð veitir Árni Árnason yrvélfræðingur í netfanginu arni@no.is. Umsóknarfrestur er til og með 16. október n.k. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starð á vefslóðinni: https://nordurorka-hf.rada.is/ Umsókn skal fylgja starfsferilskrá, afrit af prófskírteinum og önnur þau gögn sem umsækjandi metur nauðsynleg. RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI | SÍMI 460 1300 | no@no.is | www.no.is

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.