Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 20
20 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 „Sá sem sér draug verður rekinn“ Síðastliðinn laugardag, 4. október, voru 110 ár síðan skólastarf hófst í Gamla skóla, upprunalegum húsakynnum Menntaskólans á Akureyri. Í bókinni Lifandi húsið sem kom út á vegum Völuspár og er eftir Tryggva Gíslason, fyrrum skólameistara MA, segir í formála að húsið sé með fegurstu timbur- húsum á Íslandi, glæsilegur fulltrúi svokallaðra Sveitserhúsa. Húsið er órofa hluti af bæj- armynd Akureyrar, burtséð frá mennta- og menningarhlutverki þess. Tryggvi Gíslason segir að húsið hafi verið stórvirki í húsa- smíði á Íslandi á sínum tíma, eitt stærsta hús landsins og veglegasta skólahús sem reist hafði verið á landinu. Víst er að margir eiga minn- ingar frá þessu húsi, bæði nem- endur, starfsmenn og ýmsir gestir. Akureyri Vikublað hafði samband við Valdimar Gunnarsson íslensku- kennara sem hætti nýverið störfum sem kennari eftir langan og far- sælan feril við skólann. Valdimar þekkir sögu Gamla skóla vel. Hann reyndist sagnabrunnur þegar hann leiddi blaðamann og ljósmyndara um húsið, allt frá kjallara og upp á loft. Þegar skyggnst var inn í sumar stofurnar lifnuðu í huga MA-stúd- ents löngu kulnaðar minningar af kennurum og nemendum, húsið kallar þær fram. Valdimar varpaði einnig í göngutúrnum ljósi á hlut- skipti þeirra nemenda sem bjuggu á gömlu heimavistinni á lofti Gamla skóla. Á loftinu er m.a. að finna herbergi með gömlum húsgögn- um sem er innréttað og haldið við eins og það hefði getað litið út fyrir hundrað árum. Valdimar sagði sög- ur og eina af draugagangi á lofti heimavistarinnar í Gamla skóla. Fer hér á eftir endursögn eftir minni: Upp úr 1940 lögðu breskir her- menn undir sig skólann að sum- arlagi. Sá kvittur komst á kreik að hermaður hefði framið sjálfsvíg í nyrðri hluta heimavistarloftsins. Héldu svo hermenn burt og skóla- starf hófst með venjubundnum hætti að hausti. Fyrir utan að sögur um vofu hermannsins sem sögð var ganga laus í skólanum urðu til og mögnuðust upp eftir því sem á leið. Urðu svo mikil brögð að meintum reimleikum í umræðum nemenda að skólameistari sá um síðir ekki annað ráð en að kalla nemendur á sal til að skamma þá vegna þess sem talið var tilhæfulausar sögur um draugagang í húsinu. Sögurnar voru taldar ala á ótta nemenda og hafa neikvæð áhrif á skólastarf. „Sá sem sér draug verður rekinn,“ sagði skólameistari í þrumandi skammarræðu á Sal. Lögðust þá reimleikar af, hefur Valdimar eftir Stefáni Þorlákssyni kennara heitnum. Stefán er í hópi ógleymanlegra kennara að margra nemenda mati. Röltið um Gamla skóla var hverrar mínútu virði. Sagan af nemandanum sem í gáska renndi sér niður kaðal úr glugga á háaloft- inu (brunavörn þess tíma) en ekki vildi betur til en kaðallinn slitnaði, er minnisstæð. Þar fór betur en á horfðist en vonandi hafa skólayf- irvöld endurbætt brunavarnirnar. Sögur af dansleikjum á Sal, stuðið sem var í stærsta heimavistarher- berginu sem nefndist Baðstof- an, ævafornt frelsisslagorð Þing- eyinga á vegg, misgóðar minningar úr kennslustofum, beinið þar sem nemendur voru skammaðir. Göngutúr um Gamla skóla sýnir vel að húsið er sprelllifandi. Tryggvi Gíslason skrifar: „Stundum hefur verið um það spurt hvað skóli væri. Ekkert eitt svar er til við þeirri spurningu, enda er skóli margt. En skóli er ekki síst samfélag fólks – oft á ungum aldri – og skóli er andblær, hugsun, þroski og viðhorf – en skóli getur einnig verið hús, þótt það þurfi ekki að vera, enda áttu fyrstu skólar Evrópu sér ekkert hús. En í gamla húsi Menntaskólans á Akureyri – Gamla skóla – hefur um langan aldur verið samfélag, gott samfélag sem einkennst hefur af samvinnu nemenda og kennara og þar hefur ríkt andblær með sterkum hefð- um og því grunvallarviðhorfi að samlíðan, vinátta og félagslíf skipti miklu máli fyrir skólasamfélag- ið – ekki síður en nám og kennsla – til þess að þroska nemendur og gera þá færa um að taka þátt í lýð- ræðisþjóðfélagi í stöðugri þróun og efla með þeim menntun og mann- virðingu. Um þetta starf hefur Gamli skóli – lifandi húsið – lokið örmum sínum.“ TEXTI Björn Þorláksson MYNDIR Völundur Jónsson Hús Menntaskólans á Akureyri var á sínum tíma veglegasta skólahús sem reist hafði verið á landinu og ber aldurinn frábærlega. Graffíti liðins tíma talar sínu máli. „Sá sem sér draug verður rekinn,“ sagði skólameistari í þrumandi skammarræðu á Sal. Vistarvera nemanda eins og hún leit út fyrir hundrað árum.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.