Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 1

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 1
37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 VI KU BL AÐ H A F N A R S T R Æ T I 1 0 6 www.icewear.is CLAUDIA HETTUÚLPA kr. 29.900 ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA Ásakanir um óheiðar- leika og meiðyrði Hjörleifur Hallgríms, kaupmaður á Akureyri, fyrrverandi ritstjóri héraðs- fréttablaðsins Vikudags og félagsmaður í KEA, segir í aðsendri grein í blaðinu í dag að Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, hafi brugðist illa við aðsendri grein í Akureyri Vikublaði fyrir tveimur vikum. Í greininni gagnrýndi Hjörleif- ur rekstur KEA en fer aftur fram á ritvöllinn í dag með annarri grein sem ber fyrirsögnina „Sárindi fram- kvæmdastjórans“. Segir þar að Akur- eyri Vikublað hafi naumast verið komið út fyrir tveimur vikum þegar Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri hafi hringt í greinarhöfund og skammað hann. „Sakaði hann mig um óheiðarleg vinnubrögð, ég færi ekki rétt með, hefði átt að leita mér upplýsinga og ég bæri sig alvarlegum sökum, sem jafnvel jöðr- uðu við dómstólaleiðina,“ segir í grein Hjörleifs í blaðinu í dag. Halldór Jóhannsson staðfestir að hafa haft samband við Hjörleif eftir að grein hans birtist fyrir tveimur vikum en neit- ar að hafa verið illur. Hann segist hafa gert Hjörleifi grein fyrir að þarna kæmu mögulega fram meiðandi ummæli. Varla sé eitt satt orð að finna í skrifum Hjör- leifs um KEA. Sjá bls. 2 og 8. -BÞ Haustið er sjúkt, sagði Sigurður Nordal – en fagurt er það eigi að síður og setur glæsilegan punkt aftan við eitt besta sumar í manna minnum. Völundur Hverfisgötu 18, 101 Reykjavík sími: 533 3050 Skipagötu 14, 3. hæð, Akureyri sími: 897 33 14 VestNord lögmenn hafa opnað útibú á Norðurlandi VestNord lögmenn í Reykjavík hafa opnað útibú á Norðurlandi. Fyrst um sinn hefur útibúið aðsetur að Skipagötu 14, 3. hæð, á Akureyri (Alþýðuhúsinu). Þar verður Gísli Tryggvason hdl. með fasta viðveru alla mánudaga. Viðtal má panta í GSM 897 33 14 eða gt@vestnord.is. VestNord lögmenn sérhæfa sig m.a. í • starfsmannamálum og vinnumarkaðsrétti • stjórnsýslurétti og bótaábyrgð hins opinbera • alhliða lögfræðiráðgjöf við ferðaþjónustufyrirtæki • mannréttindamálum og stjórnarskrá. Gísli sinnir einnig ráðgjöf á sviði erfðaréttar og erfðafjárskatts, svo og erfðaskrárgerð, auk dánarbúskipta en hann er annar eigenda Nord, eignarhaldsfélags, ehf. sem rekur fyrirtækið danarbuskipti.is er býður upp á nýja heildarþjónustu við skipti á dánarbúi. VestNord lögmenn búa yfir rúmlega 30 ára samanlagðri reynslu af ráðgjöf, hagsmunagæslu og málflutningi í einkamálum, sakamálum og vinnumarkaðsmálum. www.vestnord.is Gísli er Akureyringur, hefur MBA-gráðu með áherslu á mannauðsstjórnun og diploma í sáttamiðlun auk embættisprófs í lögum og málflutningsréttinda fyrir héraðsdómi. Hann hefur sinnt réttindamálum einstaklinga í 15 ár - sem talsmaður neytenda og áður lögmaður og framkvæmdarstjóri BHM. Varðveitum friðinn - fyrirbyggjum átök.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.