Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 14
14 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Hjallahraun 2 220 Hafnarrörður s. 562 3833 www.asaa.is - asaa@asaa.is Wesmar bógskrúfur Selva utanborðs- mótorar Hidrostal snigildælur TMP vökvakranar BT Marine skrúfur Halyard pústkerr Helac snúningsliðir Tides Marine ásþétti FPT bátavélarIsuzu bátavélarWesterbeke rafstöðvar og trilluvélar Doosan bátavélar Zink Gírar Dælur Ásþétti Aavélar Rafstöðvar Hljóðkútar Stýrisvélar Snúningsliðir Hosuklemmur Skrúfubúnaður Utanborðsmótorar Vélar og búnaður fyrir báta og stærri skip Allir saman nú ... SPORTIÐ Akureyri.net Best hjá Þór og KA Á lokahófi KA sem haldið var fyrir nokkru var mark- vörðurinn Srdjan Rajkovic valinn besti leikmaður KA og Ævar Ingi Jóhannesson sá efnilegasti. Arsenij Buinickij framherjinn knái var marka- kóngur KA í sumar með 10 mörk. Hjá Þór voru það Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði Þórs/KA og markvörður- inn Sandor Matus sem voru kjörin bestu leikmenn meist- araflokka. Efnilegustu leik- menn meistaraflokks kvenna voru Andrea Mist Pálsdóttir og Anna Rakel Pétursdóttir og leikmaður leikmannanna var Helena Rós Þórólfsdóttir. Efnilegasti leikmaður karla- liðsins var valinn Orri Sigur- jónsson og leikmaður leik- mannanna var valinn Sandor Matus. - PJ Ábendingar um íþróttaefni í blaðið og á vefinn itrottir@akureyri.net Förum í alla leiki til að vinna þá Um helgina hefst körfu- boltavertíðin hér á Akureyri formlega þegar karlalið Þórs tekur á móti Hetti í leik sem fram fer í íþróttahúsi Síðu- skóla. Miklar breytingar hafa orðið á liðum Þórs frá síðasta tímabili. Hjá karlaliðinu hef- ur t.a.m. allt byrjunarliðið horfið á braut. Hjá stúlkun- um eru talsverðar breytingar þó ekki eins miklar og hjá karlaliðinu. Nýir þjálfarar eru hjá báðum liðinum þar sem Bjarki Ármann Oddsson sem þjálfaði liðið er hættur með karlaliðið og við starfi hans tók Elías Kristjánsson sem leikið hefur með liðinu undanfarin ár. Sömu sögu er að segja af kvennaliðinu þjálfari síðasta árs Ólaf- ur Aron Ingvason er fluttur á heimaslóðir og við starfi hans tók Jón Ágúst Eyjólfs- son en hann mun fá til liðs við sig bandarískan þjálfara Anthony Jackson að nafni, sem jafnframt mun leika með karlaliðinu. Kvennalið Þórs átti að hefja leik um helgina en þeim leik hefur verið frestað. Fyrsti leikur liðsins verður útileikur gegn Stjörnunni sunnudaginn 19. október. Á sunnudag klukkan 16:00 hefja svo strákarnir leik gegn Hetti frá Egilstöð- um. Leikir vetrarins fara fram í íþróttahúsi Síðu- skóla. Elías Kristjánsson þjálfari segir aðspurður um markmið vetrarins þar renni menn nokkuð blint í sjóinn. ,,Breytingarnar á liðinu eru miklar og margir reynslu- litlir leikmenn fá nú aukin spilatíma og við sjáum svo til hvert það leiðir okkur. Við förum jú í alla leiki til þess að vinna þá” sagði Elías Kristjánsson þjálfari Þórs. –PJ Markvörðurinn Sandor Matus besti leikmaður Þórs 2014 einnig kjörinn leikmaður leikmannanna. Palli Jóh Elías Kristjánsson þjálfari Þórs Þórir Tryggva Gunnar Gunnarsson framkvæmdstjóri knattspyrnudeildar KA, Srdjan Rajkovic besti leikmaður KA, Ævar Ingi Jóhannesson efnilegasti leikmaður KA og Arsenij Buinickij markakóngur KA. Arna Sif Ásgrímsdóttir. myndtexti: Arna Sif Ásgrímsdóttir fyrirliði og A-landsliðskona var valin besti leikmaður Þór/KA 2014 Palli Jóh TVEIR TAP- LEIKIR Í RÖÐ Eftir tvo tapleiki í röð á heimavelli á Akureyri úti- leik gegn Fram á laugardag í leik sem fram fer í Fram- húsinu klukkan 15:00. Lið Hamranna sem leika í fyrstu deild karla í handbolta unnu ÍH um liðna helgi í leik sem fram fór í KA heimilinu sækja Hafnfirðinganna í ÍH heim á laugardag í leik sem fram fer í Kaplakrika. Leikur lið- anna hefst klukkan 16:30. –PJ

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.