Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 18

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 18
18 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Ungt fólk og ritlist Nú í október fer af stað í annað skiptið samkeppni meðal ungs fólks 16 ára - 25 ára í ritlist. Þetta er samvinnuverkefni Amts- bókasafnsins, Akureyrarstofu, MA, VMA, Hússins og HA með stuðningi Menningarráðs Ey- þings. Ung „skúffuskáld“ eru hvött til að senda inn verk í samkeppnina. Þátttakendur og verðlaunahafar síðasta árs áttu í kjölfar keppninn- ar samstarf sem færðist yfir á önnur svið listgreina. Sýningin Kaþarsis (í Populus Tremula snemma á þessu ári) og þátttaka hópsins á Akur- eyrarvöku í formi sýningar í gámi eru dæmi um það. a POPULUS INNI Í MYNDINNI Laugardaginn 11. október 2014 kl. 14.00 opnar Emma Agneta mynd- listarsýninguna Inni í myndinni í Populus tremula. Í verkunum á sýningunni fjallar listakonan um áþreifanleika og hug- myndir sem birtast inn í myndum. Tilfinningar ásamt litagleði sem stíga dans í óróa eða kyrrð. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 12. október kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. Nýtt verk frá Hundi í óskilum Félagarnir Eiríkur Stephensen og Hjörleifur Hjartarson í hljóm- sveitinni Hundur í óskilum koma fram í glænýju leik- og tónverki sem kallast Öldin okkar og verð- ur frumsýnt í Samkomuhúsinu 31. Október næstkomandi. „Hundur í óskilum er við sama heygarðshornið og í Sögu þjóðar, en spólar sig að þessu sinni í gegn- um 21. öldina - þessi 14 ár sem liðin eru. Þeim er ekkert íslenskt óvið- komandi; hann gefur sig í tali og tónum að mannlífinu til sjávar og sveita, ræður í gjörðir stjórnmála- manna og spyr allra spurninganna sem brenna í brjóstum leikhús- gesta,“ segir í tilkynningu frá Leik- félag Akureyrar. Leikstjóri er Ágústa Skúladótt- ir. Sýningin er sett upp í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og Menn- ingarhúsið Hof. Miðasala fer fram á vegum Hofs. a Fyrsta einkasýning Rakelar Sölvadóttur Rakel Sölvadóttir opnar sína fyrstu einkasýningu í Deiglunni næst- komandi laugardag, 11. október, kl. 15 undir yfirskriftinni #1. Á sýningunni skoðar Rakel listrænt og samfélagslegt hlutverk fata- hönnunar og snertir á ýmsum flöt- um tísku og fatnaðar. Kíkt verður undir yfirborðið og skoðað hvers- konar völd fötin búa yfir. Rakel Sölvadóttir útskrifaðist með BA gráðu frá fatahönnunar- deild Listaháskóla Íslands vor- ið 2013. Auk þess að starfa sem fatahönnuður hefur hún hannað sviðsmyndir fyrir tískusýningar og unnið að ýmiskonar innsetningum og samvinnulistaverkefnum. Rakel vinnur á skúlptúrískan hátt og með líkamann sem útgangspunkt notar hún form til að ýkja, brjóta upp eða afbyggja silhúettuna. Sýningin stendur til 9. nóvember og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis. a S: 571-9331 - akureyri@boggmisetrið.is - www.boggmisetrið.is OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 12:00 - 22:00 HEFUR ÞÚPRÓFAÐBOGFIMI ? AUSTURSÍÐA 2 - 603 AKUREYRI

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.