Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 12
12 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Að nota höfuðið gegn eigin sársauka Jóhanna Bergsdóttir, sálfræðingur á Akureyri, hefur lifað tímana tvenna. Hún tvíhryggbrotnaði í bílslysi fyrir nokkrum árum, lenti í vandræðum með heilsuna þannig að sjálfs- mynd hennar veiktist sem ýtti undir félagslega einangrun. Á ögurstundu fékk hún hvatningu hjá Kvennasmiðjunni, dreif sig í skóla, sagði skilið við 10 ára örorkubætur og starfar í dag sem sálfræðingur þar sem hún eflir þá skjólstæðinga sem sumir eru í sömu stöðu og hún þekkir vel sjálf af eigin reynslu. Bílslysið minnir þó alltaf á sig því ekki líður stund án þess að Jóhanna finni fyrir verkjum en kvalirnar tæklar hún með því að „nota hausinn“ frekar en verkjalyf. Jóhanna féllst á að segja Akureyri Vikublaði sigursögu sína. Það er smáúrkoma, sunnan vaxandi hvassviðri og farið að skyggja þegar við Jóhanna mælum okkur mót síð- degis á kaffihúsi í miðbæ Akureyr- ar. Hún segist svolítið stressuð fyrir viðtalið. Þiggur einfaldan espresso en hefur hispurslausa návist. Hún er Eyfirðingur, ættuð fram- an úr firði. Flutti til Akureyrar, fór í VMA en hætti í skólanum eftir eitt kennaraverkfallið. Réði sig í vinnu á sláturhús með það í huga að safna fé fyrir ferð til Bandaríkjanna. Kynntist þá manni sem hún hef- ur gengið lífsgötuna með æ síðan. Ekkert varð úr ferðinni til Vestur- heims. „Þegar við maðurinn minn kynntumst var aðalmarkmiðið mitt að eignast börn og vera góð heimavinnandi mamma. Ég ætlaði að leggja áherslu á að börnin okkar tvö fengju ást, athygli og alúð, mað- urinn minn var mikið á sjónum á þessum tíma,“ segir hún. Keppti í „sterkustu konu landsins“ Jóhanna er kraftalega vaxin og það sópar að henni. Hún segist alla tíð hafa verið „sterk sveitastelpa“ og var að fara að taka þátt í keppn- inni Sterkasta kona Íslands í mars árið 1997 þegar hún lenti sem bíl- stjóri í árekstri á Byggðaveginum í glerhálku. Hún fékk annan bíl inn í hliðina á sér. Börnin hennar tvö sluppu ómeidd í aftursætinu. „Ég fann ekki fyrir miklum meiðslum fyrst, varð þó eitthvað skrýtin öll. En svo bara gekk þetta yfir að ég hélt. Ég tók hálfum mánuði síðar þátt í keppninni um sterkustu konu Íslands en þá gat ég ekki lyft eins og ég var vön að gera, ég þrjóskaðist þó í gegnum keppn- ina.“ Ber læknum á SAK ekki góða söguna Upp úr þessu fór Jóhanna að finna fyrir vaxandi verkjum í bakinu. Hún gekk milli lækna á Akureyri. Fór fyrst á heilsugæslustöðina þar sem hún fékk góða þjónustu en síð- an til sérfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Læknarnir þar fundu ekki neitt að henni, greindu hana aðallega sem móðursjúka. „Ég hef því miður ekki góða sögu að segja frá samskiptum mín- um við lækna á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri á þessum tíma.“ Það var svo ekki fyrr en rúmu ári síðar, í apríl 1998 sem hún fór suður til frekari rannsókna. Hafði þá fengið tíma hjá Halldóri Jóns- syni, „frábærum skurðlækni“ eins og hún orðar það. Hann þuklaði hrygginn á Jóhönnu og fann strax að krækjur sem eiga að halda hryggsúlunni saman voru brotnar. „Ég er hörkukerling og geri allt sem ég get gert sjálf, sama hvort það er að mála húsið eða hvað. En þarna var ég bara búin á því.“ Ákveðið var að gera aðgerð á Jóhönnu nokkru síðar. Hún lýs- ir því sem „ömurlegustu reynslu lífs hennar“ að koma fljúgandi á sjúkrabörum norður að lokinni aðgerð. „Ég er svolítið mikið gef- in fyrir að stjórna hlutum og mér fannst hroðalegt að vera svona ósjálfbjarga.“ Síðar fór að blæða úr skurðin- um. Jóhanna segist aftur hafa snúið sér til lækna á SAK en án mikils árangurs. Skurðlæknirinn hennar í Reykjavík hafi svo kallað hana aft- ur í rannsókn og hún fór í aðra að- gerð þar sem járn voru fjarlægð og reynt að laga örið á bakinu. „Mér var alltaf skítkalt út af þessu járna- virki sem ég var með í bakinu.“ Öll kerfi líkamans voru orðin „svakaleg veik“ á þessum tíma að sögn Jóhönnu. „Ég var komin með drep í bak- ið sem bjó til holu ofaní beina- grindina. Að lokinni aðgerð var ég rúmföst með slöngur uppi og niðri. Það hafði orðið til ljótur skurð- ur á bakinu á mér, hann varð eig- inlega kveikjan að því að hægt en ákveðið fór ég að draga mig í hlé, einangra mig. Mér fannst erfitt að mæta í veislur, bara það eitt að vita af skurðinum, þótt hann væri ekki sýnilegur öðrum, varð hreinlega til þess að sjálfstraust mitt hrundi, fyrir utan þá kvöl sem verkirnir ollu mér. Ég sem hafði alltaf ver- ið svo kát og félagslynd setti upp grímu og einangraði mig.“ Leið illa á örorkubótum Krafturinn sem einkennt hafði Jó- hönnu var horfinn. „Þarna var ég stödd, ónýt í bakinu, ekki með neina menntun og upp á náð Trygginga- stofnunar ríkisins komin.“ Hún segir að þegar hún hafi farið á örorkubætur hafi sér liðið illa. „Sjálfsmyndin var brotin, mér fannst ég aumingi.“ Þannig leið nokkur tími. „Svo má segja að það hafi kvikn- að vísir að nýju lífi þegar ég fór árið 2000 í Kvennasmiðjuna sem þá var og hét hérna á Akureyri. Það var samt ekki þannig að ég félli strax fyrir starfinu. Fyrst þegar ég hitti Önnu Richards, listakonu í Kvennasmiðjunni, fékk ég útfjólu- bláar bólur, hárin á mér risu þegar hún ruggaði bátnum mínum allt of mikið með því sem hún sagði og gerði. En eftir á að hyggja hjálp- aði Anna mér svo mikið að horfast í augu við sjálfa mig og koma mér upp úr því fari sem ég var komin ofan í. Í dag finnst mér hún dá- samlegasta manneskja sem ég hef kynnst en ég hef sennilega aldrei sagt henni almennilega frá því.“ Horfðist í augu við sjálfa mig Á þessum tíma segist Jóhanna hafa verið full mótþróa, „með bullandi attítjúdvanda“ en hægt og sígandi hafi hlutir farið að breytast til hins betra. „Ég fór að horfast í augu við sjálfa mig og fór að hugsa hvað mig langaði til að gera annað en að vera bara kvalin móðir barnanna minna. Það gaf mér líka nýtt sjálfstraust að í náminu í Kvennasmiðjunni lærði ég á tölvur og líka dálitla ensku og fleira. Kannski var ég ekki eins heimsk og ég hélt!“ Á öldufaldi nýrrar vonar skráði Jóhanna sig aftur til leiks í VMA. Hún byrjaði rólega en komst sér til gleði að því að námsgreinar sem ekki höfðu gengið vel þegar hún var ung stúlka, s.s. stærðfræðin, léku nú í höndunum á henni „Og þá kviknaði þessi hugmynd, að ég „Ég er ótrúlega heppin manneskja.“

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.