Akureyri


Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 2

Akureyri - 09.10.2014, Blaðsíða 2
2 37. tölublað 4. árgangur 9. október 2014 Segir illt að búa við til- hæfulausar ásakanir Eins og fram kemur á forsíðu blaðsins eru harðar deil- ur uppi milli Hjörleifs Hallgríms, kaupmanns á Akur- eyri, og framkvæmdastjóra KEA, Halldórs Jóhanns- sonar. Hjörleifur er fyrrverandi ritstjóri Vikudags. Hann seldi KEA Vikudag fyrir tæpum áratug. Halldór sakar Hjörleif um rangærslur eftir að Hjörleifur skrif- aði aðsenda grein í Akureyri Vikublað fyrir tveimur vikum. Vegna álitaefna sem komu fram í gagn- rýni Hjörleifs á KEA, sendi Akureyri Vikublað framkvæmdastjóra KEA fyrirspurn sem Hall- dór Jóhannsson hefur nú svarað fyrir hönd félagsins. Er þetta „Flórumál“ eitthvað sem deila má um hvort hafi þjónað hagsmunum KEA? „Kaup KEA á tæplega þriðjungshlut í Ás- byrgi Flóru í ársbyrjun 2013 voru byggð á sömu forsendum og aðrar fjárfestingar KEA. KEA kom þar inn ásamt öðrum fjárfesti í hlut- hafahóp félagsins. Ákvörðun um fjárfestingu í þessu fyrirtæki var m.a. byggð á því að félagið var að vaxa verulega með kaupum á fyrirtæki í samskonar rekstri en með uppkaupunum á Maxí í Reykjavík voru öll framleiðsluumsvif og störf flutt til Akureyrar og velta félagsins nærri þrefölduð. Félagið veltir tæplega 400 milljónum króna og hjá því starfa 11 manns. Nýlega fengu meirihlutaeigendur í Ásbyrgi Flóru tilboð í sinn hlut sem þeir samþykktu en KEA gekk inn í tilboðið á grundvelli for- kaupsréttar. Áherslur tilboðgjafa og KEA um fram- tíðarrekstur félagsins voru ólíkar og því neytti KEA forkaupsréttar síns en KEA vill láta reyna á stækk- un félagsins og uppbyggingu þess á Akureyri sem og stefna að áframhaldandi vexti. KEA hefur endurselt 20% hlut af eign sinni í Ásbyrgi Flóru. Eins og á við um allar fjárfestingar þá mun tíminn einn leiða það í ljós hvort þessi reynist árangursrík eða ekki.“ Hverju svararðu gagnrýni ritstjórans fyrrverandi á ykkar störf? „Nánast ekkert af því sem fram kemur í greininni um KEA, mig eða formann félagsins er sannleikanum samkvæmt eða rétt frá greint.“ SAKAÐIR UM MISNOTKUN OG KLÍKUSKAP Er rétt að þú hafi hringt í Hjörleif illur eftir að grein hans birtist og hafir m.a. viðrað hvort KEA færi dómstólaleiðina vegna skrifanna? Hvaða atriði eru það ef rétt er, sem þú telur falla undir meiðyrði í grein Hjörleifs? „Já, það er rétt að ég hafði samband við viðkomandi en illur var ég ekki. Í greininni eru bornar á mig sem einstakling sem og formann félagsins ásakanir um að misnota aðstöðu okkar hjá KEA til að hygla ýmist sjálfum okkur eða meintum vinum á kostnað KEA. Það er illt við það að búa að opinber- lega séu bornar fram tilhæfulausar ásakanir á einstaklinga sem byggðar eru á kjaftasög- um eða rangfærslum. Þetta snýr því að mér persónulega ekki síður en KEA og af þeirri ástæðu átti ég samtal við greinarhöfund þar sem ég leiðrétti rangfærslur og spurði hvað honum gengi til með þessum ávirðingum á mig sem einstakling og hvort hann áttaði sig á því að þarna væri mögulega verið að birta meiðandi ummæli. Hvorki ég sem einstak- lingur, formaður félagsins eða KEA munu elta ólar við skoðanir greinarhöfundar. Hann hefur og mun áfram fjalla um KEA og þá sem þar starfa og er það að sjálf- sögðu frjálst. Rangfærslur dæma sig hins vegar sjálfar,“ svarar framkvæmdastjóri KEA. Sjá grein Hjörleifs bls. 8 –BÞ Ekki hægt að lofa nafn- leynd og rjúfa hana svo Töluverðrar óánægju gætir með að stjórn nýstofnaðs Menningarfélags Akureyrar hafi ákveðið að birta ekki nöfn umsækjenda sem sóttu um nýja fram- kvæmdastjórastöðu hjá félaginu. Stefnt er að ráðningu fram- kvæmdastjóra á næstu dögum en alls sótti 21 um. Fimm manns eru komnir í lokaúrtak en ákvörðun verður kynnt eftir helgi. Félagið er sjálfs- eignastofnun og var myndað við samein- ingu Leikfélags Akur- eyrar, Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs. Rök félagsins að birta ekki nafnalista eru að ekki sé um að ræða opinbert starf. Því hafa margir mótmælt á opinberum vettvangi. Fyrrum bæj- arfulltrúi á Akureyri, Oddur Helgi Halldórsson, telur að félagið byrji ekki starfsemi sína vel. „Það getur vel verið að þurfi ekki að birta lista yfir um- sækjendur, en það er algjörlega siðlaust að gera það ekki,“ segir Oddur Helgi í um- ræðu um málið á eigin facebook síðu. Hann bendir á að félagið sé að mestu rekið fyrir fé úr sameiginlegum sjóðum bæjarbúa og ætti því að haga sér sem slíkt. Kristján Arngríms- son, doktor í heim- speki, segir í umræðu um málið: „Væntanlega er þarna nafnleynd vegna þess að einhverjir umsækjendur eru í vinnu annar- staðar og vilja ekki að þar fréttist að þeir hafi sótt um. Líklega eru þetta vinir þeirra sem ráða þessu félagi og það er vinargreiði að birta ekki nöfnin.“ Fram kemur einnig að málið sé „lágkúrulegt“ og bendi til óheilinda, því skattborgarar muni greiða laun framkvæmdastjórans. Fleiri kalla eftir auknu gagnsæi og benda á að sá sem verði ráðinn sé settur í erfiða stöðu með svona pukri. LÖGLEGT – EN SIÐLEGT ÁLITAEFNI Sigurður Kristinsson er formaður Menningarfélagsins. „Það eru sterk rök fyrir því að birta nöfnin og við hefðum vel viljað gera það en okk- ur bar ekki lagaleg skylda til þess,“ segir Sigurður. Spurður hvort nafnalisti sé ekki akkílesarhæll allra opinberra ráðn- inga og að það sé einfaldlega eitt- hvað sem menn verði að lifa með segir Sigurður að siðlega sé málið umdeilanlegt. Rökin að birta ekki nöfnin hafi verið að umsækjendur hafi sýnt áhuga á umsókn en þá að- eins að með því skilyrði að nöfnin yrðu ekki gerð opinber. „Við vildum fá eins marga sterka umsækjendur og völ var á og töld- um mjög brýnt að ráða hratt hæf- an framkvæmdastjóra. Þess vegna ákváðum við að setja það í forgang að missa ekki af sterkum umsækj- endum. Þegar búið er að lofa nafn- leynd rýfur maður ekki nafnleynd.“ -BÞ SLEIPUR ÞJÓFUR Í APÓTEKI Gauti Einarsson apótekari í Akueyrarapóteki segir að ítrekað hafi þjófur náð að stela sleipiefni úr apótekinu. Hann hefur tjáð sig um málið með húmorískum hætti og sagði m.a. í færslu á facebook: „À èg að segja ykkur? Haldið ekki að sleipiefnabófinn hafi látið á sér kræla að nýju akkúrat 2 vikum eftir síðasta áhlaup. En hann rann mér sem fyrr úr greipum. Það gerir ein vika per brúsa sem verður að teljast nokkuð gott hjá honum. Samstarfskonur mínar eru allar komnar með Stokkhólms- heilkennið og finnst ég bara ómenni að vilja góma hann. En ég skal ná í “skottið” á honum þótt síðar verði.“ Gauti segir að í aðdraganda þess að sleipiefnaræninginn lét til skarar skríða öðru sinni, hafi þjófurinn spurst ítarlega fyrir um tannlím til að villa um fyrir samstarfskonu sinni. „Það hefði óneitanlega getað boðið upp á makleg málafjöld ef hann hefði svo ruglast og hnuplað tannlíminu.“ -BÞ Felgulökkun Sandblásum og lökkum felgur undir öll farartæki. Haf ið samband og kynn ið ykkur mál ið ! D r a u p n i s g a t a 7 m l s í m i 4 6 2 - 6 6 0 0 / 8 9 7 - 8 4 5 4 l p o l y a k @ s i m n e t . i s Áttu vandaðar felgur sem farnar eru að láta á sjá? Notum innbrennda duftlökkun sem er slitsterkasta lökkunaraðferð sem býðst og hentar því einstaklega vel til lökkunar á bílfelgum. Það borgar sig að láta okkur duftlakka gömlu felgurnar og gera þær sem nýjar. Lökkum / húðum einnig alla málma og gler. Er ekki tímabært að lagfæra felgurnar fyrir veturinn? GUNNAR VINNUR AÐ BÆTTU LÆSI Gunnar Gíslason, sem sagði eftir kosn- ingar lausri stöðu sinni sem fræðslu- stjóri á Akureyri, hefur tekið til starfa í verkefnahópi í mennta- og menn- ingarmálaráðuneytinu þar sem Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins ræður ríkjum. „Það var óskað eftir því að ég tæki sæti í verkefnahópi sem tengist Hvítbók mennta- og menningarmála- ráðherra og á að vinna aðgerðaáætl- un um bætt læsi. Þar sit ég ásamt 7 öðrum sem allir fengu samskonar boð og ég. Þetta er er ekki ráðning í þeim skilningi en greidd þóknun fyrir vinnuframlag eins og svo oft þegar um slíka hópa er að ræða sem vinna afmarkað verk á stuttum tíma,“ segir Gunnar. Soffía Vagnsdóttir var ráðin fræðslustjóri í stað Gunnars og er hún í þann mund að flytja frá Vestfjörð- um til Akureyrar til að gegna nýjum starfa sínum. Gunnar er oddviti sjálf- stæðismanna á Akureyri. Listi þeirra fékk 3 menn í síðustu bæjarstjórnar- kosningum en situr í minnihluta. -BÞ Sigurður Kristinsson. Nokkrir dagar í að nýr framkvæmdastjóri Menn- ingarfélags Akureyrar verði kynntur. Ráðningarferlið hefur skapað óánægju. Hjörleifur Hallgríms Halldór Jóhannesson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.