Akureyri - 16.10.2014, Blaðsíða 2
2 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014
Felgulökkun
Sandblásum og lökkum felgur undir öll farartæki.
Haf ið samband og kynn ið ykkur mál ið !
D r a u p n i s g a t a 7 m l s í m i 4 6 2 - 6 6 0 0 / 8 9 7 - 8 4 5 4 l p o l y a k @ s i m n e t . i s
Áttu vandaðar felgur
sem farnar eru að láta á sjá?
Notum innbrennda duftlökkun sem er
slitsterkasta lökkunaraðferð sem býðst og
hentar því einstaklega vel til lökkunar á
bílfelgum.
Það borgar sig að láta okkur duftlakka
gömlu felgurnar og gera þær sem nýjar.
Lökkum / húðum einnig alla málma og gler.
Er ekki tímabært að lagfæra felgurnar fyrir veturinn?
Fótbolti í boði Samherja
„Styrkurinn frá Samherja er með
því skilyrði að hann fari óskiptur
í að greiða niður æfinga-og keppn-
iskostnað yngri flokka svo að hann
hefur þarna svo sannarlega áhrif,“
segir Jón Óðinn Waage, kunnur
júdóþjálfari á Akureyri sem þjálfar
einnig börn í fótbolta. Aðrir við-
mælendur blaðsins innan íþrótta-
geirans á Akureyri ganga svo langt
að segja að Samherji haldi hrein-
lega íþróttastarfi uppi. „Fótboltinn
hér er nánast í boði Samherja, það
má segja það, að vísu með hæfi-
legum ýkjum,“ segir einn stjórn-
armanna stóru knattspyrnufélag-
anna.
Verðlagseftirlit ASÍ tók saman
æfingagjöld í knattspyrnu hjá 16
fjölmennustu íþróttafélögunum
víðsvegar um landið. Skoðuð var
gjaldskrá hjá 4. og 6. flokki íþrótta-
félaganna og reyndist ódýrast að
æfa fótbolta hjá Þór en í öðru sæti
er KA. Hjá KA þarf að greiða kr.
20.444 fyrir 4. flokk, haustönn 2014
en 17.778 fyrir 6. flokk. 20.000 krón-
ur sléttar kostar önnin hjá 4. Flokki
hjá Þór en 17.500 fyrir 6. flokk.
Dýrast er að æfa hjá Breiðabliki
þegar horft er til 4. flokks en þar
kostar mánuðurinn 7.833 kr. eða
31.333 kr. fyrir 4 mánuði. Hjá Þór á
Akureyri kostar mánuðurinn 5.000
kr. eða 20.000 kr. fyrir 4 mánuði
það er eftir að niðurgreiðslur frá
Samherja hafa verið teknar með í
reikninginn. Verðmunurinn er 57%
eða 11.333 kr.
Verðlagseftirlitið bar einnig
saman gjaldskrá fyrir 6. flokk eða
8 og 9 ára börn. Dýrast er að æfa
hjá Breiðabliki og Íþróttabanda-
lagi Akraness en þar kostar mánuð-
urinn 6.667 kr. eða 26.667 kr. fyrir
4 mánuði. Ódýrast er að æfa hjá
Íþróttafélaginu Þór á Akureyri en
þar kostar mánuðurinn 4.375 kr.
eða 17.500 kr. Verðmunurinn er 52%
eða 9.167 kr. -BÞ
Ívilnanir fyrir EFTA?
Ívilnunarsamningar íslenskra
stjórnvalda við fimm fyrirtæki:
Becromal, Verne, Íslenska Kísil-
félagið, Thorsil og GMR Endur-
vinnsluna, fólu í sér ríkisaðstoð sem
gengur gegn EES-samningnum.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hef-
ur því gefið íslenskum stjórnvöld-
um fyrirmæli um að endurheimta
alla þá ríkisaðstoð sem veitt var á
grundvelli umræddra samninga.
Í október 2010 samþykkti ESA
styrkjakerfi til nýfjárfestinga sem
íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið til
að efla atvinnuþróun á landsbyggð-
inni. Styrkjakerfið sem Ísland kom
á fót byggðist á lögum um ívilnanir
vegna nýfjárfestinga. Lögin heimil-
uðu ríkisstyrki til fyrirtækja eink-
um í formi skattaívilnana og á þeim
grundvelli undirrituðu íslensk
stjórnvöld ívilnunarsamninga við
fyrirtækin fimm á tímabilinu 2010-
2012. Lögin féllu úr gildi í árslok
2013.
Í apríl 2013 ákvað ESA að
hefja formlega rannsókn á ríkisað-
stoð á grundvelli styrkjakerfisins,
breytingum sem gerðar höfðu verið
á því og ívilnunarsamningum sem
undirritaðir höfðu verið. Markmið
rannsóknarinnar var að meta hvor-
tríkisaðstoðin væri í samræmi við
EES-samninginn.
Niðurstaða rannsóknar ESA er
að fyrirtækin Becromal og Verne
hafi verið búin að taka ákvarðanir
um fjárfestingu á Íslandi og ráð-
ist í framkvæmdir án fyrirheita
um ríkisaðstoð. Til að ríkisaðstoð
sé lögmæt þarf hún að hvetja til
nýfjárfestingar sem hefði annars
ekki orðið. Ríkisaðstoðin var því
ekki í samræmi EES-samninginn
og ber íslenskum stjórnvöldum að
endurheimta hana ásamt vöxtum
og vaxtavöxtum frá þeim tíma sem
aðstoðin var veitt.
Oddvitar meirihlutaflokkanna á
Akureyri segja ótímabært að segja
hvað þetta þýði fyrir bærinn.
„Það er of snemmt er að segja
nokkuð til um þetta því ekki er ljóst
hvort niðurstaða ESA hafi áhrif á
fyrirtæki sem voru með ívilnunar-
samning við íslensk stjórnvöld.
Stjórnvöld eiga m.a. eftir að
ákveða hvort þau fari með málið til
EFTA dómstólsins,“ segja oddvitar
meirihlutans á Akureyri í skriflegu
svari við fyrirspurn blaðsins um
hvaða áhrif gætu orðið af málinu
hvað varðar Becromal.
Framkvæmdastjóri Becromal
svaraði ekki skilaboðum frá blað-
inu. -BÞ
Ásýnd sundlaugar látið á sjá
Oddvitar meirihlutaflokkanna
í bæjarstjórn Akureyrar hafa
ákveðið að reyna að fresta upp-
setningu 100 milljóna króna renni-
brautar eins og síðasti meirihluti
hafði á stefnuskrá. Verið er að
vinna framkvæmdastefnu fyrir
sundlaugarsvæðið sem ætlað er að
ljúki 2017.
„Því miður hefur ásýnd sund-
laugarinnar látið á sjá og mikil-
vægt er að huga að viðhaldi og
endurbótum með það að markmiði
að styrkja og bæta aðstöðuna fyrir
sundlaugargesti. Gerður var samn-
ingur við fyrirtækið Altís um kaup
á rennibraut sem hluta af þeim
áformum að bæta aðstöðuna en
Akureyrarbær stendur nú í samn-
ingaviðræðum við fyrirtækið um að
fresta kaupunum og huga fyrst að
brýnni verkefnum við sundlaugina,“
segir Guðmundur Baldvin Guð-
mundsson formaður bæjarráðs.
Eiríki Birni Björgvinssyni bæj-
arstjóra verður falið að semja við
Altis um frestun í ljósi þess að aðr-
ar endurbætur séu mikilvægari og
viðhald brýnna.
Ragnheiður Runólfsdóttir sund-
drottning og þjálfari hjá sundfé-
laginu Óðni er í hópi þeirra sem
hafa gagnrýnt þá forgangsröðun að
eyða stórfé til nýrra rennibrautar.
Nær væri að huga betur að aðstæð-
um keppnisfólks. -BÞ
Prófessorar í verkfall?
Svo kann að fara að nemendur um
allt land og þá ekki síst við Háskól-
ann á Akureyri lendi í verkfalli pró-
fessora í próftíð haustannar, fari svo
að ekki semjist um launahækkanir.
Í bréfi formanns Félags prófessora
við ríkisháskóla til félagsmanna
segir að stjórn félagsins hafi farið
yfir helstu möguleika til að þrýsta á
um gerð kjarasamnings. Með tilliti
til nauðsynlegs undirbúningstíma
og virkni aðgerða komi fátt annað
til greina en að ganga til almennrar
atkvæðagreiðslu um boðun verk-
falls lögum samkvæmt.
Til að kanna hug félagsmanna
til verkfallsboðunar stendur nú yfir
könnun meðal prófessora. Stjórn
félagsins mun hafa niðurstöðurn-
ar til hliðsjónar þegar ákvarðanir
verða teknar um hvort gengið verði
til bindandi almennrar atkvæða-
greiðslu um boðun verkfalls til að
knýja á um gerð kjarasamnings.
-BÞ
Mikilvægi gagnrýninna frétta
Ný rannsókn Herdísar Helgadóttur
sýnir að starfsmenn staðarmiðla á
Akureyri vinna starf sitt af hugsjón
vegna áhuga á samfélaginu. Þeir
láta langan vinnutíma ekki fæla
sig frá starfinu og finnst gaman í
vinnunni.
Herdís hefur lokið meistara-
námi í Stjórnun og stefnumótun
við Viðskiptafræðideild HÍ. Óbirt
lokaritgerð hennar hverfist um
rannsókn sem hún gerði með við-
tölum við níu blaðamenn staðar-
miðla á Akureyri. Ýmis áhyggju-
efni komu fram í rannsókninni um
starf miðlanna þótt blaðamenn séu
ánægðir í starfi. Ritstjórnarlegu
sjálfstæði er ógnað, bæði vegna ná-
lægðarvanda og vegna þess hversu
fáliðaðir miðlarnir eru. „Þetta
er áhyggjuefni því landsdekk-
andi fjölmiðlar segja einungis frá
stærri málum í litlum samfélögum.
Því er mikilvægt að staðarmiðlar
sinni varðhundshlutverkinu á sem
bestan hátt. Mikilvægi varðhunds-
hlutverksins er gríðarlegt og því er
það afar óæskilegt ef því er ekki
sinnt í minni samfélögum,“ segir í
lokaorðum ritgerðarinnar.
Upbygging og jákvæðni voru
mörgum viðmælendum einnig ofar-
lega í huga. „Það er í samræmi við
það sem rannsóknir hafa sýnt, að
staðarmiðlar leggi gjarnan áherslu
á það jákvæða í samfélaginu,“ segir
Herdís.
Viðmælendur voru sammála um
að jafnvægi hafi náðst á fjölmiða-
markaði á Akureyri og hæfilega
mikið væri af aðhaldsfréttum og
hæfilega mikið af uppbyggjandi
umfjöllun. -BÞ