Akureyri - 16.10.2014, Side 6
6 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014
Starf sálfræðings
er laust til umsóknar
www.skagafjordur.is
Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga óskar eftir að ráða sálfræðing til starfa. Starfið er hvort tveggja á
sviði skólaþjónustu og félagsþjónustu. Fjölskylduþjónustan leggur áherslu á samþætta þjónustu
og hefur á að skipa vel menntuðu fagfólki, félagsráðgjöfum, uppeldis- og sálfræðiráðgjafa,
þroskaþjálfum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum, námsráðgjafa og talmeinafræðingi.
Helstu verkefni sálfræðings:
• Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum.
• Ráðgjöf við foreldra og starfsmenn leik- og grunnskóla.
• Þverfaglegt starf í skóla, félagsþjónustu, barnavernd o.fl.
Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2014
Nánari upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar
www.skagafjordur.is (störf í boði)
N
Ý
P
R
EN
T
e
h
f.
Ekkert hlustað á
óskir heimamanna
Sameiningar heilbrigðisstofnana í
þremur heilbrigðisumdæmum sem
tóku gildi 1. október sl. þýða að
eftir sameininguna fækkaði heil-
brigðisstofnunum á Norðurlandi,
Suðurlandi og á Vestfjörðum úr ell-
efu í þrjár. Í geinargerð nokkurra
þingmanna til þingsályktunar segir
að mikillar óánægju hafi gætt með
sameiningarnar þar sem þau sjón-
armið hafi komið fram að þessar að-
gerðir dragi úr öryggi og þjónustu,
og leiði til þess að störf fyrir há-
skólamenntaða flytjist frá dreifðari
byggðum til þéttbýliskjarna.
„Þannig draga aðgerðirnar líka
úr fjölda háskólamenntaðra þjón-
ustustarfa í viðkomandi byggðum.
Þrátt fyrir óánægjuna virðist ekk-
ert hafa verið hlustað á óskir eða
ráðgjöf heimamanna á hverjum
stað,“ segir í greinargerð níu þing-
manna Samfylkingarinnar með til-
lögunni.
„Mikilvægt er að grunnþjónusta
í mennta- og heilbrigðiskerfinu sé
aðgengileg í heimabyggð. Heima-
menn þurfa að hafa sem mest að
segja um hvernig þjónustan er veitt
og geta haft áhrif á samspil henn-
ar við þjónustu sveitarfélaga. Við
gerð fjárlaga þarf að standa vörð
um aðgengi allra íbúa að menntun
hvar sem þeir búa. Styrkja þarf
framhaldsskóla til að þjóna þörf-
um nærsamfélagsins og stuðla að
uppbyggingu menntasetra. Hér
er um að ræða eina mikilvægustu
jafnræðisaðgerðina sem stjórn-
völd geta gripið til gagnvart æsku
landsins. Skoða verður sérstaklega
í fjárlagavinnunni hvort sjónarmið
um fjárhagslega hagræðingu koma
niður á öryggi sjúklinga og gæðum
heilbrigðisþjónustu í landsbyggð-
unum og hvort sameiningar stofn-
ana hefur neikvæð áhrif á atvinnu-
þróun í dreifðum byggðum,“ segir
einnig.
AKUREYRI SÉRSTAKT
ÁHYGGJUEFNI.
Þingmennirnir segja að athuga
þurfi hvaða áhrif sameining heil-
brigðisstofnana hafi á samstarf
þeirra og félagsþjónustu sveitarfé-
laga. Mikilvægt sé að gott samstarf
sé þar á milli og að heimamenn
hafi aðkomu að ákvörðunum heil-
brigðisstofnananna sem snúi að
samstarfinu. „Sérstakt áhyggjuefni
er að heilbrigðisráðherra leggi nú
til algera öfugþróun í langþráðri
samþættingu heilsugæslu og fé-
lagsþjónustu með því að leggja af
þann samrekstur þessara þátta sem
tíðkaður hefur verið á Akureyri um
áratugaskeið með góðum árangri.
Tryggja þarf að lögum um umdæm-
issjúkrahús og öfluga grunnþjón-
ustu, þ.m.t. heilsugæslu og þjón-
ustu við aldraða, verði framfylgt og
tillit verði tekið til landfræðilegra
aðstæðna og erfiðra samgangna.“
Í tillögu þingmannanna til
þingsályktunar sem fjallar um
bráðaaðgerðir í byggðamálum er
óskað að Alþingi álykti að fela
ríkisstjórninni að grípa til bráða-
aðgerða til að bregðast við því
„alvarlega ástandi sem upp er kom-
ið í byggðamálum og kallar á taf-
arlausan stuðning við atvinnuþró-
un, menntun, velferðarþjónustu og
uppbyggingu innviða í landsbyggð-
unum“ eins og það er kallað.
ÚRBÆTUR Í 11 LIÐUM
Byggt verði áfram á aðferðafræði
sóknaráætlana landshluta og fjár-
heimildir sem nú eru vistaðar í ólík-
um ráðuneytum sameinaðar. Aukið
fjármagn verði veitt til sóknaráætl-
ana og lykiláhrif heimamanna á út-
hlutun þess tryggð.
Aukin verði fjárframlög til sam-
göngumála, sem voru skorin niður
við samþykkt fjárlaga fyrir árið
2014, til samræmis við fjárfesting-
aráætlun síðustu ríkisstjórnar um
vega- og jarðgangagerð og til að
hægt sé að standa við samninga um
eflingu almenningssamgangna milli
ríkis og landshlutasamtaka.
Sjávarútvegs- og landbúnað-
arráðherra leggi fyrir Alþingi sem
fyrst frumvarp um breytingu á lög-
um um veiðigjöld sem tryggi sjávar-
byggðum hlutdeild í tekjum af sérs-
töku veiðigjaldi og tryggi að aukinn
byggðakvóti fari til Byggðastofn-
unar til að sinna verkefnum tengd-
um brothættum byggðum.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
leggi fyrir Alþingi frumvarp að
rammalöggjöf um ívilnanir vegna
nýfjárfestinga sem útfærð verði á
þann veg að hún nýtist sérstaklega
uppbyggingu í landsbyggðunum.
ðnaðar- og viðskiptaráðherra
leggi fyrir Alþingi frumvarp um
jöfnun húshitunarkostnaðar sem
feli í sér að jöfnunargjald verði lagt
á alla notendur raforku, þar á með-
al stóriðju og aðra stórnotendur.
Félags- og húsnæðismálaráð-
herra leggi fyrir Íbúðalánasjóð að
koma ónýttu húsnæði án tafar í not
á þeim svæðum þar sem eftirspurn
eftir húsnæði er meiri en framboð.
Í því skyni verði samið við sveitar-
félög um yfirtöku húsnæðis ef þörf
er á.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
leggi fyrir Alþingi frumvarp til
laga sem tryggi sveitarfélögum
hlutdeild í tekjum af ferðamönn-
um til að gera sveitarfélögunum
sjálfum kleift að byggja upp segla
til að draga að ferðamenn og dreifa
þannig betur flæði ferðamanna um
landið.
Innanríkisráðherra leggi fyrir
Alþingi tímasetta og kostnaðar-
greinda áætlun um uppbyggingu
háhraðatenginga og hringtengingu
ljósleiðara um land allt.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
leggi fram tímasetta og kostnað-
argreinda áætlun um uppbyggingu
dreifikerfis raforku til að tryggja
afhendingaröryggi og fullnægjandi
flutningsgetu um land allt.
Sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra leggi fyrir Alþingi
frumvarp um eflingu á kerfi jöfn-
unar flutningskostnaðar á þann veg
að styrkir taki einnig til verslunar.
Nægar fjárveitingar verði í
fjárlögum til að bæta aðgengi að
menntun og tryggja öryggi sjúk-
linga og gæði heilbrigðisþjónustu
um allt land. -BÞ
Dreifbýlisbörn þyngri
en borgarbörn
Miklar áhyggjur komu fram af
lýðheilsu ungs fólks í umræðu á
Alþingi í síðustu viku. Höskld-
ur Þór Þórhallsson, þingmaður
Framsóknarflokksins
í NA-kjördæmi, var
málshefjandi sérstakr-
ar umræðu sem bar
yfirskriftina: Þjóðarvá
vegna lífsstílstengdra
sjúkdóma barna og
unglinga.
Höskuldur Þór
ræddi lífsstílstengda
sjúkdóma og vitnið
í gögn frá WHO um
að lífsstílssjúkdómar
væru nú 75% af sjúk-
dómum Evrópuþjóða. Undir það
féllu krabbamein, hjartasjúkdómar,
lungnasjúkdómar og sykursýki svo
nokkuð sé nefnt. Flestir áhættu-
þættir væru þekktir, hreyfingar-
leysi, reykingar, áfengi og óhollt
mataræði þar á meðal.
Heilbrigðisráðherra sagði hreyf-
ingarleysi sérstakt áhyggjuefni hjá
ungu fólki. Um fimmta hvert barn
á Íslandi væri of þungt eða feitt.
Töluverður munur væri á ung-
mennum landsbyggðanna og höfuð-
borgarsvæðisins hinum fyrrnefndu
í óhag. Rannsókn sýndi
að hartnær fjórða hvert
barn væri of þungt í
dreifbýli.
Valgerður Bjarna-
dóttir þingmaður benti
á að árið 1938 voru
0,2% barna of feit en
60 árum síðar var þetta
hlutfall komið upp í
20%. „Í ljósi þessara
upplýsinga er ótrúlegt
að ríkisstjórnin ætli að
lækka verð á sykruðum
vörum, það er út í hött,“ sagði Val-
gerður og vísaði þar til sykurskatts-
ins sem ríkisstjórnin hyggst afnema.
Helgi Hrafn, þingmaður Pírata,
hafnaði tali um „þjóðarvá“. Hann
sagðist hafa fengið nóg af þessu
„blæti Íslendinga á gífuryrðum.
Hann sagðist þó ekki gera lítið úr
vandanum en gagnrýndi hve orða-
lagið væri hástemmt. -BÞ
Heilsugæslustöðin á Akureyri. Sérstakt áhyggjuefni er að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra leggi til algera öfugþróun
í langþráðri samþættingu heilsugæslu og félagsþjónustu með því að leggja af samrekstur þessara þátta sem tíðkaður hefur
verið á Akureyri um áratugaskeið með góðum árangri, segja nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar.
Höskuldur Þór
Þórhallsson.