Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Qupperneq 14

Akureyri - 16.10.2014, Qupperneq 14
14 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014 Á ráðstefnunni verða aðstæður kvenna og karla á norður­ heim skauts svæðinu skoðaðar í víðum skilningi og athyglinni beint að aðgangi og yfirráðum auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðana töku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og almennri velferð. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra flytur opnunarávarp ráðstefn unnar og munu Tarja Halonen, fyrrverandi forseti Finnlands, Okalik Eegeesiak, formaður Inuit Circumpolar Council, Alaska, Claudia David, helsti ráð gjafi um málefni frumbyggja í Kanada og Gunn-Britt Retter, Saami Council taka þátt í ráðstefnunni auk fjölmargra íslenskra og erlendra sérfræðinga, fulltrúa atvinnulífsins og félagasamtaka. Ráðstefnan er liður í áherslu utanríkisráðuneytisins á jafnréttismál og nýtur verk efnið stuðnings Norður skauts ráðsins, Norrænu ráðherra nefnd ar innar, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Færeyja en skipuleggjend ur ráð stefn unnar eru utanríkis ráðuneytið, Jafnréttis stofa, Stofnun Vilhjálms Stefáns sonar og Norðurslóðanet Íslands. Ráðstefnan er haldin í Hofi menningarhúsi á Akureyri og er öllum opin. SKIPULEGGJENDUR STYRKTARAÐILAR Upplýsingar um dagskrá, fyrirlesara og skráningu arcticiceland.is/genderequality GENDER EQUALITY ARCTICin the ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM JAFNRÉTTI KYNJANNA Á NORÐURSLÓÐUM AKUREYRI, 30.-31. OKTÓBER 2014 SPORTIÐ Akureyri.net Almenningsíþróttadeild KA Laugardaginn 4. október síðast- liðinn var fyrsti formlegi dagurinn í almenningsíþróttadeild KA og var boðið upp á gönguhóp frá KA- -heimilinu kl. 10:30 og síðan kaffi og kökur á eftir. „Þetta er vonandi fyrsta skref- ið af mörgum í rétta átt hjá okkur en hugmyndir hafa verið uppi um að bjóða einnig upp á hlaupahópa, hjólreiðar, badminton o.fl. allt eft- ir því hvar áhugi almennings ligg- ur og hvað við getum boðið upp á,“ segir Sævar Pétursson, fram- kvæmdarstjóri KA. „Við tökum ekkert gjald fyrir þátttökuna og engar kröfur gerð- ar aðrar en að fólk mæti með góða skapið með sér og taki þátt. Við lít- um á þetta sem þjónustu við alla þá félagsmenn sem hafa verið hjá okk- ur undanfarin ár og þá foreldra sem eru með börn hjá félaginu í dag. KA er fyrir alla, ekki bara þá sem vilja stunda keppnisíþróttir. Er það von okkar að sem flestir taki þátt og ef fólk er með hugmyndir að starfsemi sem gætu fallið undir almennings- íþróttadeild KA þá má það endi- lega koma því á framfæri við okkur og við reynum eins og hægt er til að verða við því,“ segir Sævar. -H.B Hörkuleikur í kvöld Í kvöld tekur Akureyri á móti FH í sjöundu umferð Olísdeild- ar karla í handbolta í leik sem fram fer í íþróttahöll- inni. Akureyri sem hafði tapað tveim heimaleikjum í röð gerð góða ferð suð- ur um liðna helgi og sigraði lið Fram örugglega með sex marka mun. Lið Akureyrar er í sjötta sæti deildarinnar með 6 stig en FH í því þriðja með fjögur stig. Leikur Akureyrar og FH hefst klukkan 19:00. Á laugardag taka Hamrarn- ir sem leika í fyrstu deild karla í handbolta á móti Vík- ingi í leik sem fram fer í KA- heimilinu. Leikur Hamranna og Víkings hefst klukk- an 16:00. Þá sækja stelpurnar í KA/Þór lið Selfyssinga heim í Olísdeild kvenna og er leikur liðanna lið- ur i fimmtu umferð deildarinnar. Sel- fyssingar eru í 7. Sæti deildarinn- ar með 3 stig en KA/Þór í ellefta sætinu með 2 stig. Leikur liðanna hefst klukkan 17:00. a Þór spilar á morgun Á föstudagskvöldið heldur karlalið Þórs í körfubolta suður yfir heið- ar og sækir lið Vals heim. Þór sem teflir fram mikið breyttu liði hóf keppni með tapi gegn Hetti í fyrstu umferð á heimavelli freista þess að sækja sigur í Vodafonehöllina. Leikur Þórs og Vals hefst klukkan 19:30. Það verður svo stutt pása hjá strákunum en á sunnudag fá þeir lið Skagamanna í heimsókn í íþróttahús Síðuskóla og hefst sá leikur klukkan 16:00. Sama dag hefja stelpurnar í körfuboltaliði Þórs leik á Íslandsmótinu og fyrsta verkefni vetrarins hjá þeim verð- ur að sækja lið Stjörnunnar heim. Leikur liðanna fer fram í Ásgarði og hefst klukkan 14:30. Ábendingar um efni í blaðið og á vefinn itrottir@akureyri.net ÍSHOKKÍ UM HELGINA Á laugardag tekur SA Víkingar á móti SR á Íslandsmótinu í íshokkí karla í leik sem fram fer í Skauta- höllinni á Akureyri. Hér eigast við tvö af sterkustu íshokkílið- um landsins svo búast má við hörkuleik þar sem ekkert verður gefið eftir leikur liðanna klukkan 16:30.

x

Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.