Akureyri


Akureyri - 16.10.2014, Síða 16

Akureyri - 16.10.2014, Síða 16
16 38. tölublað 4. árgangur 16. október 2014 Þjónandi forysta Ráðstefna Þekkingarseturs um þjónandi forystu og Háskólans á Bifröst 31. október 2014 Þjónandi forysta: Samskipti og samfélagsleg ábyrgð Gary Kent Róbert Guðfinnsson Sigríður Björk Guðjónsdóttir Gunnar Svanlaugsson Anyone could lead perfect people, – if there were any. Reynslusaga af Suðurnesjum Þjónandi forysta í félagsmálum Er það sjálfgefið að hæft fólk vilji vinna með manni? Birna Dröfn Birgisdóttir Mikilvægi þjónandi forystu fyrir sköpunargleði Heiða Björg Ingólfsdóttir Upplifun leiðbeinenda í leikskóla af starfsumhverfi sínu Auður Pálsdóttir Þjónandi forysta og sýn ungleiðtoga í æskulýðsstarfi Hrafnhildur Haraldsdóttir Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu Alda Margrét Hauksdóttir Þjónandi forysta og starfsánægja lífeindafræðinga Steingerður Kristjánsdóttir Viðhorf stjórnenda hjá ÍTR til stjórnunar og forystu Þóranna Rósa Ólafsdóttir Reynsla skólastjóra af vinnustaðkönnun Reykjavíkurborgar Sigurður Ragnarsson Þjónandi leiðtogi: Þræll eða þrælgóður leiðtogi? Sigrún Gunnarsdóttir Þjónandi forysta hjá Toyota og Thor Jensen Óttarr Proppé Er rúm fyrir ást og umhyggju í stjórnmálum og opinberri umræðu? Vilhjálmur Egilsson Bifrestingar: Heimsborgarar og sveitamenn Aðal fyrirlesarar ráðstefnunnar: Aðrir fyrirlesarar á ráðstefnunni: Skráning fer fram á thjonandiforysta.is Þjónandi forysta Servant leadership BRÚÐKAUP frumsýnt í Ólafsfirði annað kvöld LEIKFÉLAG FJALLABYGGÐAR, sem til varð við sameiningu leikfé- laganna á Siglufirði og Ólafsfirði, er nú á lokaspretti við æfingar á nýju leikriti, BRÚÐKAUP, eftir Guð- mund Ólafsson, sem jafnframt er leikstjóri. Leikárið 2012 - 2013 ákváðu leikfélögin að vinna saman að upp- setningu á öðru leikriti eftir Guð- mund, sem nefndist STÖNGIN INN! Sú sýning hlaut frábærar viðtökur og var sýnd í Menningarhúsinu Tjarnarborg við mikinn fögnuð fjöl- margra áhorfenda. Rúsínan í pylsu- endanum var að sýningin var valin „athyglisverðasta áhugaleiksýningin árið 2013“ og fylgdi þeirri nafnbót að verkið var sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní á síðasta ári fyrir troðfullu húsi, að sögn Guðmundar Ólafssonar. BRÚÐKAUP fjallar, einsog titillinn bendir til, um brúðkaup. Herdís Eva er loksins gengin út og ætlar að ganga að eiga hann Bjarna Þór, sem er traustur starfsmaður Heimilistækja. En séra Guðrún leggst í lungna- bólgu og verður þá að kalla til fyrr- verandi sóknarprest, sem er, því miður, sjaldnast með allt á hreinu. En veislan ætti að ganga vel því veislustjórinn vinnur hjá Aríon- banka í Reykjavík og það er sko ekkert víst að tæknin klikki hjá Ella. En hvað með ömmu? Er hún lífs eða liðin? Og skyldi Alfreð móð- urbróðir hegða sér sómasamlega? Og hverjum dettur eiginlega í hug að koma í krumpugalla í brúðkaup? „Svo er það STÓRA LEYNDAR- MÁLIÐ sem setur allt í uppnám,“ segir Guðmundur. Þetta er fjölmenn sýning því rúmlega tuttugu leikarar eru á sviðinu þegar mest er ásamt tríói tónlistarfólks. Frumsýnt verður föstudaginn 17. október klukkan 20:00 í Menn- iningarúsinu Tjarnarborg í Ólafs- firði. Önnur sýning sunnudaginn 19. október. a AÐSEND GREIN FRIÐBJÖRG JÓHANNA SIGURJÓNSDÓTTIR Ég elska dömulega dekurdaga Ég elska dömulega dekurdaga, Ak- ureyrarvöku og bíladaga en ekkert sérstaklega 17. júní, jólin eru fer- lega asnaleg hátíð en páskarnir æði .... og já, ég er feministi ! Það er alveg ótrú- lega margt skrítið sem fullorðið fólk tekur sér fyrir hendur, velur að eyða tíma sínum og jafn- vel peningum í. Eitt það skrítnasta að mínu mati er að fólk (karlar) stund- ar og eyðir löngum tíma í að horfa á, er fótbolti. Í sumar var HM í Brasilíu, það var þekkt og vitað að fátækt er gríðarlega stórt vandamál í því landi og að í að- draganda HM og meðan á leikunum stóð jókst eymd þessa fólks veru- lega, barnungar stúlkur leiddust út í vændi, fátækir og ótryggðir verka- mann slösuðust og létust við undir- búning keppninnar og fleira á þess- um nótum en FIFA græðir og fólkið horfir. Og það kemur mér ekkert við, þeir sem horfa hafa valið það og vilja verja tíma sínum þannig. Komum þá að dömulegum dekur- dögum, sem mér finnst alveg dá- samlegir. Allt fullt af bleiku (og ég elska bleikt), spennandi tilboðum, uppákomum, bærinn skreyttur o.fl. Nú er ég afskaplega lítið fyrir búðir almennt, en á þess- um dögum er gaman. Allir verslunar- og veitinga- menn eru glaðir eftir að hafa nostrað við að gera dömurlega dekurdaga jafnvel úr garði og raun ber vitni. Flottust finnst mér hún Vilborg í Centro, frábær stelpa og dugn- aðarforkur sem leggur metnað í að lífga upp á bæinn sinn, draga að fólk (konur) til að gera sér daga- mun og vera í forsvari fyrir þessa hátíð. Hvort konur vilja svo mæta og eyða, það er undir þeim sjálfum komið. Margar konur hafa mikin áhuga á útliti sínu, snyrtivörum, fötum og fylgihlutum, og þá eyða þær og gera það sem þær vilja. Ég hef oft farið á dömulega dekurdaga og skemmt mér dásamlega þrátt fyrir að eyða litlu sem engu þar sem hvoru tveggja kemur til að ég hef álíka mikið á milli handanna og blessuð kirkjurottan finnur í safn- aðarbauknum á sunnudögum og áhugi minn liggur að takmörkuðu leyti við útlit mitt eða klæðaburð (á hefðbundin hátt). Mergur máls- ins, fullorðið fólk velur, ber ábyrgð á og verður að eiga við sjálft sig hvað það vill gera við tíma sinn og peninga. Sem feministi er ég mikið meira hugsi yfir mörgum hlutum, viðhorfum og skoðunum í samfé- laginu sem ég tel ekki hafa góð áhrif á samskipti kynjanna, þau viðhaldi kynbundnum launamun, geti ýtt undir og skapað kynbundið ofbeldi og hafi skaðleg áhrif á andlega líð- an, jafnt drengja sem stúlkna. Mér var brugðið við að heyra frá ungum foreldrum fjögurra ára drengs sem sögðu mér að hann hefði ekki horft á Frozen, hann væri ekki spenntur fyrir stelpumyndum ! Ég er hugsi yfir viðhorfum hjá pabba annars fjögurra ára drengs sem ég heyrði af á leikvelli um daginn en dreng- urinn var í frekar slæmu skapi og skeytti því á umhverfi sínu en þá segir pabbinn ,,oohhh hann er svo mikill gaur, það alveg bullar í hon- um testósterónið“, hvaða skilaboð til barns eru það! Mér finnst ömurlegt þegar talað er um bóndakonur, eru þá til kennarakonur og kennarar, forsetakonur og forsetar ! Ég verð feminískt úfin (og reyndar alveg feminískt brjáluð) þegar hrós og athygli sem beint er til barna er kynjað þannig að stelpum er hrósað fyrir útlit, hár og föt en strákum fyr- ir að vera stórir, sterkir, og hlaupa hratt. Hvernig líður svo strákunum sem verða ekki hávaxnir, sterkir eða geta hlaupið hratt en hafa allt ann- að til að bera ! Eða stelpunum sem leggja sig allar fram í að ná árangri í sínu áhugamáli en fá mesta athygli fyrir útlitið, hárið og fötin ! Og af hverju verð ég feminískt brjáluð, jú af því að þetta er algert rugl sem við og samfélagið höfum búið til og er einfaldlega rangt. Hvert barn, hver einstaklingur á að hafa rétt til að lifa, þroskast og líða vel með sjálfan sig, eins og hann er. Gæti skrifað svo miklu meira og á eftir að skrifa um allar hinar hátíðarnar í fyrirsögninni en hef bara ekki meiri tíma í bili, ég er nefnilega að fara að skella á mig glossinu, áður en ég fer upp á skot- svæði að leika við strákana. Ps. strákunum er alveg sama hvort ég er með gloss eða ekki, ég hitti heldur ekkert betur þó ég sé með glossið. Mér finnst bara meira gaman, með gloss. Bestu kveðjur, Friðbjörg Jóhanna. VERKSMIÐJUKRÓNIKAN FRUMSÝND Í KVÖLD Leikfélag Hörgdæla frumsýnir í kvöld leikritið Verksmiðjukrónikan eftir Stefaníu Elísabetu Hallbjörnsdóttur og Sögu Jónsdóttur . Leikritið gerist á Akureyri um 1940. Verkafólk á verksmiðjunum stendur í verkfallsbaráttu, Bretar eru komnir og miklar breytingar verða í bænum. Karlmenn eru uggandi yfir þeim áhrifum sem hermenn hafa t.d. á ungu stúlkurnar. Bretaþvottur er ekki öllum að skapi. Um tuttugu leikarar taka þátt í sýningunni og segir í tilkynningu að margar skemmtilegar og sérstakar persónur líti dagsins ljós. Leikritið byggir á ýmsum atburðum sem þær stöllur hafa lesið eða heyrt um en margt er fært í stílinn. Leikritið er ekki sagnfræðileg heimild. Sýnt er að Melum í Hörgársveit , leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.