Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 8

Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 8
A llt bendir til þess að rúss-neskir aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafi fyrir mistök skotið niður malasíska farþegaþotu, með 298 manns innanborðs, fyrir rúmri viku. Engar vísbendingar benda til aðildar annarra aðila, en bandaríska leyniþjónustan, Angela Merkel og utanríkisráðherra Bretlands hafa öll bent á óbeina aðild Rússa að slysinu sem hafa útvegað aðskilnað- arsinnum vopn. Í umræðu síðustu daga hefur Pútín forðast að ræða sjálfa aðskilnaðarsinnana en þess í stað beint orðum sínum að rann- sókn slyssins. „Við þurfum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi þeirra alþjóðlegu sérfræðinga sem vinna við slys- staðinn. Og enginn skyldi notfæra sér þennan harmleik í sjálfselskum pólitískum tilgangi,“ sagði hann við Russian Today. Nú hafa líkams- leifar farþeganna verið fluttar frá slysstaðnum og flugritar vélarinnar verið afhentir malasískum embætt- ismönnum. Rússneskur fréttaflutningur Fréttaflutningur af slysinu í rúss- neskum fjölmiðlum hefur verið Haust 5 21. - 28. september Köln & Königswinter Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Við kynnumst töfrandi Rínardalnum í ferð til Kölnar og Königswinter, þar sem náttúrufegurð umlykur borgina við rætur Siebengebirge fjallanna. Við heimsækjum Koblenz þar sem árnar Mósel og Rín mætast, barrokkborgina Fulda og miðaldabæinn Schlitz. Gist á 4 stjörnu hótelum. Verð: 184.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Lovísa Birgisdóttir nokkuð afvegaleiðandi en þar hefur meðal annars verið ýjað að því að úkraínski herinn hafi í raun ætlað að skjóta niður vél Pútíns, sem sé mjög lík þeirri malas- ísku. Samkvæmt helstu fjölmiðlum Rússlands er atburðurinn alls ekkert slys heldur eitt stórt samsæri sem Úkraína og Banda- ríkjamenn standa á bak við. Jón Ólafsson, prófessor við Há- skólann á Bifröst og sérfróður um rússnesk málefni, segir Pútín vera í mjög erfiðri stöðu. „Pútín hefur lengi verið í óþægilegri stöðu, því allt frá því í upphafi mótmælanna í Rússlandi fyrir tveimur árum, hefur hann markvisst reynt að ná til öfgahópanna frekar en miðju- hópanna. Stjórnvöld hafa verið með málflutning sem minnir bæði á þjóðernisöfgarnar og líka á komm- únistaflokkana sem eru enn við lýði í Rússlandi. Þetta gerir það að verk- um að í dag eru miklu öfgakenndari og brjálæðislegri skoðanir sem eiga aðgang að öllum þorra almennings en væri annars. Þessi aðferð, að ná til öfgahópanna, byggir auðvitað á skammtímamarkmiðum en virkar ekki til lengri tíma. Þetta er að hluta til skýringin á því hvers vegna þessi samfélagsorðræða í dag er svona öfgakennd. En það er auðvitað helst í sjónvarpinu sem áróðursmaskínan er hvað sterkust en á öðrum stöðum, eins og net-og prentmiðlum, er hægt að lesa annað en áróður.“ Flókin staða Pútíns Á blaðamannafundi í Berlín þann 18. júlí síð- astliðinn, sagði Angela Merkel Þýskalands- kanslari Rússland bera hluta ábyrgðarinnar á skotinu og bað Pútín að gangast við ábyrgðinni, í ljósi þess að flutningur aðskilnaðarsinna á vopnum og skriðdrek- um hefur verið leyfður óhindraður frá Rúss- landi og yfir til Úkraínu. Jón segir það í raun vera útilokað fyrir Pútín að koma fram og segjast bera einhverja ábyrgð á stöðu mála í dag. „Það er í raun úti- lokað, því það væri svo erfitt fyrir hann að réttlæta það inn- an Rússlands. Kjarni málsins er sá að Pútín og rússnesk stjórnvöld eru búin að koma sér í aðstæður sem þau ráða illa við. Pútín getur í raun engin áhrif haft á Vesturlönd, nema með því að bakka, og heima fyrir er búið að búa til þannig ástand að það er eiginlega ómögulegt fyrir hann að bakka, vegna þessara for- senda sem stuðningurinn við hann hvílir á. Hann er í raun í hálfgerðri spennitreyju. Ef hann myndi bakka, og taka einhverja ábyrgð, þá þyrfti að „kóreografa“ það ansi vel og passa að það liti ekki út eins og til að mynda eftirgjöf, heldur skyn- semi.“ Viðskiptaþvinganir Barak Obama sagði í vikunni að skotið á flugvélina ætti að vera „wake up call“ fyrir Evr- ópu til að taka á málum Rússlands og Pútíns en Bandaríkin byrjuðu löngu fyrir slysið að beita Rússa viðskipta- þvingunum. Obama hefur nú þegar lokað á nokkur stærstu fyrir- tæki Rússlands, sem öll eru rekin af stuðnings- mönnum Pútíns. Pútin hefur kallað þetta frum- stæðar hefndaraðferðir og segir þvinganir eiga eftir að koma bandarísk- um orkufyrirætkjum illa þegar fram í sækir og frysta allt samband. Síðastliðinn mánudag hittust svo sendifull- trúar allra 28 Evrópu- sambandsríkjanna í Brussel til að ræða stöðuna í fyrsta sinn eftir slysið. Þar var ákveðið að nauðsynlegt væri að pressa frekar á Pútín með viðskiptaþvingunum. En pressan á Pútín er jafn mikil heima fyrir, eins og Jón bendir á. „Þó svo að pressan komi frá Evrópusam- bandinu og Bandaríkjunum þá er pressan stöðugt meiri að innan, frá almenningi í Rússlandi. Efnahags- þvinganirnar utan frá eru teknar fyrir á frekar léttvægan hátt í um- ræðunni í Rússlandi. Þar er sagt að þær skipti svo sem engu máli, að Evrópa sé á fallandi fæti og allt sé á leið til andskotans í Bandaríkj- unum. Svo fólk gerir sér enga grein fyrir langtímaáhrifum efnahags- þvingana og heldur að eitthvað annað komi í staðinn.“ Þó svo að ekki sé hægt að spá langt fram í tímann um áhrif efna- hagsþvingana þá er nokkuð ljóst að þær munu koma í veg fyrir frekari efnahagslegan samruna Vestur- landa og Rússlands og að sam- bandið milli landanna mun kólna. Það mun verða erfitt fyrir vestræn ríki og fyrirtæki að fjárfesta í Rúss- landi svo fjárfestingar eiga eftir að koma frá Kína og öðrum Asíulönd- um. „Það er ekki óskastaða fyrir Rússland,“ segir Jón. „Rússland hefur engan áhuga á að vera undir hælnum á Kína. En það er alltaf erfitt í hita leiksins að setjast niður og ræða málin með langtímahags- muni í huga.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Pútín Rússlandsforseti er í erfiðri stöðu þessa dagana. Jón Ólafsson prófessor segir hann í hálfgerðri spenni- treyju. Mynd Getty Kjarni máls- ins er sá að Pútín og rússnesk stjórnvöld eru búin að koma sér í aðstæður sem þau ráða illa við. Pressa á Pútín Eftir að malasíska farþegaþotan MH17 var skotin niður hafa leiðtogar heims brugðist við með ýmsum hætti. Víst er að atburðurinn hefur, og mun hafa, áhrif á samskipti stórveldanna. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst, segir Pútín vera í hálfgerðri spennitreyju. Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. 30% af Gasi í EVRÓPu kEMuR fRá Rússland BandaRíkin Hafa lokað á ViðskiPti Við RosnEft, stæRsta olíufRaM- lEiðanda Rússlands, noVatEk, næststæRsta GasfyRiRtæki Rúss- lands oG GazPRoMBank, þRiðJa stæRsta Banka Rússlands. 8 fréttaskýring Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.