Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 28
D avíð Helga- son er lítt þekktur hér á landi þrátt fyrir að vera forstjóri eins áhrifamesta hugbúnaðarfyrirtækisins í tölvu- leikjaheiminum, Unity, sem fram- leiðir hugbúnað sem notaður er til tölvuleikjagerðar. Talið er að um helmingur allra framleiðenda tölvuleikja fyrir snjallsíma og spjaldtölvur í heiminum styðjist við hugbúnað Unity sem styður við allar gerðir tækja. Unity er með höfuðstöðvar í Kaupmanna- höfn þar sem fyrirtækið var stofn- að fyrir ellefu árum af þremur vin- um sem voru flinkir forritarar og langaði að búa til tölvuleiki. Tölvu- leikirnir urðu aldrei að veruleika – en nú, rúmum áratug síðar, metur Economist tímaritið Unity á rúma hundrað milljarða íslenskra króna sem gerir það jafnframt að stærsta netfyrirtæki Danmerkur með 460 starfsmenn í 18 löndum. Bróðir Egils Helgasonar Það er hins vegar auðvelt að tengja Davíð inn í íslensku þjóðar- sálina. Hann er sonur Sigrúnar Davíðsdóttur, fréttamanns RÚV í London, og dr. Helga Guðmunds- sonar, prófessors í íslenskum fræðum sem jafnframt er faðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns og þjóðfélagsrýnis og Höllu Helga- dóttur, framkvæmdastjóra Hönn- unarmiðstöðvar Íslands. Bróðir Davíðs er einnig Ingvar Helgason fatahönnuður sem hefur vakið athygli fyrir tískumerkið Ost- wald Helgason sem hann stofnaði er bökuð úr Kornax brauðhveitinu Föstudagspizzan ásamt unnustu sinni. Þá er ónefnd- ur Ari, fjárfestir hjá stóru fjárfest- ingafyrirtæki í London og tvær ungar systur sem enn eru í námi, Úlfhildur og Ragnhildur. Davíð er því að mörgu leyti íslenskari en allt sem íslenskt er þótt hann hafi ekki búið hér síðan 1987. Hann var tíu ára þegar hann flutti til Kaupmannahafnar með móður sinni, Sigrúnu, sem var um árabil blaðamaður Morgunblaðs- ins þar í borg þangað til hún flutti til London þegar Davíð var tví- tugur. „Ég hef alltaf haldið miklum tengslum við Ísland, komið hingað einu sinni til tvisvar á ári hið minnsta og var hér í sumarvinnu þegar ég var yngri,“ segir Davíð. Ævintýri Unity Saga Unity er ævintýraleg og velgengnin ekki síður. Tveir vinir komu saman árið 2002 og ætluðu sér að forrita leiki. Þeir voru með aðstöðu í kjallara einum í Kaup- mannahöfn þar sem þeir sátu dag og nótt við uppáhaldsiðjuna sína. „Ég var flinkur forritari þegar ég var lítill, var farinn að forrita tíu ára gamall. Ég var ekki einn af þessum allra bestu snillingum, verð ég að viðurkenna, en ég var samt frekar klár enda var þetta mitt stærsta áhugamál,“ segir Davíð. „Planið mitt var alltaf að verða vísindamaður, eðlisfræðing- ur, og ég fór í eðlisfræði í háskóla en lauk henni ekki og flakkaði á milli greina, fór líka í sálfræði og lærði arabísku því ég hafði mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum og fiktaði í tölvunarfræði í stuttan tíma. Ég dróst hins vegar alltaf inn í tölvuheiminn aftur,“ segir Davíð og lýsir því hvernig hann starf- aði sjálfstætt við heimasíðugerð og hugbúnaðargerð eftir mennta- skóla, sem honum fannst fljótt ekki nógu mikil áskorun. Hann og vinur hans úr mennta- skóla ákváðu því að nota forritun- arhæfileika sína og búa til tölvu- leik. „Ég hafði safnað smá pening, nóg til að borga húsaleigu og vann svo á kaffihúsi á kvöldin og um helgar til að eiga fyrir mat,“ segir Davíð. Fljótlega bættist þriðji vin- urinn í hópinn og árið 2004 stofn- uðu þeir fyrirtækið Unity. Áður en tölvuleikurinn leit dagsins ljós voru þremenningarnir búnir að forrita verkfæri fyrir þá sjálfa til að búa til tölvuleikinn og uppgötvuðu að tæknin sem þeir voru búnir að búa til var nokkuð góð. „Við vorum farnir að hafa minni áhuga á því að gera leikina og áhuginn fyrir tækninni jókst,“ segir Davíð. Árið 2005 gaf Unity út fyrstu alvöru út- gáfuna af Unity, hugbúnaðarpakka til að búa til tölvuleiki. „Þetta var áður en sjallsímarnir urðu til þannig að hugbúnaðurinn okkar var stílaður inn á PC, Macintosh og vefinn,“ segir Davíð. Tekjulausir árum saman Árum saman höfðu þremenning- Framhald á næstu opnu Saga Unity er ævin- týraleg og velgengnin ekki síður. Tölvuleikjarisi í Silicon Valley Íslendingurinn Davíð Helgason er eitt af stóru nöfnunum í tölvuleikjaiðnaðinum í Silicon Valley í Bandaríkjunum. Hann stofnaði fyrirtækið Unity sem framleiðir hugbúnað fyrir leikjaframleiðendur og er talið að um helmingur allra tölvuleikja sem fram- leiddir eru fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sé gerður með hugbúnaði Unity. Davíð er sonur Sigrúnar Davíðsdóttur, blaðamanns Spegilsins á RÚV og jafnframt bróðir Egils Helgasonar fjölmiðlamanns. Davíð Helgason er að mörgu leyti íslenskari en allt sem íslenskt er þótt hann hafi ekki búið hér síðan 1987. 28 viðtal Helgin 25.-27. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.