Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 6
– Reykjavík – Akureyri – E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 – Komdu núna – TAXFREE DAGAR 20,32% afsláttur af öllum vörum – EKKI mISSa aF ÞESSu – að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Brighton – 3jA sætA sófi – Eik & LEðuR taxfrE E vErð ! 254.972 Krónu r taxfrEE vErð! 10.350 Krónur aros stóll, margir litir ivv spEEdy skálar, 6 í setti taxfrEE vErð! 12.741 Krónur Hvað er nálgunarbann? Lögreglustjóri eða löglærður fulltrúi hans tekur ákvörðun um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili. Lögreglustjóri skal bera ákvörðunina undir héraðsdóm til stað- festingar svo fljótt sem auðið er.  dómsmál lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þegar kona stígur fram og segir frá ofbeldi eða lögregla er kölluð inn á heimili fer í gang miklu markviss- ara ferli en annars. b orgarstjórn samþykkti í vor að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi. Slíkt átak gaf góða raun á Suður- nesjum þar sem árangur hefur náðst með víðtæku samstarfi og bættu verklagi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur hjá embættinu kominn vel á veg. Nákvæm tímasetning um hvenær átakið hefst með formlegum hætti liggur ekki fyrir en þar á bæ er vonast til að það verði á haustmán- uðum eða í síðasta lagi um næstu áramót. Eitt af markmiðum átaksins á Suðurnesjum var að nýta betur úrræði um nálunarbann og brottvísun af heimili og ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Á meðan átaksverkefnið á Suðurnesjum stóð yfir, tímabilið 1. febrúar 2013 til 1. febrúar 2014, bárust lögreglunni þar 56 tilkynningar um heimilisofbeldi. Í 14 málum tók lögreglu- stjórinn ákvörðun um brottvísun af heimili og/eða nálgunarbann en einu tilviki var síðar hafnað af héraðsdómi. Lögregluemb- ættinu á höfuðborgarsvæðinu bárust 255 tilkynningar um heimilisofbeldi árið 2013 og 16 beiðnir um nálgunarbann og voru 12 þeirra samþykktar. Að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf, hafa slík átaksverkefni mikla þýðingu fyrir konur í ofbeldissam- böndum. „Þegar kona stígur fram og segir frá ofbeldi eða lögregla er kölluð inn á heimili fer í gang miklu markvissara ferli en annars. Að málinu koma ýmsir aðilar sem konan þyrfti annars að leita sérstak- lega til og það skiptir gríðarlega miklu máli. Í átaksverkefnum sem þessum felst viðurkenning á því að þetta sé flókið verk- efni sem oft þarf víðtæka aðstoð við að leysa,“ segir hún. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Undirbúa átak gegn heimilisofbeldi Síðar á árinu hefst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu en slíkt átak gaf góða raun á Suðurnesjum. Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf segir slík átaksverkefni fela í sér viðurkenningu á því að það að losna úr ofbeldissambandi sé flókið verkefni sem oft þurfi víðtæka aðstoð við að leysa. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Tilkynningar um heim- ilisofbeldi árið 2013 56 Suðurnes 255 Höfuðborgarsvæðið Úrskurðir um nálgunar- bann og/eða brottvísun af heimili árið 2013 13 Suðurnes 12 Höfuðborgarsvæðið Síðar á árinu hefst átaksverkefni gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu. Á Suður- nesjum náðist góður árangur með slíku átaki. Eitt markmiðanna á Suðurnesjum var að nýta betur úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili og ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages  samgöngur nýskráningar fólksbíla Bílaleigur kaupa 40 prósent nýrra fólksbíla r úmlega sex þúsund fólkbifreiðar hafa verið nýskráðar að sem af er árinu sem er nálægt því að vera jafn mikið og allt árið í fyrra er þær voru rúmlega sjö þúsund, samkvæmt töl- um frá Samgöngustofu. Mest var salan í maí og júní síðastliðnum þegar um tvö þúsund fólksbif- reiðar voru nýskráðar, í hvorum mánuði. Að sögn Björns Ragnars- sonar, framkvæmda- stjóra bílasviðs Bíla- búðar Benna, er helsta skýringin á söluaukn- ingunni sú að bílaleigur hafi keypt stóran hluta nýrra fólksbifreiða að undanförnu. „Aukning á almennri sölu er ekki nema 8,2% á milli ára. Bílaleigurnar kaupa nú um fjörutíu prósent allra nýrra fólksbíla samanborið við 15 pró- sent fyrir hrun,“ segir hann. Björn segir algengt að bílaleigur selji bíla sína eftir eins til eins og hálfs árs notkun. „Nýlegir bílar koma því á bílasölurnar sem er jákvætt fyrir almenning sem er að endurnýja bíla sína því það er ekki á allra færi að kaupa splunkunýjan bíl.“ dagnyhulda@frettatiminn.is Aukning á kaupum al- mennings og fyrirtækja á nýjum fólks- bílum er um 8,2%. Ljósmynd/ GettyImages/ NordicPhoto Nýskráningar fólksbifreiða 2014 6.207 Janúar til júní 2013 7.267 2010 3.095 2007 15.944 6 fréttir Helgin 25.-27. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.