Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 6

Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 6
– Reykjavík – Akureyri – E i t t s í m a n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0 – Komdu núna – TAXFREE DAGAR 20,32% afsláttur af öllum vörum – EKKI mISSa aF ÞESSu – að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25.5% virðisaukaskatt af söluverði. 20,32% afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Brighton – 3jA sætA sófi – Eik & LEðuR taxfrE E vErð ! 254.972 Krónu r taxfrEE vErð! 10.350 Krónur aros stóll, margir litir ivv spEEdy skálar, 6 í setti taxfrEE vErð! 12.741 Krónur Hvað er nálgunarbann? Lögreglustjóri eða löglærður fulltrúi hans tekur ákvörðun um nálgunarbann og/eða brottvísun af heimili. Lögreglustjóri skal bera ákvörðunina undir héraðsdóm til stað- festingar svo fljótt sem auðið er.  dómsmál lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Þegar kona stígur fram og segir frá ofbeldi eða lögregla er kölluð inn á heimili fer í gang miklu markviss- ara ferli en annars. b orgarstjórn samþykkti í vor að beita sér fyrir átaki gegn heimilisofbeldi. Slíkt átak gaf góða raun á Suður- nesjum þar sem árangur hefur náðst með víðtæku samstarfi og bættu verklagi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er undirbúningur hjá embættinu kominn vel á veg. Nákvæm tímasetning um hvenær átakið hefst með formlegum hætti liggur ekki fyrir en þar á bæ er vonast til að það verði á haustmán- uðum eða í síðasta lagi um næstu áramót. Eitt af markmiðum átaksins á Suðurnesjum var að nýta betur úrræði um nálunarbann og brottvísun af heimili og ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Á meðan átaksverkefnið á Suðurnesjum stóð yfir, tímabilið 1. febrúar 2013 til 1. febrúar 2014, bárust lögreglunni þar 56 tilkynningar um heimilisofbeldi. Í 14 málum tók lögreglu- stjórinn ákvörðun um brottvísun af heimili og/eða nálgunarbann en einu tilviki var síðar hafnað af héraðsdómi. Lögregluemb- ættinu á höfuðborgarsvæðinu bárust 255 tilkynningar um heimilisofbeldi árið 2013 og 16 beiðnir um nálgunarbann og voru 12 þeirra samþykktar. Að sögn Sigþrúðar Guðmundsdóttur, fræðslu- og framkvæmdastýru Samtaka um kvennaathvarf, hafa slík átaksverkefni mikla þýðingu fyrir konur í ofbeldissam- böndum. „Þegar kona stígur fram og segir frá ofbeldi eða lögregla er kölluð inn á heimili fer í gang miklu markvissara ferli en annars. Að málinu koma ýmsir aðilar sem konan þyrfti annars að leita sérstak- lega til og það skiptir gríðarlega miklu máli. Í átaksverkefnum sem þessum felst viðurkenning á því að þetta sé flókið verk- efni sem oft þarf víðtæka aðstoð við að leysa,“ segir hún. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Undirbúa átak gegn heimilisofbeldi Síðar á árinu hefst átak gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu en slíkt átak gaf góða raun á Suðurnesjum. Framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf segir slík átaksverkefni fela í sér viðurkenningu á því að það að losna úr ofbeldissambandi sé flókið verkefni sem oft þurfi víðtæka aðstoð við að leysa. Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og fram- kvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Tilkynningar um heim- ilisofbeldi árið 2013 56 Suðurnes 255 Höfuðborgarsvæðið Úrskurðir um nálgunar- bann og/eða brottvísun af heimili árið 2013 13 Suðurnes 12 Höfuðborgarsvæðið Síðar á árinu hefst átaksverkefni gegn heimilisofbeldi á höfuðborgarsvæðinu. Á Suður- nesjum náðist góður árangur með slíku átaki. Eitt markmiðanna á Suðurnesjum var að nýta betur úrræði um nálgunarbann og brottvísun af heimili og ná fleiri málum í gegnum refsivörslukerfið. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages  samgöngur nýskráningar fólksbíla Bílaleigur kaupa 40 prósent nýrra fólksbíla r úmlega sex þúsund fólkbifreiðar hafa verið nýskráðar að sem af er árinu sem er nálægt því að vera jafn mikið og allt árið í fyrra er þær voru rúmlega sjö þúsund, samkvæmt töl- um frá Samgöngustofu. Mest var salan í maí og júní síðastliðnum þegar um tvö þúsund fólksbif- reiðar voru nýskráðar, í hvorum mánuði. Að sögn Björns Ragnars- sonar, framkvæmda- stjóra bílasviðs Bíla- búðar Benna, er helsta skýringin á söluaukn- ingunni sú að bílaleigur hafi keypt stóran hluta nýrra fólksbifreiða að undanförnu. „Aukning á almennri sölu er ekki nema 8,2% á milli ára. Bílaleigurnar kaupa nú um fjörutíu prósent allra nýrra fólksbíla samanborið við 15 pró- sent fyrir hrun,“ segir hann. Björn segir algengt að bílaleigur selji bíla sína eftir eins til eins og hálfs árs notkun. „Nýlegir bílar koma því á bílasölurnar sem er jákvætt fyrir almenning sem er að endurnýja bíla sína því það er ekki á allra færi að kaupa splunkunýjan bíl.“ dagnyhulda@frettatiminn.is Aukning á kaupum al- mennings og fyrirtækja á nýjum fólks- bílum er um 8,2%. Ljósmynd/ GettyImages/ NordicPhoto Nýskráningar fólksbifreiða 2014 6.207 Janúar til júní 2013 7.267 2010 3.095 2007 15.944 6 fréttir Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.