Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 36
Myndræn forgangsröðun É Ég átti myndavél þegar ég fór í sveitina, ungur að árum, Kodak. Hún var einfaldr-ar gerðar, plastútgáfa kassavéla. Svart-hvít filman var sett í, snúið þar filman var í réttri stöðu. Þá var smellt af og snúið svo filman væri stillt fyrir töku. Ella var hætta á að taka ofan í þá fyrri. Mig minnir að það hafi verið 16 myndir á filmunni. Það var því farið sparlega með hana. Aðeins það merkilegasta var myndað, að mati myndasmiðsins á þessum tíma. Að hausti þeirra sumra sem ég var í sveitinni voru filmurnar framkallaðar og myndirnar settar í albúm. Þá gersemi á ég enn – grátt albúm með myndum úr sveitinni. Ég var hjá góðu fólki, afabróður mínum og hans fjölskyldu. Frændliðið gegndi hins vegar engum fyrirsætustörfum í sveita- myndatökum mínum. Á þessum bernsku- árum var fólkið einhvern veginn sjálfsagt. Það þurfti ekki að mynda. Það voru dýrin sem sátu fyrir, einkum búsmali minn. Á þessum árum eignaðist ég nefnilega þrjár kindur – og þau lömb sem þær báru. Þenn- an stofn vildi ég festa á filmu, einkum lömb- in. Þess vegna á ég fullt albúm með svart- hvítum myndum af lömbum, ýmist einum eða í skjóli mæðra sinna. Aðrar myndir í albúminu eru af hestum, kúm, heimiliskett- inum og hundunum – og hvolpunum. Þeir voru fallegastir og verðskulduðu því sinn sess á dýrmætri filmunni. Fólk var ekki á myndunum, með einni eða tveimur heiðar- legum undantekningum. Á fullorðinsárum kysi ég að þetta hefði verið á hinn bóginn, að fólkið í sínu dag- lega stússi hefði verið myndað, í sauðburði, við heyskap, bíla- og dráttarvélastúss – og við almenn heimilisstörf. Því verður ekki breytt. Listrænt mat ljósmyndarans á þess- um tíma réð. Kindur voru málið, hundar og köttur sem varðveitast meðan svarthvítu myndirnar endast í albúminu. Nú hefði ég heldur viljað eiga mynd af afabróður mínum, bóndanum, með sixpensarann á höfðinu. Rollurnar hefðu frekar mátt vera í baksýn, áburðardreifarinn, múgavélin og grái Fergusoninn. Sú mynd af bóndanum í hvunndagsstörfum geymist aðeins í minni. Sem barni fannst mér afabróðirinn, ljúfur sem hann var og spaugsamur, tilheyra kyn- slóð hinna elstu, hann var jú afabróðir minn þótt á þeim væri sautján ára aldursmunur. Nú veit ég að hann var til muna yngri þá en ég er í dag – og í fullu fjöri, hlaupagikkur, enda lifði hann fram á tíræðisaldur. Það er líklega hollt að borða súrsaða selshreyfa og hausinn af silungum og geta með undra- verðum hætti spýtt út úr sér beinunum. Hugurinn geymir einnig mynd af húsfreyju í eldhúsi, við mjaltir eða að gefa hænunum. Sama er að segja um son þeirra og dóttur. Sem barni í sveitinni fannst mér þau vera fullorðin. Nú veit ég að þau voru ungling- ar á þessum tíma. Aldursmunur okkar er löngu þurrkaður út. Tækifæri gafst um liðna helgi til að rifja upp liðna daga. Sveitin er löngu komin í eyði en þangað leitar stundum hugur þeirra sem þar voru og strituðu í sveita síns andlit- is. Fólkið sem þar bjó og þeir sem út af því eru komnir hafa dreifst víða en ættarböndin halda. Þau voru strengd enn frekar af ungu fólki, afkomendum langafa míns og beggja eiginkvenna hans í þessari sömu sveit, með ættarmóti frá föstudegi til sunnudags. Með öflugu nefndarstarfi á nútíma samskipta- miðlum smalaði þetta framtakssama unga fólk öllum sem heimangengt áttu til móts. Þangað mætti talsvert á annað hundrað manns, frá öldruðum til ungbarna. Dagskrá var mótsdagana, eitthvað fyrir alla og að- staða góð fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi þannig að vel fór um gesti. Meira að segja veðrið, á þessu rigningarsumri á sunnan- og vestanverðu landinu, var okkur hliðhollt. Það var að sönnu úði, að hætti þessa sumars, en hlýtt og logn að kalla. Hlýtt regn er betra en næðingur. Á sunnu- deginum lét sólin meira að segja svo lítið að sýna sig. Það setti punktinn yfir i-ið. Veislumatur var á boðum og hljómsveit lék fyrir dansi eins og á alvöru sveitaballi – nema hvað engin slagsmál urðu eins og stundum gat gerst á samkomum fortíðar þegar drukkið var óblandað og barist var um blómlegar heimasætur. Þeir hundar sem fylgdu eigendum sínum á ættarmótið voru í ólum, ólíkt því sem var í sveitinni í gamla daga. Það kom því heldur ekki til hundaslagsmála, eins og henti á réttardög- um í sveitinni, þegar hver bóndi mætti með sinn hund og heimaríkir seppar þurftu að verja sitt svæði. Ættfaðirinn, sem mótið var bundið við, lést árið 1960. Börn hans af báðum hjóna- böndum, sem fædd voru á síðustu árum 19. aldar og fyrstu tveimur áratugum tutt- ugustu aldar, eru einnig farin á fund feðra sinna. Unglingarnir sem voru í sveitinni á sínum tíma eru komnir á virðulegan aldur og hið sama á við um smaladrenginn – eig- anda þriggja kinda – sem naut hins ljúfa viðmóts sumar eftir sumar. Allir mættu glaðir í bragði til ættarmótsins. Þar voru rifjaðar upp gamlar sælustundir sveitar- innar – sem enn er á sínum stað þótt í eyði sé – en ekki síður kynntust hinir eldri unga fólkinu, afkomendum og venslafólki þeirra sem þá voru uppi. Það er föngulegur hópur. Það voru margar myndavélar á lofti – að- allega þó farsímar sem eru orðnir helstu myndavélar samtímans. Ég brá mínum á loft og myndaði frændfólkið sem ég hefði átt að mynda fyrir margt löngu. Sextán mynda svarthvítu Kodak-filmuna þurfti ekki að spara en hundana á ættarmótinu leiddi ég hjá mér, hvað sem líður ágæti þeirra. Fólkið var í fyrirrúmi – eins og það var raunar í sveitinni – þótt myndræn for- gangsröðun væri önnur þá. Betra er seint en aldrei. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /J ón Ó sk ar 36 viðhorf Helgin 25.-27. júlí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.