Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 25.07.2014, Blaðsíða 54
Hraundrangi var fyrst klifinn árið 1956. Bjarni klifr- aði þangað sjálfur þegar hann var sjötugur, líklega elstur manna sem þangað hafa komið.  gönguleiðir Bók um Hraun í öxnadal Fetað í fótspor Jónasar Bjarni E. Guðleifsson sendi á dögunum frá sér bókina Hraun í Öxnadal þar sem fjallað er um náttúru og sögu jarðarinnar. Þá er fjallað um átján gönguleiðir í landi Hrauns. Þjóðvegurinn norður liggur um Öxnadal og því hafa flestir landsmenn notið náttúrufegurðar svæðisins út um bílgluggann. F ræðimaðurinn og göngugarpurinn Bjarni E. Guðleifsson hefur sent frá sér bókina Hraun í Öxnadal. Í bókinni er fjallað um gönguleiðir í landi þessarar frægu bújarðar. Að sögn Bjarna fjallar bókin einnig um nær allt það sem hann gat grafið upp um jörðina, svo sem nátt- úru og sögu. Skáldið Jónas Hallgrímsson fæddist að Hrauni í Öxnadal árið 1807 og er þar nú starf- rækt Jónasarstofa þar sem fræði- mönnum stendur til boða að dvelja við störf sín. „Bókin er þó ekki um Jónas, heldur jörðina Hraun. Andi Jónasar er þó aldrei langt undan og í bókinni er vitnað í ljóð hans,“ segir Bjarni. Hraun í Öxnadal er fólkvangur og friðlýst svæði og hefur verið svo frá árinu 2007. Áður hefur Bjarni skrifað fjölmargar bækur um útivist og náttúrufræðslu. Hann ólst upp í Reykjavík en var búsettur á Möðruvöllum í Hörgárdal undan- farin 35 ár en flutti til Akureyrar síðasta haust. Í bókinni er fjallað um átján gönguleiðir í landi Hrauns og segir Bjarni þær flestar nokkuð auðveldar, nema klifur upp á Hraundranga. Hann var fyrst klifinn árið 1956. Bjarni reyndi að kanna hve margir hafa klifið tindinn síðan og telur hann það vera á annað hundrað manns. Sjálfur klifraði hann upp Hraun- dranga þegar hann var sjötugur, líklega elstur manna sem þangað hafa komið. Þegar keyrt er á milli Akureyrar og Reykjavíkur liggur leiðin um Öxnadalinn svo flestir landsmenn hafa aðeins notið náttúrunnar í dalnum út um bílgluggann. Hraun er aðeins í eins kílómetra fjar- lægð frá þjóðveginum. „Það taka þó allir eftir þessum fallega bæ og reisulegum fjöllum. Fjallið Þver- brekkuhnjúkur aðskilur Vatnsdal og Öxnadal og er mikil áskorun fyrir göngufólk. Í Vatnsdal er Hraunsvatn þar sem faðir Jónasar drukknaði þegar drengurinn var níu ára.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Bjarni E. Guðleifsson, höfundur bókarinnar, fræðimaður og göngu- garpur. 54 menning Helgin 25.-27. júlí 2014 - Samkvæmt 840.000 notendum GoodReads! www.bjortutgafa.is Framhald Divergent- kvikmyndarinnar! Önnur bókin í hinum geysivinsæla Divergent-bókaflokki er nú komin út í kilju. Fæst hjá öllum betri bóksölum! Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP NÝ KYNSLÓÐÓTRÚLEG NÝ KYNSLÓÐ SPJALDTÖLVA FRÁ ACER MEÐ 7” HD IPS SKJÁ, TVÖFALT ÖFLUGRIINTEL DUAL CORE ÖRGJÖRVA, TVÆR MYNDA-VÉLAR OG GRIPGÓÐU SILKY BAKI:)FYRSTA SENDING LENT!FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ ;) 19.900 KYNNINGA RVERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.