Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 54
Hraundrangi var
fyrst klifinn árið
1956. Bjarni klifr-
aði þangað sjálfur
þegar hann var
sjötugur, líklega
elstur manna
sem þangað hafa
komið.
gönguleiðir Bók um Hraun í öxnadal
Fetað í fótspor Jónasar
Bjarni E. Guðleifsson sendi á dögunum frá sér bókina Hraun í Öxnadal þar sem fjallað er um náttúru
og sögu jarðarinnar. Þá er fjallað um átján gönguleiðir í landi Hrauns. Þjóðvegurinn norður liggur
um Öxnadal og því hafa flestir landsmenn notið náttúrufegurðar svæðisins út um bílgluggann.
F ræðimaðurinn og göngugarpurinn Bjarni E. Guðleifsson hefur sent frá sér bókina Hraun í Öxnadal. Í bókinni er fjallað um
gönguleiðir í landi þessarar frægu bújarðar. Að
sögn Bjarna fjallar bókin einnig um nær allt það
sem hann gat grafið upp um jörðina, svo sem nátt-
úru og sögu. Skáldið Jónas Hallgrímsson fæddist
að Hrauni í Öxnadal árið 1807 og er þar nú starf-
rækt Jónasarstofa þar sem fræði-
mönnum stendur til boða að dvelja
við störf sín. „Bókin er þó ekki um
Jónas, heldur jörðina Hraun. Andi
Jónasar er þó aldrei langt undan
og í bókinni er vitnað í ljóð hans,“
segir Bjarni. Hraun í Öxnadal er
fólkvangur og friðlýst svæði og
hefur verið svo frá árinu 2007.
Áður hefur Bjarni skrifað
fjölmargar bækur um útivist og
náttúrufræðslu. Hann ólst upp
í Reykjavík en var búsettur á
Möðruvöllum í Hörgárdal undan-
farin 35 ár en flutti til Akureyrar
síðasta haust. Í bókinni er fjallað
um átján gönguleiðir í landi
Hrauns og segir Bjarni þær flestar
nokkuð auðveldar, nema klifur
upp á Hraundranga. Hann var
fyrst klifinn árið 1956. Bjarni
reyndi að kanna hve margir hafa
klifið tindinn síðan og telur hann
það vera á annað hundrað manns.
Sjálfur klifraði hann upp Hraun-
dranga þegar hann var sjötugur,
líklega elstur manna sem þangað
hafa komið.
Þegar keyrt er á milli Akureyrar
og Reykjavíkur liggur leiðin um
Öxnadalinn svo flestir landsmenn
hafa aðeins notið náttúrunnar í
dalnum út um bílgluggann. Hraun
er aðeins í eins kílómetra fjar-
lægð frá þjóðveginum. „Það taka
þó allir eftir þessum fallega bæ og
reisulegum fjöllum. Fjallið Þver-
brekkuhnjúkur aðskilur Vatnsdal
og Öxnadal og er mikil áskorun
fyrir göngufólk. Í Vatnsdal er
Hraunsvatn þar sem faðir Jónasar
drukknaði þegar drengurinn var
níu ára.“
Dagný Hulda Erlendsdóttir
dagnyhulda@frettatiminn.is
Bjarni E. Guðleifsson,
höfundur bókarinnar,
fræðimaður og göngu-
garpur.
54 menning Helgin 25.-27. júlí 2014
- Samkvæmt 840.000
notendum GoodReads!
www.bjortutgafa.is
Framhald Divergent-
kvikmyndarinnar!
Önnur bókin í hinum geysivinsæla
Divergent-bókaflokki er nú komin út í kilju.
Fæst hjá öllum betri bóksölum!
Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is
SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP
NÝ
KYNSLÓÐÓTRÚLEG NÝ KYNSLÓÐ SPJALDTÖLVA FRÁ ACER MEÐ 7” HD IPS SKJÁ, TVÖFALT ÖFLUGRIINTEL DUAL CORE ÖRGJÖRVA, TVÆR MYNDA-VÉLAR OG GRIPGÓÐU SILKY BAKI:)FYRSTA SENDING LENT!FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ ;)
19.900
KYNNINGA
RVERÐ