Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 25.07.2014, Qupperneq 26
ALLRI SUMAR VÖRU 40-60 TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400 Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is 40 TEVA sólstóll/bekkur Fjórir litir – 8.700 kr. 40MAUI sólstóll með taubaki 10.350 kr. mál. Ég skrifaði niður orðin sem ég skildi ekki og lærði þau sér- staklega. Eftir tvo til þrjá mánuði var ég búinn að bæta orðaforðann heilmikið. Eftir að börnin sofnuðu einbeitti ég mér alltaf að íslensku- náminu. Það var erfitt að skilja ekki íslensku nógu vel til að vinna og eiga samskipti við Íslendinga.“ Árið 1996 lauk Toshiki náminu frá HÍ og hóf þá starf sitt sem prestur innflytjenda. „Á tíunda áratugnum voru margar konur frá Asíu sem bjuggu við erfiðar aðstæður, eins og alkóhólisma og heimilisofbeldi. Á þeim tíma var nær enginn staður fyrir þær að leita á og enginn starfsmaður ríkisins sem sá um málaflokkinn, ef Útlendingastofnun er undanskil- in, enda er hún allt annars eðlis. Hjá borginni voru þó 3,5 stöðugildi hjá Miðstöð nýbúa og var hún eina skjólið fyrir innflytjendur. Ég vann náið með starfsfólkinu þar.“ Skilnaðurinn áfall Árið 1999 skildu Toshiki og Helga Soffía eftir níu ára hjónaband og var skilnaðurinn honum mikið áfall. „Foreldrar mínir höfðu þá verið hamingjusamlega giftir í fimmtíu ár og ég átti von á að það yrði eins hjá okkur. Ég flutti til Íslands til að eiga hamingjusamt fjölskyldulíf þar sem við gætum bæði unnið sem prestar svo það voru mikil vonbrigði að það skyldi ekki ganga upp. Þetta voru erfiðir tímar, þar sem við höfðum stopula vinnu en okkur hefur tekst að vera góðir vinir alla tíð og börnin hafa dvalið hjá mér nær allar helgar.“ Eftir skilnaðinn kom aldrei til greina hjá Toshiki að flytja aftur til Japans enda er starfið hans köllun. Í byrj- un júní síðastliðinn lést faðir hans. Hann fékk heilablóð- fall árið 2007 og hafði verið veikur síðan og búið á hjúkr- unarheimili með eiginkonu sinni. Toshiki hefur heimsótt foreldra sína reglulega til Japans en kveðst oft hafa fundið fyrir samviskubiti að vera ekki alltaf til staðar fyrir þá. „Það er þó kostur að ég hef alltaf fengið frí úr vinnunni þegar ég hef farið til þeirra. Ef ég væri í vinnu í Japan væri það ekki svo auðvelt því vinnustaðamenn- ingin þar er allt öðruvísi og harðari.“ Erfitt að komast inn í hópinn Fyrstu árin á Íslandi upp- lifði Toshiki töluvert ósjálf- stæði, þekki fáa og kunni ekki tungumálið. Hans til- finning var sú að sumt fólk í kringum þau hjónin spjallaði frekar við eiginkonu hans en hann og það gramdist honum. „Á fyrstu árunum þegar ég var mikið heima komu oft börn í heimsókn að leika við okkar börn. Ég hafði mjög gaman af því og eldaði gjarna mat. Foreldrar barnanna þökkuðu konunni minni svo kærlega fyrir mat- inn en ekki mér. Ég held að það hafi ekki verið illa meint en bara auðveldara að tala við hana því hún er íslensk.“ Eftir skilnaðinn breyttist þetta og fólk fór að tala beint við Toshiki. „Þá varð ég sjálf- stæð manneskja á Íslandi. Þegar ég geri eitthvað gott fæ ég þakkirnar og skamm- irnar sömuleiðis þegar ég geri eitthvað rangt. Þannig á það líka að vera.“ Hann fann líka fyrir því hversu erfitt var að komast inn í hópinn hjá Íslendingum sem margir eiga sér sam- eiginlega fortíð og hafa þekkst lengi. „Hér gengur fólk saman í grunnskóla, menntaskóla og háskóla og á að mörgu leyti sameiginlega reynslu. Þannig er það ekki í Japan. Ég rekst ekki á bekkj- arsystkini mín úti á götu í miðbæ Tókýó.“ Hann segir þessa nálægð á milli Íslend- inga geta verið hindrun fyrir útlendinga. „Til dæmis mæti ég ekki alltaf á Prestastefnu, sérstaklega ekki ef hún er haldin úti á landi. Þá er hún eins og endurfundir gamalla vina. Margir prestanna voru saman í háskóla og hafa haldið nánu sambandi síðan. Ég deili þessari reynslu ekki með þeim og verð því svolítið útundan.“ Fannst Íslendingar jafn- vel dónalegir Í Japan eru stífar og gamal- grónar reglur í samskiptum fólks og til siðs að bera alltaf virðingu fyrir öldruðu fólki og háttsettu fólki. Hér á landi eru samskiptin afslapp- aðri og tók það svolítinn tíma fyrir Toshiki að venjast því og fyrstu árin fannst honum Íslendingar jafnvel svolítið dónalegir. „Verst fannst mér þegar börn kölluðu mig Toshiki en ekki herra Toma. Það hefði aldrei gerst í Japan. Svo lærði ég að þetta er hluti af menningunni. Þessu fylgja líka kostir fyrir mig því hérna þarf ég ekk- ert endilega að sýna eldra fólki og háttsettu fólki sér- staka virðingu nema ég vilji sjálfur. Það er gott að hafa það frelsi.“ Toshiki telur viðhorf Ís- lendinga til útlendinga hafa tekið miklum breytingum frá þeim tíma þegar hann flutti fyrst hingað og að innflytjendum sé sýnt um- burðarlyndi þó þeir tali ekki framúrskarandi góða íslensku. Árið 2000 skrifaði hann grein í blað og fékk mikil viðbrögð frá samfé- laginu. Þá hafði starfsfólki Miðstöðvar nýbúa staðið til boða að senda þátttakendur í spjallþátt um innflytj- endur. Það stakk upp á að innflytjendur myndu mæta í þáttinn en því hafnað á þeim forsendum að íslenskir hlustendur myndu ekki þola að hlusta á lélega íslensku. „Þá var mér nóg boðið og skrifaði grein um að íslenska tungumálið væri vissulega fallegt en að það mætti ekki tilbiðja það eins og guð og að fólk sem ekki tali góða íslensku sé ekki verra fyrir vikið.“ Um kvöldið var honum boðið í Kastljós þar sem fjallað var um málið og hann fékk þar að tjá sig á sinni íslensku. Í framhald- inu hóf Ævar Kjartansson að bjóða útlendingum reglulega í þætti sína á Rás 1, meðal annars til að Íslendingar myndu venjast því að hlusta á íslensku talaða með út- lenskum hreim. Fólk tapar útgeislun í erfiðleikum Í starfi sínu með innflytj- endum heyrir Toshiki um sömu gallana í kerfinu aftur og aftur og vekur þá athygli yfirvalda á þeim. Hann segir innflytjendur oft hrædda við að kvarta af ótta við neikvæð viðbrögð. „Ég er í opinberri þjónustu og get gert það. Til dæmis hafa hælisleit- endur ekki neina leið til að koma sínum málum í farveg. Stundum komast málin í fréttirnar og fá í framhaldinu farsælan endi en það er bara lítill hluti þeirra. Fyrir ára- mót átti að senda fjölskyldu frá Kólumbíu úr landi en eftir fjölmiðlaumfjöllun fékk hún dvalarleyfi. Mér þykir leitt að raunveruleikinn sé svona og að málin þurfi að fara þessa leið til að fá sann- gjarna málsmeðferð.“ Ein af ábendingum Tos- hiki til ríkisins hefur verið að hælisleitendur á Íslandi fái persónuskilríki. Á tíma- bili fékkst það í gegn en á dögunum komst hann að því að á FIT-hosteli er enginn með íslensk persónuskilríki. „Eins er atvinnuleit mjög erfið fyrir hælisleitendur. Það er ekki skýrt hver megi vinna. Aðgerðaleysið reynist flestum erfitt. Ég hef tvisvar misst vinnuna og veit hversu vond tilfinning það er að hvergi sé þörf fyrir mann. Hælisleitendur geta ekki nýtt sér þjónustu Vinnumála- stofnunar því þeir eru ekki í kerfinu og hafa ekki tengsl til að frétta af lausum störf- um.“ Þeir sem hafa fundið vinnu geta svo lent í því að bíða í sjö til níu mánuði eftir atvinnuleyfi en vinnuveit- endur geta sjaldnast beðið svo lengi því þá vantar starfs- kraft strax. Þrátt fyrir að starfa með fólki í erfiðleikum fylgja starfinu einnig gleðistundir. Upplifun Toshiki er sú að innflytjendur í erfiðleikum birtist Íslendingum oft sem vesalingar í slæmu ástandi. „Fyrir mörgum árum aðstoð- aði ég fjölskyldu frá Austur- Evrópu. Konan var ófrísk og mér fannst hún líta út fyrir að vera við slæma heilsu og eldri en hún var. Það hafði tekið þau langan tíma að fá úrlausn sinna mála á Íslandi. Nokkrum árum síðar var ég á gangi í háskólanum þegar falleg kona kallaði á mig. Í fyrstu þekkti ég hana ekki því hún var gjörbreytt. Þetta var þá konan frá Austur- Evrópu. Stuttu síðar fór ég í mat til fjölskyldunnar sem hafði blómstrað á Íslandi. Fólk tapar oft útgeislun sinni í erfiðleikum en hún kemur aftur þegar lífið kemst á réttan kjöl. Ég upplifi það oft og það gleður mig alltaf jafn mikið.“ Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Hjónavígsla Japana í Kópavogs- kirkju. Foreldrar mínir höfðu þá verið hamingju- samlega giftir í fimmtíu ár og ég átti von á að það yrði eins hjá okkur. Toshiki Toma með börnunum sínum, þeim Ísak 23 ára, nema í arkitektúr við LHÍ og Önnu Maríu 20 ára, nema í læknis- fræði við HÍ. Toshiki með föður sínum sem lést fyrr í sumar. Í gegnum árin hefur hann oft fundið fyrir samviskubiti að vera ekki alltaf til staðar fyrir foreldra sína. Hann segir það þó kost að hafa alltaf fengið frí í vinnunni til að fara til þeirra. Væri hann í vinnu í Japan væri það ekki auðvelt því vinnustaða- menningin þar er allt öðruvísi og harðari. 26 viðtal Helgin 25.-27. júlí 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.