Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 29

Fréttatíminn - 25.07.2014, Page 29
FLJÚGÐU Á FESTIVAL MEÐ FLUGFÉLAGI ÍSLANDS BRÆÐSLAN (26. - 28. júlí) Flugfélag Íslands mælir með því að falla í stafi á Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Gamla síldar­ bræðslan hefur öðlast nýtt líf og bræðir núna hjörtu tónleikagesta með heitum tilfinningum og tónlist. Dulúð landslagsins magnar áhrifin í ómfagurt sumarævintýri. Bókaðu flugið ­ Bræðslan er sko ekkert slor. EIN MEÐ ÖLLU (1. - 4. ágúst) Flugfélag Íslands mælir með einni með öllu, rauðkáli og kók í bauk. Höfuðstaður Norðurlands stendur undir nafni með litríkri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin byrjar á útitónleikum sem hrinda af stað bylg ju viðstöðulausrar kátínu sem springur svo út í risaflugeldasýningu yfir Pollinum. Bókaðu flugið strax. VINGUMST: facebook.com/flugfelag.islandsFLUGFELAG.IS ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM (1. - 4. ágúst) Flugfélag Íslands mælir með því að taka flugið á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Þar sameinast gleðipinnar allra landa við söng og dans. Fyrir marga er þetta hápunktur sumarsins en ekkert jafnast þó á við að sjá brennuna á Fjósakletti speglast í augum sem þú elskar. Bókaðu strax flug fyrir augun þín til Eyja. MÝRARBOLTI (1. - 4. ágúst) Flugfélag Íslands mælir með því að drulla sér vestur um verslunarmannahelgina og sóða sig almennilega út. Safnaðu liði og njóttu þess að sjá vini þína veltast í forinni. Hjá mörgum er það hápunktur sumarsins að fá að atast með blauta tuðru í leðjunni og skemmta sér með fjörlegasta liði landsins. Sturtan að leik loknum er líka mögnuð andleg upplifun. BÓKAÐU TÍMANL EGA Á FLUGFE LAG.IS ORMSTEITI (15. - 24. ágúst) Flugfélag Íslands mælir með því að heiðra Lagarfljótsorminn á Egilsstöðum í ágúst. Hátíðahöld Ormsteitis teyg ja anga sína vítt og breitt um héraðið og glæða allar helstu náttúrugersemar svæðisins lífi. 10 dagar af menningu sem heimamenn sitja á allan ársins hring eins og ormar á gulli. Bókaðu flugið ­ kanski sérðu eitthvað hlykkjast um í fljótinu. NEISTAFLUG (1. - 4. ágúst) Flugfélag Íslands mælir með Neskaupsstað fyrir fjörkálfa á öllum aldri um verslunarmannahelgina. Dansiböll á hverju kvöldi og látlaus skemmti dagskrá yfir daginn. Hér koma allar kynslóðir saman og hlátrasköllin óma í logninu. Grill, drullubolti, varðeldur, leikhópar, töfrabrögð og dúndurtónlist. Fljúgðu í fjörið.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.