Fréttatíminn - 25.07.2014, Síða 44
44 bílar Helgin 25.-27. júlí 2014
M itsubishi Outlander PHEV er fyrsti fjór-hjóladrifni tvíorkubíllinn
á Íslandi. Hann ætti því að vera
góður kostur fyrir bíleigendur
sem vilja vera umhverfisvænir
en líka komast stundum út fyrir
malbikið. Fullhlaðinn kemst hann
50 kílómetra svo það er hægt að
komast áfram á rafmagni í innan-
bæjarsnatti en um leið og haldið er
í langferð, og þegar gefið er hressi-
lega í, skiptir hann sjálfkrafa yfir
í bensínnotkun. Og á meðan þú
keyrir á bensíninu, þá hleður raf-
hlaðan sig. Mjög sniðugt.
reynsluakstur Mitsubishi Outlander PheV
Retro-
fútúrísk
upplifun
Mitsubishi Outlander PHEV er fyrsti fjórhjóladrifni
tvíorkubíllinn á Íslandi. Hann er hugsaður sem
rafbíll í innanbæjarakstri en bensínbíll þegar
haldið er í langferðir. Hann er því skref í hárrétta
átt fyrir bílaeigendur sem er umhugað um um-
hverfið, en þó ekki alveg alla.
Hleðslustöðvar
Heimahleðsla(10A) tekur
um 5 tíma en hleðsla á
hraðhleðslustöð tekur
um 30 mínútur. Nú eru
7 hraðhleðslustöðvar
á landinu en fleiri eru
væntanlegar. Þær eru
á ON Bæjarhálsi, BL
Sævartúni, Smáralind,
Fitjum Keflavík, Shell
Miklubraut, IKEA
Garðabæ og N1 Borgar-
nesi.
Meðalakstur á ein-
stakling á Íslandi er
innan við 50 kílómetrar
á dag. Ef farið er af stað
með fullhlaðið batterí
frá heimili og ekki ekið
lengra en það, er ein-
göngu keyrt á rafmagni
og bensíneyðslan því 0.
Miðað við að kílówattið
kosti 14 krónur, kostar
hleðslan 168 krónur á
dag. Eða um það bil 68
þúsund krónur á ári. Til
samanburðar má nefna
að dísilbíll, sömu stærðar
og fjórhjóladrifinn, eyðir
um 440 þúsund krónum
á ári í eldsneyti.
T Ú R I S T I
Einfaldari lEit að ódýrum
hótElum í útlöndum
Leitaðu og berðu saman tilboð á hótElum út um aLLan heim og skoðaðu úrvaLið af
sérvöLdum gististöðum, orLofsíbúðum og gistiheimiLum fyrir næstu utanLandsferð
á túristi.is. Lesendur okkar fá einnig regLuLega sérkjör á gististöðum út í heimi.
Verð: frá 6.690.000 m.
Útvarp og geislaspilari með USB
og iPod tengi
Isofix barnabílstólafestingar
FCM og LDW öryggiskerfi
og bakkskynjari.
CO2 vegið 44 G/km
KOStir
Sparneytinn.
Mjög rúmgóður.
Gott útsýni.
Gott farangursrými.(463 l.)
Gott verð. Hefur að geyma sömu eiginleika
og flestir sídrifsbílar í sama flokki, eins og
Toyota RAV, Hyundai Santa Fe og Honda
CrV.
Gallar
Miðjusætið aftur í ekki þægilegt.
Þetta var mín fyrsta
rafmagnsbílaupplifun
og ekkert nema gott um
hana að segja. Það tók mig
smá tíma að venjast hljóð-
leysinu, sérstaklega þar
sem venjulega keyri ég
um á háværum mengun-
arspúandi bensínhák,
en svo venst maður og
aksturinn verður eitthvað
svo áreynslulaus. Mér
fannst ég vera alveg í takt
við framtíðina undir stýri,
hvorki mengandi hljóðið
né loftið.
En framtíðartilfinn-
ingin breyttist snögglega
í eitthvað allt annað þegar
við tók að hlaða bílinn. Þá
uppgötvaði ég að þessi bíll
er kannski ekki fyrir allt
umhverfisvænt fjallafólk,
allavega ekki það sem býr
í miðbænum. Það er eitt-
hvað mjög spes við að vera
á glænýjum bíl, sem svífur
áfram á rafmagni, en þurfa
svo að stinga honum í
samband með gamaldags
rafmagnssnúru. Jú, þetta
er framtíðin, en samt eitt-
hvað „retro“ við að troða
framlengingarsnúru inn
um glugga á fjölbýlishúsi
til að hlaða farartækið.
Og eiginlega virkar ekki
alveg þar sem það tekur
nokkra klukkutíma að
fullhlaða í heimilisinn-
stungu. Það væri allavega
frekar mikið ónæði fyrir
gangandi vegfarendur af
allir í götunni tækju upp á
að loka gangstéttinni með
rafmagnssnúrum. Kannski
verður þetta allt snúru-
laust í næstu framtíð? Það
er auðvitað hægt að fara
á hraðhleðslustöð og þá
tekur aðeins 30 mínútur
að fullhlaða og auðvitað
er þetta ekkert mál ef þú
býrð í raðhúsi eða einbýli.
Þá bara hleður þú bílinn
á nóttunni, mengar miklu
minna og sparar þér hell-
ing í bensíni.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is