Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.04.2011, Side 2

Víkurfréttir - 20.04.2011, Side 2
2 Miðvikudagurinn 20. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR ›› Menningarmál og menningarferðaþjónusta: ›› Ársreikningur Reykjanesbæjar kynntur í bæjarstjórn síðdegis í gær:›› FRÉTTIR ‹‹ Barnahátíð verður haldin í sjötta sinn í Reykjanesbæ dagana 20. - 23. apríl nk. Mark- mið hátíðarinnar er að skapa foreldrum og börnum fjölbreytt tækifæri til frjórrar og gefandi samveru og stuðla þannig að fjölskylduvænum Reykjanesbæ. Hátíðin hefur ávallt verið sett í kringum sumardaginn fyrsta og var ekki breytt út af venjunni í þetta sinn þó nú kæmi páskahelgin inn í tímabilið. Viðburðir verða því aðeins færri en venjulega en þó nóg um að vera fyrir listelska krakka því Listahátíð barna er hryggjarstykkið í barnahátíðinni. Hátíðin verður sett í Duushúsum miðvikudaginn 20. apríl kl. 10.30 um leið og Listahátíð barna verður opnuð og í tenglsum við hana verða listasmiðjur á þremur stöðum, Bíó- sal Duushúsa, Svarta pakkhúsinu og í Frumleikhúsinu. Listsýning leikskólabarna „Himingeimurinn“ er staðsett í Duushúsum og stendur til 8. maí og listsýning grunnskóla- barna er staðsett í fyrirtækjum og verslunum víða um bæinn undir heitinu „Listaverk í leiðinni“. Um 2.000 börn taka þátt í listahátíðinni í ár. Sjá dagskrá á barnahatid.is Samtals munu 32,3 milljónir króna koma árlega til Suður- nesja vegna samnings um menn- ingarmál og menningartengda ferðaþjónustu sem undirritaðir voru á föstudag milli ríkisins og sambanda sveitarfélaga um allt land. Samtals verður 250,7 millj- ónum varið til málaflokksins ár- lega næstu þrjú árin og er hlutur ríkisins 60% af heildarframlagi en sveitarfélögin leggja til 40%. Markmið menningarsamninganna er að efla samstarf á sviði menn- ingarmála á hverju svæði auk þess að stuðla að nýsköpun, fjölbreytni og fjölgun atvinnutækifæra á sviði menningar, lista og menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Á hverju svæði starfa menningarráð sem eru vettvangur samtarfs sveitar- félaganna og hafa það hlutverk að standa fyrir þróunarstarfi og út- hluta fé til verkefna á sviði menn- ingar og menningartengdrar ferða- þjónustu. Fyrsti menningarsamningurinn var gerður við Austurland árið 2001 en frá árinu 2007 hafa verið í gildi menningarsamningar við alla lands- hluta utan höfuðborgarsvæðisins. Hefur árangur samninganna verið góður. Hafa þeir stuðlað að fjölgun launaðra starfa við menningu og menningartengda ferðaþjónustu, afleidd störf hafa orðið til, menning hefur orðið aðgengilegri fyrir al- menning og samstarf á milli lands- hluta á sviði menningarmála hefur aukist. Íbúar á Vatns- leysuströnd vilja auknar hitaveitu- framkvæmdir Birgir Þórarinsson afhenti nýverið Eirnýju Vals- dóttur bæjarstjóra áskorun íbúa á Vatnsleysuströnd til bæjarstjórnar. Íbú- arnir skora á bæjarstjórn að beita sér fyrir auknum hitaveituframkvæmdum á Vatnsleysuströnd eða jöfnun húshitunar með öðrum hætti. Frá þessu er greint á vogar.is. Áskorunin var afhent á fundi er Jakob Árnason boðaði til á Auðnum. Hann fór yfir sögu leitar að heitu vatni á Auðnum. Rætt var um möguleika á frekari borunum og hugsanlega nýtingu á varma. Bæjar- stjórn fagnar framtaki Jakobs og sér möguleika til fram- tíðar ef hægt verður að virkja orku á Vatnsleysuströnd. Árekstur við Akurskóla Árekstur varð í beygju við Akurskóla í Innri- Njarðvík þegar tveir bílar lentu saman fyrir helgi. Lög- regla og slökkvilið voru kölluð til ásamt sjúkrabílum sem fluttu ökumennina á sjúkra- hús til skoðunar en engin teljandi meiðsli urðu á fólki. Annar bíllinn kom of innarlega í beygjuna og ók yfir á öfugan vegarhelming en lögregla sagði það hafa verið orsök slyssins. siggi@vf.is Barnahátíð haldin í Reykjanesbæ ›› Tækifæri til gefandi samveru ›› „Himingeimurinn“ sýndur í Duushúsum 32,3 milljónir kr. til Suðurnesja Bæjarsjóður skilar 640 milljóna króna rekstrarhagnaði 2010 Bíll keyrði niður ljósastaur við hringtorgið á mótum Hafnargötu og Vatnsnesvegar í Keflavík fyrir helgi. Kallað var til lögreglu en engan sakaði vegna slyssins. Að sögn lögreglu er ökumaður nýlega kominn með bílpróf en lögregla gat ekki sagt til um ástæðu slyssins. Hún taldi þetta þó getað orsakast af reynsluleysi í akstri. siggi@vf.is Keyrði niður ljósa- staur við Hafnargötu Ökumaðurinn var nýkominn með bílpróf. VF-mynd: Siggi Jóns ›› FRÉTTIR ‹‹ Hefja áreið- anleikakönnun vegna HS Orku Viðræðunefnd, sem hópur lífeyrissjóða skipaði til viðræðna við Magma Energy um möguleg kaup sjóð- anna á fjórð- ungshlut í HS Orku, hefur ákveð- ið að stíga næsta skref í viðræðuferlinu og hefja áreiðanleikakönn- un á orkufyrirtækinu. Fram kemur í tilkynningu að aðilar hafi komið sér saman um útlínur mögulegra viðskipta og helstu skilmála. Verði af fjárfest- ingu lífeyrissjóðanna í HS Orku sé gert ráð fyrir að greiddir verði um 8,06 milljarðar króna fyrir fjórðungs hlut, sem sé sama verð og seljandi hafi greitt fyrir hlutinn. Þá hafi seljandi enn- fremur boðið sjóðunum að auka hlut sinn í HS Orku í 33,4% með kaupum á nýjum hlutum í HS Orku fyrir 10. febrúar 2012. Áætlað kaupverð hinna nýju hluta sé um 4,7 milljarðar króna. Bæjarsjóður Reykjanesbæjar skilaði 639,7 milljón kr. rekstrarhagnaði árið 2010, samkvæmt ársreikningi bæjarins sem lagður var fram í bæjarstjórn í gær. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var jákvæð um tæpar 351 milljónir kr. eða 4,86%. Samstæða Reykjanesbæjar, sem telur auk bæj- arsjóðs aðrar stofnanir bæjarins, s.s. HS Veit- ur, Reykjaneshöfn og félagslegar húseignir, er hagstæð um 322,5 milljónir kr. Rekstrarnið- urstaða samstæðu fyrir afskriftir og fjármagns- liði (EBITDA) er jákvæð um 2,1 milljarð króna eða 17,8%. Rekstrartekjur Reykjanesbæjar námu alls 11,8 milljörðum kr. Þar af námu rekstrartekjur bæj- arsjóðs um 7,2 milljörðum kr. Heildareignir Reykjanesbæjar námu um 52,1 milljörðum kr. í árslok 2010. Heildarskuldir Reykjanesbæjar námu um 43,4 milljörðum kr. en þar með eru taldar m.a. skuldir HS Veitna og framreiknaður leigukostnaður til næstu 25 ára. Í lok árs 2010 mældist eiginfjárhlutfall samstæðu 16,79% en bæjarsjóðs 19,07%. Verkefnið framundan er að styrkja lausafjár- stöðu og eigið fé sveitarfélagsins. Um 19 millj- arða kr. peningalegar eignir bæjarins, utan lögbundinna verkefna sveitarfélaga, geta styrkt lausafjárstöðu og lækkað skuldir verulega. Aðgerðir á þessu ári (2011) munu styrkja eig- infjárstöðu Reykjanesbæjar umtalsvert. Raunhæfustu leiðirnar til styrkingar á fjár- hagsstöðu Reykjanesbæjar eru virkjun þeirra mörgu atvinnutækifæra sem bærinn hefur barist fyrir undanfarin ár.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.